Tuesday, December 23, 2008

Sannleiksstund

Já, það sem þið hafið heyrt er rétt. Við erum löngu komin til landsins. Komum 17.desember. Þið vitið ekki hversu erfitt var að halda þessu leyndu fyrir öllum!! Ljúga og ljúga í heilan mánuð! en vonandi verður okkur fyrirgefið :) En þessi færsla verður ekki löng, ætlaði bara að gera þetta opinbert. hefðum átt að koma til landsins í dag, mikið er ég fegin að svo er ekki!!

meira seinna!!!

Kv. Baldur og Guðrún

Monday, December 15, 2008

Hæhæ!

Við erum hér enn á lífi og höfum það fínt :) skemmtum okkur svaka vel um helgina, fórum á tónleika með Mugison og höfðum það notalegt. Svo er Baldur bara á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jól. Svo eftir 1 viku komum við til Íslands! Það er það eina sem við hugsum um og tölum um á þessum tímapunkti. Spennan er svo mikil! Erum búin að kaupa lestarmiða og allt! Það er eiginlega ekkert eftir að gera nema pakka og það er kannski heldur snemmt að fara að byrja á því núna! Helgin er alveg óákveðin. Ætli við verðum ekki bara hérna heima að velkjast um í tilhlökkun því það fara allir vinir okkar til Íslands 18.desember. þannig að við verðum ein eftir! En ekki lengi samt, sem betur fer! Og svo bíðum við ennþá spennt eftir að Karen systir Baldurs fari að fæða! Hún var sett 9. Desember en barnið hefur ekkert látið sjá sig! En ætli hún verði ekki fædd þegar við komum heim :) En jæja, það er svo sem ekkert að frétta þannig að þetta er nóg í bili :)

Hafið það sem allra allra best!

Kv. Baldur og Guðrún

Tuesday, December 9, 2008

hóhó hóóó!

Hér er allt gott. Allt það besta að frétta. Erum í svo góðu skapi því nú nálgast heimför óðfluga! Eftir akkúrat 2 vikur verðum við í faðmi vina og vandamanna á Íslandinu. Ó hvað ég get ekki beðið! Annars er eiginlega bara ekkert að frétta! Helgin var róleg, bökuðum rice crispies kökur og Baldur fór út að skemmta sér. Ég prjónaði vettlinga og hafði það notó heima á meðan. Svo er Baldur á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jólafrí. Ég fór á fund í hjúkkuskólanum áðan og ég er svo ótrúlega spennt að byrja! Og líka smá stressuð því þetta á ekki eftir að vera auðvelt :) um næstu helgi ætlum við svo að fara á tónleika. Enginn annar en víkingurinn sjálfur Mugison er að koma til Álaborgar og að sjálfsögðu ætlum við að fara að sjá hann. Svo ætlum við að fara í miðbæinn og skoða jólafjörið þar. Fara í parísarhjólið og fá okkur vöfflur. Þannig að það eru einungis spennandi tímar framundan! Um daginn fékk ég nóg af jólaskrautsleysinu og tók því á það ráð að föndra jólaskraut. Það kom heldur betur vel út og má sjá mynd af því hér að neðan. Einnig sjáiði mynd af jólastemningu: mandarínur og kerti og svo að lokum dagatalakertið okkar!


Jæja, þetta verður stutt í þetta skiptið, það er bara ekkert meira í fréttum! Hafið það gott dúllur :)

Kv. Baldur og Guðrún









Thursday, December 4, 2008

Hæ hó!!

Jæja góðir hálsar. Hér er það Guðrún sem talar. Nú styttist all svakalega í heimkomu. Minna en 3 vikur! Þetta er svakalegt alveg hreint! Við erum þvílíkt spennt og getum ekki beðið eftir að komast og hitta ykkur. Við höfum það nú svo sem fínt hér, það er ekki vandamálið!

Síðasta helgi var svaka fín, fórum í julefrokost og bökuðum piparkökur. Svo á mánudaginn elduðum við ekta danskan jólamat fyrir matarklúbbinn. Það gekk bara prýðisvel, við gerðum nú reyndar fátt annað en að skræla kartöflur (5 kíló) og vaska upp. Sósan misheppnaðist víst eitthvað en það reddaðist. Maturinn var svaka fínn, pörusteik (flæskesteg), rauðkál, karamellukartöflur og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar var þetta þriggja rétta máltíð með fiskefillet í forrét og risalamange í eftirrétt. Sko þessi fiskefillet eru nú frekar ógeðsleg samt. Þetta er bara rauðspretta í raspi og ég verð að segja það að rauðspretta er eiginlega bara frekar vond á bragðið. Svo er þetta sett á rúgbrauð, sítróna kreist yfir og svo er þetta toppað með slettu af remúlaði! Alger bomba!!

Talandi um fisk, þá keyptum við um daginn frosin flök sem við vonuðumst til að væri ýsa. Baldur tók fram meistara kokkataktana og steikti fiskinn á pönnu. Í fyrsta lagi rýrnaði fiskurinn um 50% og í öðru lagi var hann viðbjóðslegur á bragðið. Svona feitt bragð af honum. Eftir að við smökkuðum fiskefillet í julefrokost er ég farin að hallast að því að þetta hafi verið rauðspretta því bragðið var skuggalega líkt. Baldur sem hafði kryddað þetta fullt og svaka vel, en það var bara skítabragð af þessu! Það er greinilegt að íslenskur fiskur er bara sá besti! Vonandi munum við fá soðna ýsu við tækifæri í jólafríinu :) erum orðin heldur óþreygjufull að fá fisk!

En piparkökubaksturinn gekk heldur betur vel. bökuðum slatta af kökum sem kláruðust á.. 2 dögum! Við vorum ekkert smá flink, skárum út alls konar myndir og svona. Við settum myndir af þessu á myndasíðuna okkar. þar má líka finna myndir úr julefrokostinum og svo af matseldinni. Allt að verða viltaust!!!

En hér sit ég ein og skrifa. Baldur er svei mér þá bara farinn að sofa! Hann hefur það ekki eins náðugt og ég, sem sef fram að hádegi alla daga! Hann fór í skólann í morgun kl. 9 og þurfti að fara á fætur kl. 8. Þannig að karlinn var þreyttur og fór að sofa um kl. Hálf 11 sem er frekar snemmt á þessum bæ þar sem einhverra hluta vegna við förum alltaf að sofa um 2 leytið. Það er aldrei ætlunin að fara svona seint að sofa, einhverra hluta vegna er klukkan alltaf skyndilega orðin svona mikið! Tíminn bara flýgur áfram!

Ég fer í síðasta prófið 10. Desember og það er munnlegt próf. Vonandi mun það ganga vel. svo fékk ég bréf frá hjúkkuskólanum um daginn og mér er boðið á einhverja samkomu 9. Desember. Þar mun ég hitta kennarana og verðandi samnemendur og spjalla smá við þá. Það er ekkert nema spennandi og þá fæ ég líka tækifæri til að æfa mig fyrir munnlega prófið!

Við erum svei mér þá komin í smá jólaskap! Hlustum á jólalög og höfum kveikt á jólakertum( eitt með jólalykt og annað sem telur dagana fram að jólum). En það er voða lítið um jólaskraut hjá okkur. Við eigum einn jólakall sem Baldur vann í jólapakkaleik í julefrokost. Svo vorum við að leita að seríum um daginn en þær eru allar svo dýrar og ljótar að við bara höfum eiginlega engann áhuga á að kaupa þannig. Við viljum bara hafa svona eins og eru á Íslandi, annað hvort marglitaðar eða hvítar. En við verðum víst bara að redda þeim fyrir næstu jól :)

En jæja, ég ætti kannski að fara að huga að svefni líkt og Baldur. Langaði bara aðeins að láta ykkur vita af okkur. Já og endilega kíkið nú á myndasíðuna og ekki gleyma að kommenta :)
Hafið það sem best elsku krútt :)

Kærar kveðjur,
Baldur og Guðrún

Thursday, November 27, 2008

Halló!

Hér í Álaborg er allt fínt. Nema veðrið, það er ógeðslegt. Rok og rigning og ískalt, hreint út sagt ógeð! Lífið gengur þrátt fyrir það sinn vanagang. Hjá mér var síðasti skóladagurinn í dag og á morgun er próf. Svo 10. desember verður munnlegt próf og þá er ég komin í jólafrí. Baldur er núna í þessum skrifuðu orðum að leggja lokahönd á verkefni fyrir skólann. Hann átti að hanna jólaskraut og jólakort. Svo á hann að skila á morgun og þarf örugglega að fara í skólann kl. 6 í fyrramálið til að prenta út og gera allt klárt fyrir skil. Svo verður hönnunin dæmd og vonandi vinnur okkar maður!


Helgin lítur mjög spennandi út. Annað kvöld er stefnan sett á að baka piparkökur hér á heimilinu. Á laugardaginn er stór dagur. Þá ætla ég og vinkonur mínar hér að skella okkur til Århus og fara hvorki meira né minna en í Ikea. Það verður nú gaman. Okkur vantar eitt og eitt hingað inn og því kemur þessi ferð sér vel. Stefnan er sett á að kaupa sjónvarpsborð og margt annað. Svo um kvöldið förum við Baldur í Julefrokost hér í Fælleshuset. Það verður spennandi að sjá hvernig alvöru danskur julefrokost er. Síld og Akvavit, get ekki sagt að ég sé mikið spennt fyrir því!


Í gær kom hingað gestur. Enginn annar en Gummi bróðir minn. Hann var í Århus að spila fótbolta og ákvað að kíkja á systur sína og mág í leiðinni. Hann og vinur hans, Gulli, komu hingað í hádeginu í gær og það var heldur betur glatt á hjalla. Kíktum í bæinn, röltum um og fórum á kaffihús. Það var ekkert smá gott að sjá kappann og þetta gerði okkur bara ennþá spenntari að koma heim. Í dag eru 24 dagar þar til við sjáumst á ný, elsku dúllur. Mikið verður gott að koma heim og hygge sig með ykkur :)


Ég get sko sagt ykkur það að við erum heldur betur dugleg í sparnaðinum. Notum til dæmis svo lítið rafmagn að við erum undir þeim kvóta sem reiknaður er á okkur. Sem þýðir það að við þurfum þennan mánuðinn bara að borga rúmar 300 krónur í staðinn fyrir 1200 krónur! Það kemur sér ekkert smá vel! Svo fáum við 450 krónur í húsaleigubætur þannig að leigan hjá okkur er komin í 2600 krónur á mánuði! Það er nú ansi billigt! Getum þá kannski í staðinn farið eitthvað pínku fínt út að borða í Köben þegar við förum þangað! Heldur betur lúxus á liðinu :)


Við lentum heldur betur í leiðindum áðan.Við vorum að fara í búð og Baldur ætlaði að millifæra pening (trúið mér, það er enginn barnaleikur). Hann var í miðri millifærslu og hvað haldiði að hafi gerst? Það komu skilaboð til hans „lokað hefur verið á notanda“ við héldum að við yrðum ekki eldri, áttum 100 krónur í lausu og áttum eftir að kaupa í matinn! Við urðum heldur betur pirruð, Baldur hamraði á lyklaborðið og ég varð heit í kinnum. En svo endaði þetta sem betur fer vel. Baldur hringdi bara í bankann og þessu var kippt í liðinn. Hjúkket! En ég var farin að sjá fyrir mér að við gætum ekki borgað leiguna og að við myndum enda á götunni!! Hehe svona getur stressið farið með mann :)


En jæja, það er ekki mikið meira að frétta hér. Erum bara að drepast, við hlökkum svo til að koma heim! Við söknum ykkar allra svo mikið og vonum að þið hafið það sem best. Ég vil minna ykkur á að vera dugleg að kommenta, það heldur í okkur lífinu að fá kveðjur að heiman :D hér fyrir neðan getið þið svo séð jólaskrautið sem Baldur var að hanna. já og svo settum við nýjar myndir á síðuna okkar: http://www.flickr.com/gudrunmagnusd


Kærlig hilsen,
Baldur og Guðrún

Wednesday, November 19, 2008

Hej!

Já gott fólk, hér sit ég á sófanum og skrifa á meðan Baldur reynir að búa til teknólag. Fórum á æfingar í dag og erum lurkum lamin eftir þær. Baldur er hættur í Bootcamp vegna hnévesenis og er búinn að kaupa sér kort í ræktina. Þar pumpar hann járni eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hins vegar held ótrauð áfram í Bootcamp, við Sara erum búnar að bæta við einni æfingu þannig að núna er það 4 sinnum í viku. Á mánudögum hlaupum við smá og syndum svo slatta, á þriðjudögum og fimmtudögum er venjuleg bootcamp æfing og á föstudögum er svo hlaupaæfing. Breyttum reyndar til í dag og höfðum hlaupaæfingu í dag og ég get sko sagt ykkur það án þess að ljúga að ég hljóp stanslaust í klukkutíma í dag! Og eitt annað sem er ekki lygi: ég get varla labbað núna! Ég er alveg dauðþreytt í fótunum! En það er magnað að fara í sund hérna. Í fyrsta lagi er sundlaugin ísköld. Í öðru lagi gilda engar umferðarreglur þar þannig að maður gæti allt eins lent í því að skalla einhvern. Í þriðja lagi er BANNAÐ að vera í sundfötum undir sturtunni. Það er ansi magnað. Skrýtið þetta lið hér í Álaborg.

Ég er búin með 1/3 af prófunum og það gekk bara vel í þessum fyrsta parti sem var lesskilningur. Svo á ég eftir að fara í hlustunarpróf og munnlegt próf. Það verður spennandi að sjá :) Baldur er bara í kæruleysi í skólanum, nánast í fríi í 2 vikur því hann er að vinna að einstaklingsverkefni núna og þar af leiðandi þarf hann eiginlega ekkert að mæta í skólann.

Veðrið hérna þessa dagana er heldur ógeðslegt, endalaus rigning og rok. Minnir mann bara á Ísland :) það er nánast ekkert hægt að hjóla í þessu roki, maður kemst ekkert áfram, þannig að við erum búin að lifa í munaði núna annað slagið og höfum tekið strætó í skólann! Alger lúxus!!

Um síðustu helgi fórum við m.a. í keilu. Það var hresst, Baldur vann tvisvar, kallinn helvíti góður. Svo spiluðum við Trivial ótal sinnum við vini okkar hér, Bryndísi, Andra, Barböru, Kidda og Halldóru. Fínt að hita smá upp fyrir jólin :)

Já svo styttist og styttist í heimkomuna. Aðeins 33 dagar! Það verður nú fljótt að líða. Við erum ekkert smá spennt og hlakkar ekkert smá til að hitta alla aftur :) við söknum ykkar svo svakalega mikið! Bíðum líka spennt eftir að fá fréttir af því að Karen systir Baldurs sé búin að eiga. Hún ætti að fara að unga út bráðum :) það verður spennandi!

Annars erum við bara bæði hress og kát, heilsan góð og geðheilsan líka. Okkur líkar enn tiltölulega vel vi ðhvort annað, sofum allavega enn í sama rúmi. Hehe neinei nú er ég að grínast, við erum svaka hamingjusöm :)

Jæja það er kannski þjóðráð fyrir mig að fara að kíkja í koju, komin í einhvern galsa hér! Hafið það sem best dúllur og ekki gleyma að kommenta :)

Med venilg hilsen,
Baldur og Guðrún

Wednesday, November 12, 2008

Halló!

Jæja þá er komin tími á nýja færslu. Hálf kjánalegt að hafa þessar misgóðu myndir hér fremst á síðunni! Það er svo sem ekkert mikið að frétta héðan, allt gengur vel og við höfum það gott. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram, allt í einu kominn 12. Nóvember! Það er ekkert smá, mér finnst svo stutt síðan við fluttum! Og nú fer bara bráðum að koma að því að við komum í frí til Íslands, bara í næsta mánuði :)

Gerðum okkur smá dagamun um daginn, fórum út að borða og í bíó. Sáum nýjustu James Bond myndina og við mælum með henni :) mælum líka með veitingastaðnum sem við fórum á, svaka fínn og alls ekki dýr. Fengum 2 rétta máltíð fyrir 109 krónur! Svaka fínt. Svo á síðasta föstudag var svokallaður „j-dag“ hérna í Danmörku. Þar sem Danir eru, eins og við öll vitum, mikið fyrir bjórinn þá var þessi dagur (eða reyndar kvöldið) haldið hátíðlegt og komu jólabjórsins fagnað! Eða með öðrum orðum Danir duttu í‘ða. Og við líka! Julebryg frá Tuborg er ekkert smá góður bjór, ef þið kíkið til Danmerkur í kringum jól þá mæli ég með því að þið prufið hann. Helst á krana, hann er bestur þannig.

Svo eru bara próf framundan og eintóm gleði. En ég held ég láti þetta nægja að sinni, uppvaskið bíður :) svo vildi ég minna ykkur á að vera dugleg að kommenta, eitthvað búið að minnka hjá ykkur. Alltaf gaman að fá komment :) Hafið það sem allra, allra best og munið: sjáumst í næsta mánuði ;)

Med venilg hilsen,
Baldur og Guðrún

Wednesday, November 5, 2008

God aften!

Hér sitjum við og horfum á danskt kosningasjónvarp. Danirnir eru að missa sig yfir forsetakosningunum í Bandaríkjunum, eru með svaka þætti í hverjum fréttatíma um þetta og alles. Þetta er spennandi, við höldum bæði með Obama.

Annars er allt fínt héðan. Bara ískalt en fallegt veður. Jólaskreytingarnar eru farnar að láta sjá sig og það eru endalaus jólatilboð í öllum búðum. Við vorum nú að vonast til að De Danske væru nú aðeins rólegri í þessum bransa heldur en Íslendingarnir en svo er víst ekki.
Helgin var hress, fórum í Halloween partý hér í húsinu hjá okkur og dressuðum okkur heldur betur upp. Baldur fór sem kona og ég sem karl. Svo seinna um kvöldið fórum við á Íslendingaball og Baldur sló heldur betur í gegn þar. Það voru allltaf einhverjir karlar að klípa í rassinn á honum og hann fékk ansi margar spurningar varðandi kynhneigð sína. En þetta fór þó allt vel og það var vel sjúskað og sköllótt kvenmannsandlit á karlmannslíkama sem vaknaði við hliðina á mér morguninn eftir. Núna veit Baldur þó hvernig það er að vera stelpa, þurfa að mála sig og þola áreyti frá strákum, hehe :)
Prófin hjá mér nálgast óðfluga, einungis ein og hálf vika þar til það fyrsta verður. Kellingarnar í skólanum (sem eru búnar að búa hér í 2-3 ár og búnar að vera álíka lengi í skólanum) eru alveg að missa sig í stressi og eru alveg handvissar um að þær falli, en á meðan er ég pollróleg. Annað hvort geri ég mér ekki grein fyrir alvarleikanum eða þá að þær eru að taka þessu of alvarlega. Það skiptir þær reyndar öllu máli að ná því annars komast þær ekki inní háskólann en ég er komin inn og er þar að auki Íslendingur og þarf ekki að hafa neitt dönskupróf. Ég tek þessu bara með ró og geri mitt besta, hvernig sem fer þá hefur þetta verið fín reynsla :)
Baldur er bara í einhverju kæruleysi þessa vikuna í skólanum. í gær og í dag voru bara „project hours“ sem þýðir að hópurinn hans ákveður hvenær skal hittast og hvað skal gera. Svo á morgun og á föstudaginn er frí. Einasti skóladagurinn hans verður á fimmtudaginn. Það er greinilega lúxuslíf að vera í háskóla, ég hlakka bara til að byrja! Hahaha.. :)
Á morgun ætlum við að fara í verslunarferð (í tilefni þess hvað við erum rík) og kaupa hlaupaskó á Baldur. Hann er búinn að vera að drepast í hnjánum og nú erum við komin að þeirri niðurstöðu að skórnir hans séu ekki nógu góðir. Hann hefur þurft að taka sér frí frá æfingum og hann er nú ekki kátur með það. Við breyttum samt til í gær og í stað þess að hlaupa og djöflast fórum við í sund og djöfluðumst. Baldur synti eitthvað um 1 kílómeter á meðan viðSara hlupum smá og syntum 500 metra. Svo skelltum við okkur í gufu og ísbað. Þetta er svaka fín sundlaug en það er ekkert smá skrýtið bragð af vatninu. Og það eru engar umferðareglur á sundbrautunum. Mjög spes :)
Hafið það sem allra best elsku dúllur.

Med venlig hilsen,
Baldur og Guðrún

p.s. nokkrar hressar myndir af okkur í draginu:

Baldur svaka fínn í kjól og sokkabuxum




Tuesday, October 28, 2008

halló halló!

Það er nokkuð ljóst að rigningartíðin er byrjuð hér í Danmörkinni. Maður er gegnvotur allan daginn eftir að hafa hjólað í skólann og þar af leiðandi líka ískaldur. Ótrúlega kósí! Það er endalaus rigning hérna, um helgina var mest 30 millimetrar! Það er slatti. Það var þó ekkert slæmt fyrir okkur því við héngum inni alla helgina og höfðum það notalegt. Gerðum bara ekkert sérstakt um helgina. Gerðum þó misheppnaða tilraun til að kaupa föt á Baldur (hann er alveg fatalaus!). mættum galvösk í miðbæinn klukkan hálf þrjú með vasa fulla af krónum og vorum tilbúin til að versla. Komumst svo að því þegar við vorum nýbyrjuð að skoða í H&M að allt lokaði klukkan þrjú. Gaman að því. Þannig að Baldur litli verður að þola fataleysið eitthvað lengur!

Já hann Baldur er svo sannarlega að slá í gegn hérna í Danmörkinni. Vann aftur keppni í skólanum! Glæsilegt hjá honum, ég er ekkert smá stolt af honum. Og nú er hann byrjaður á öðru verkefni, þarf að hanna veggspjald fyrir PETA (dýrarverndunnarsamtök). Og ef hann vinnur þá keppni, verður hönnunin hans send í alþjóðlega keppni og veðlaunin þar eru... hvorki meira né minna en 2500 dollarar!! Óó já! Það er til mikils að vinna. Hehe :)

Um helgina er svo margt í boði. Íslendingaball og Halloweenpartý. Erum ekki alveg búin að ákveða hvort við ætlum að fara á Íslendingaballið, en við erum eiginlega búin að ákveða að fara í partýið. Kannski förum við bara í bæði!! En við þurfum að mæta í búningum í Halloween partýið og við erum sko búin að ræða það. Baldur ætlar að fara sem kona og ég ætla að fara sem karl! Þetta verður spennandi að sjá :)

Meira er ekki í fréttum að sinni. Hafið það sem allra best elsku vinir og vandamenn :)

Med venlig hilsen,
Baldur og Guðrún

Tuesday, October 21, 2008

Sæl og blessuð!

Jæja, þá er Sunneva farin aftur heim eftir langa og skemmtilega helgi. Reyndar var hún ekki ein því hún og Bjarni (besti vinur Baldurs) plönuðu surprise fyrir okkur og Bjarni kom líka. Tókum á móti Sunnevu í Aalborg Lufthavn kl. 17:00 og fórum með hana heim, borðuðum kvöldmat og spjölluðum. Svo vorum við að horfa á bíómynd þegar það var dinglað. Ansi sjaldgæft að það sé dinglað á þessum bæ þannig að ég var mjög hissa. Þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hissa og kát við vorum þegar ég opnaði hurðina og sá Bjarna standa fyrir utan! Við Baldur höfðum enga hugmynd um að hann væri að koma! Fyrir vikið varð þetta ennþá skemmtilegara. Þau komu á miðvikudaginn og fóru á sunnudaginn eftir rosalega vel heppnaða og skemmtilega helgi. Héldum kokteilboð á föstudagskvöldinu fyrir Íslendinga sem við þekkjum hér og svo á laugardaginn var Tour De Chambre sem heppnaðist rosa vel. Uðrum í 3. Sæti í flokknum „besta þemað“ og líka í 3. Sæti í flokknum „besti drykkurinn“ sem er bara ansi vel gert! Sunneva kom með rosalega mikið af gjöfum til okkar, fullt af íslensku sælgæti og fleiru. Þannig að það er bara veisla hér á bæ. Vorum farin að sakna þess frekar mikið en núna eigum við fullt! Takk fyrir okkur :)

Í gær vorum við Baldur svo bæði lasin (og Bjarni og Sunneva reyndar líka) vegna þreytu í alla staði. Baldur fór þó í skólann, þurfti að vinna í hópverkefni. Og í dag er ég líka lasin. Vonandi fer ég þó öll að koma til, vil helst ekki missa mikið úr skólanum þar sem það er einungis rúmlega mánuður eftir. Þá fer ég í próf og útskrifast vonandi með ágætis einkunn. Ég hef samt ekki mikla trú á því þar sem ég er langt á eftir bekkjarfélögum mínum í þessu öllu. En það kemur í ljós, ef ég næ ekki þá skiptir það svo sem engu máli fyrir mig, ég kemst hvort eð er inn í alla skóla, verandi Íslendinngur. En það væri gaman að vera með plagg uppá að hversu fær ég er í dönsku. Og talandi um það, ég kom sjálfri mér (og Baldri, Sunnevu og Bjarna) þvílíkt á óvart um helgina. Ég talaði dönsku við fólkið í Tour De Chambre og kann bara mun meira en ég hélt! Þannig að kannski ég bara nái prófinu :)

Svo erum við Baldur búin að kaupa ferð heim til Íslands. Kostaði hvorki meira né minna en 105.550 krónur! Þetta er svo mikið rugl! Svo erum við að heyra fréttir af því að flugfélagið sé að hætta við ferðir á fullu og erum núna þvílíkt stressuð yfir að þau hætti við okkar flug. Það bara má ekki gerast! En við munum mæta galvösk á klakann þann 23. Desember og yfirgefa ykkur 4. Janúar. Ekki langur tími en þó einhver tími. Við erum þakklát fyrir að fá einhvern tíma með fjölskyldu og vinum. Þannig að eins gott að það verði ekki hætt við flugið okkar!!

Annars er bara allt komið í fastar skorður eftir heimsóknina. Þurfum þó að borða súpu og túnfisk það sem eftir er af mánuðinum en það er ekkert nema okkur sjálfum að kenna. Og þó, við getum ekki millifært pening ennþá þannig að ég veit ekki hvernig það fer. Eigum sem betur fer pening í lausu fyrir leigunni þannig að það verður í lagi. En annað verður bara að koma í ljós. Vonandi endar þetta allt saman vel. Svo var ég að heyra að það væri kominn vöruskortur á Íslandi. Ég trúi ekki að þetta eigi að viðgangast lengur. Þetta verður að komast í lag!!!

Jæja, ég ætla að einbeita mér að því að ná mér úr veikindunum. Heyrumst síðar,
Guðrún og Baldur

p.s. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni:


Gestirnir, Bjarni og Sunneva
















Fyrsta máltíðin saman















Sunneva að vatnslita íslenska fánann















Veisluborðið, harðfiskur, tópas og bolla og íslenski fáninn
















Galvaskir Íslendingar í lopapeysum og fótboltabúningum

Sunday, October 12, 2008

Góða kvöldið

Héðan úr Aalborg er allt gott að frétta. Eða svona miðað við aðstæður allavegana! Danske Bank búinn að loka á okkur og allt í skralli! Ástandið hlýtur þó að fara að batna, ég get ekki trúað því að þeir ætli að láta okkur (námsmenn erlendis) svelta og enda á götunni! En jæja, ég vona þó að allir á Íslandi hafi það gott og séu hraustir og séu ekki algerlega á tauginni.

Hvað haldiði að hafi gerst um daginn? Hjólið mitt bilaði! Og það er að sjálfsögðu hræðilegt hér í Danmörku. En að sjálfsögðu tók húsbóndinn á heimilinu málin í sínar hendur og lagaði það! Duglegur strákurinn! Og nú get ég hjólað og hjólað áhyggjulaus! Alger lúxus að eiga svona duglegan og flinkan kærasta!!

Fórum í gær í „kreppupartý“ heima hjá Bryndísi og Andra. Það var þannig að það var bannað að tala um kreppu og maður átti að skemmta sér. Það heppnaðist vel, allir voru kátir og hressir. Enduðum niðrí bæ, þó með stuttu stoppi í bakaríi þar sem feitir og sveittir bakarar voru að baka sætabrauð. Við betluðum snúða af þeim(sögðumst vera fátækir Íslendingar) og borguðum nokkrar krónur fyrir. Rosa gott :)

Svo er nota kósí hjá okkur í þessari viku. Núna eru allir skólarnir í „efterårsferie“ eða haustfríi. Getum bara slappað af endalaust og notið okkar! Reyndar verður brjálað að gera hjá okkur, Sunneva er að koma á miðvikudagin. Það verður náttúrulega ekkert nema stanslaust stuð og partý. Erum búin að bjóða fólki hingað í kokteilpartý á föstudaginn, það verður vafalaust svaka fjör.

Við höfum svo sem ekkert mikið að segja, vildum bara aðeins láta heyra í okkur.

Kær kveðja
Baldur og Guðrún

Sunday, October 5, 2008

Áskorun

Við fengum áskorun eftir síðasta blogg. Mörgum finnst hugmyndin um að stofna sjóðinn "börnin heim" bara ansi góð. Og áskorunin var sú að stofna hann í alvörunni. Sem við og gerðum. Þannig að ef það eru fleiri sem finnst þetta góð hugmynd og vilja leggja í púkk þá er þetta reikningsnúmerið:
0525-14-602655
og kennitala: 021087-2629
Við erum ekki að tala um hundraðþúsundkalla, heldur meira svona.. hundraðkalla :) En alls ekki finnast þið tilneydd til að styrkja okkur, aaalls ekki :) þetta er allt í góðu gert og það sem safnast mun koma sér vel þegar kemur að því að kaupa flugferð heim í jólafríið. Sama hversu lítið það verður, það er mikill munur fyrir okkur :)

Annars er allt fínt héðan, fórum út að borða á föstudaginn og það var mjög gott :) gaman að þurfa ekki að elda og vaska upp! Svo í gær átti að vera svaka Íslendingapartý en það var hætt við og það féll ekki í góðan jarðveg hjá okkur Baldri, vorum búin að klæða okkur upp og allt þegar við fengum afboðunarsímtalið :( En við gerðum bara hið besta úr því, höfðum bara kósíkvöld, drukkum smá bjór og horfðum á sjónvarpið. (að vísu ekkert rosalega frábrugðið ÖLLUM öðrum kvöldum hér, hehe)

Takk KÆRLEGA fyrir allar afmæliskveðjurnar :) Það var ekkert smá gott að fá þær allar, gaman að vita að ég er ekki gleymd og grafin!

Jæja, best að fara að vekja Baldur (já hann er sofandi kl. 19:04 að staðartíma!! alger letidagur í dag) og elda pizzu! Hafið það sem best elsku, elsku vinir og vandamenn.

kveðja,
Guðrún og Baldur

Thursday, October 2, 2008

Halló Halló!!

Héðan í Álaborg er allt við það sama. Allt gengur bara vel (fyrir utan það að þegar þetta er skrifað þá er danska krónan komin í 20,5) og allir eru hressir. Fengum reyndar einhvern smá skít síðasta föstudag, Baldur fór ekki í skólann og við fórum ekki á æfingu. En það var þó horfið daginn eftir og við skelltum okkur þá í partý.

Í gær var svo heldur betur hátíð í bæ. Þannig er mál með vexti að fótboltalið borgarinnar, AaB, var að keppa á móti engum öðrum en Manchester United! Og það í Álaborginni! Allan mánudaginn og allan þriðjudaginn var borgin skreytt í rauðu og hvítu (það eru litir AaB liðsins) og það var enginn smá mannfjöldi í bænum. Það komu fullt af Bretum í bæinn og auðvitað United liðið sjálft. Það var mannþröng fyrir utan hótelið þeirra þegar ég hjólaði þar framhjá á leið minni í skólann á þriðjudaginn. Allir að vonast til að koma auga á stjörnurnar. Svo á þriðjudagskvöldið var stóra stundin upprunnin. Þar sem það fengu mjög fáir miða á leikinn var slegið upp risaskjá á Gammeltorv og þar var sko heldur betur mannfjöldi. Allir rosalega íþróttamannslegir, drekkandi bjór og með rettu í munninum. En við létum það nú alveg vera, vorum nýkomin af BootCamp æfingu og fannst það heldur skrýtið að drekka bjór eftir átökin. En leikurinn endaði ekki vel fyrir AaB liðið, 3-0 fyrir United! Það voru ansi blendnar tilfinningar í gangi þegar við vorum að horfa á leikinn, Baldur er náttúrulega mikill United maður, en samt kunni hann ekki alveg við að fagna þegar þeir skoruðu! Ótrúlegt en satt þá var ég bara ansi stolt af AaB liðinu, þótt ég hafi einungis búið hér í tæplega 2 mánuði þá fannst mér eins og ég hefði verið stuðningsmaður alla mína ævi :)

Múgur og margmenni að horfa á leikinn

Við vorum að velta fyrir okkur að stofna sjóð, Börnin heim. Tilgangurinn með þeim sjóði er að koma börnunum (okkur) heim um jólin með því að fá styrki frá ýmsum. Nú er hart í ári og ansi erfitt að finna til pening til að eyða í flugfar, en það er vafalaust þannig hjá flestum þannig að ætli þessi sjóður falli ekki bara um sjálfan sig :) Við reddum okkur nú samt, þið munið vafalaust langflest, ef ekki öll, sjá okkur um jólin. Pælingin er að lenda á klakanum 23. Des og fara heim aftur 4. Jan þannig að við höfum alveg heila 12 daga til að trylla lýðinn á Íslandi! Það verður ekkert smá gott að sjá alla aftur og suma í fyrsta skiptið því Karen (systir Baldurs og vinkona Guðrúnar) á von á sér í desember! Við erum ekkert smá spennt að sjá litlu stelpuna :)

Annars er daglegt líf hér á Sigrid Undsets Vej er bara ansi ljúft. Baldur fer í skólann yfirleitt um 8, hjólar í skólann og er rosalega duglegur. Ég þarf að mæta hálf 1, get því kúrað til svona 10- hálf 11, sem er ansi ljúft. Svo komum við hérna heim um 4 og liggjum í tölvunum og bókunum, förum á bootcamp æfingu og eldum kvöldmat. Um helgar er það svo komið upp í vana að baka köku (því það er nammidagur ) og fara í partý. Svo reynum við (eða aðallega ég ;) ) að þrífa hérna og þvo þvott svona annað slagið. Þannig að á heildina litið lifum við ansi ljúfu lífi.

Danskur heimalærdómur



Baldur að lesa markaðsfræði


Hver sagði að á tveggja manna heimili væri lítið um þvott?


Baldur sveittur að horfa á Heroes á meðan ég brýt saman þvott og þríf klósettið


Framundan er svo bara afmæli á morgun, út að borða í því tilefni á föstudaginn, Íslendingapartý á laugardaginn og svo bara notalegheit. Svo eru í dag einungis 2 vikur í að Sunneva komi í heimsókn! Það er smá spenna í loftinu varðandi það :)

Ef einhver vill hringja í mig á morgun (og ég vona að það verði sem flestir :) ) þá ráðlegg ég ykkur að hringja ekki fyrr en eftir 19:00 (að íslenskum tíma) því það er skóli og bootcamp og svona. Já og símanúmerið er: 0045 21 55 83 18 :)

Jæja eigum við ekki að láta þetta gott heita í bili? Júúú :) en þó, eitt enn, við vorum að setja inn fullt af myndum og þær getið þið séð hér: http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/

Biðjum kærlega að heilsa öllum heima og hafið það sem allra best í kreppunni
Baldur og Guðrún.

Thursday, September 25, 2008

Smáá auka frétt :)

Vildi bara láta aðdáendur okkar vita af því að ég, Guðrún Magnúsdóttir...

... er kominn inn í hjúkkuskólann hér í Álaborg! Byrja 2. ferbrúar 2009 kl. 9:15!

(p.s. það er blogg hér fyrir neðan síðan í gær (24.sept), endilega kíkið á það)

Wednesday, September 24, 2008

Fréttir frá Álaborg!!

Ég vil byrja þessa færslu á því að þakka ykkur fyrir öll kommentin! Vá þau bara hrynja inn! Í hvert skipti sem ég kíki á síðuna er komið nýtt komment, æðislegt. Endilega haldið áfram svona. Gaman líka að fá komment frá fólki sem er að stíga sín fyrstu spor í þessum bransa :) æj þetta er eiginlega bara allt frábært :) en mig langar að biðja mömmur og pabba og ömmur og afa og fólk sem er tvennt af að segja nöfnin sín líka. T.d. „Drífa mamma“ eða „Ásta mamma“ því við vitum stundum ekkert hver er hvað :) þið eruð samt alveg frábærar báðar mömmurnar!

Af okkur er annars allt fínt að frétta, við höfum það bara fínt hér í Álaborginni fyrir utan leiðindafréttir á hverjum degi af andsk***** íslensku krónunni. Ekki gott fyrir okkur (samt eiginlega bara slæmt fyrir alla) að hún sé svona há. Allur peningurinn okkar er náttúrulega inná íslenskum bankareikningum og hann rýrnar alveg gífurlega! Við verðum bara að bíða með það að taka pening út úr hraðbanka þar til þetta lækkar.. sem verður vonandi bráðlega því annars sveltum við! Hehe neinei ég segi nú bara svona, við reddum okkur, ekki hafa áhyggjur :)

Um síðustu helgi var heldur betur húllumhæ! Fórum í grillveislu hjá Íslendingafélaginu hér í Álaborg á laugardaginn og hittum fullt af Íslendingum. Það var fín stemmning þar en þegar kvölda fór færðum við okkur um set. Hún Sara (bootcamp þjálfari) ákvað að halda partý fyrir unga fólkið og það var heldur betur vel mætt í það. Hún býr niðrí miðbæ og vegna þess hve sparsöm við Baldur erum ákváðum við að hjóla bara niðrí bæ. Það tekur svona.. 20-30 mínútur. En það var ekki aðal málið. Það er auðvitað harðbannað að hjóla þegar maður er með smá bjór í maganum! En við létum það ekki stoppa okkur, fengum okkur bara vatnssopa og tyggjó og hjóluðum ótrauð í partýið! Svo þegar partýið var búið (um 4) hjóluðum við bara aftur heim! Svona er maður farinn að vera sparsamur hér í Danmörkinni :) hehe..

Á mánudaginn var svo komið að okkur að elda í matarklúbbnum. Það gekk bara ágætlega verð ég að segja, elduðum kínverskan kjúklingarétt með grjónum og grænmeti. Svo í eftirmat var ís. Svaka fínt! Rétturinn féll bara frekar vel í kramið hjá öllum, allavegana fór enginn út með fýlusvip. Sem er ágætt.

Framundan er svo bara skóli, skóli, skóli og partý á laugardaginn (brjálað að gera í samkvæmislífinu!) Svo er afmæli í næstu viku og það styttist líka óðfluga í að við fáum fyrsta gestinn okkar frá Íslandi! Það má því segja að það séu spennandi tímar framundan, ó já.

Höfum það bara stutt í þetta sinn, það er bara því miður fá svo fáu að segja :)

Biðjum að heilsa öllum og hafið það gott, elskurnar okkar.

Kær kveðja,
Baldur og Guðrún

Tuesday, September 16, 2008

Fréttir af okkur!

Héðan frá Álaborg er allt gott að frétta. Rúmlega mánuður síðan við komum og loksins erum við að komast almennilega inn í allt. Orðin rólegari í fasi eins og de danske og farin að læra að spara vatnið. Farin að læra almennilega á hjólaumferðina og búin að uppgötva það að þrátt fyrir að gráðurnar hér séu hærri þá er mun kaldara hér. T.d. voru í dag sirka 14 gráður en samt sem áður ííískalt!
Baldur er að brillera í skólanum sínum! Í síðustu viku var keppni um í bekknum hans það hver gæti hannað flottasta nafnspjaldið og hver haldiði að hafi unnið? Hver annar en Baldur Jón! Ég er ekkert smá stolt af kappanum! Svo er hann líka byrjaður í markaðsfræði og communication sem eru fög sem innhalda mörg löng og flókin ensk orð þannig að orðabókin á heimilinu er mikið notuð.

Af mér er það að frétta að ég komst inn í skólann. Munaði samt ekki miklu að ég kæmist ekki inn í hann. Ég fór sem sagt í stöðupróf og talaði við einn kennarann. Hann lét mig skrifa og tala við sig og svo spurði hann bara „hvað ertu að gera hérna?! Þú þarft ekkert á þessu að halda!“ þannig að ég er nánast bara of góð fyrir þennan skóla! Ég var sett í hóp sem er á síðasta stiginu í skólanum og er að læra danska málfræði. Og það enga barnaskólamálfræði. T.d. fyrir daginn í dag var heimavinnan að breyta sagnorðum í nafnorð og lýsingarorð. Ansi snúið á köflum en ég drattaðist í gegnum það :) ég mun líklegast (ef allt gengur vel) útskrifast úr þessum skóla fyrir jól með plagg upp á það að ég kunni nógu góða dönsku til að læra hvað sem er á dönsku. Það er ekkert smá gott! Þá ætti ég auðveldlega að getað farið í hvaða nám sem mig langar í og örugglega auðveldlega fengið vinnu hér. Ekkert nema gott mál! Eina leiðinlega við skólann er að ég er í fríi alla miðvikudaga og er bara í skólanum frá 12:30-15:00. Væri til í að vera á morgnana frekar eeen það þýðir ekki að væla yfir því!

Svo í gær var matarklúbbur númer tvö á dagskrá. Í matinn var heldur betur óhollur matur, kartöflustappa og steikt beikon! Einhver spes danskur réttur. Og í eftirmat var ÍS! Uss slatti af kaloríum þar á ferð! Á næsta mánudag er svo kominn tími til að við sýnum færni okkar í eldhúsinu, spennandi að sjá hvað gerist þar! Já og endilega komið með hugmyndir að einhverju sem við getum eldað :)

Talandi um kaloríur, þá erum við byrjuð á fullu í Boot Camp aftur. Íslensk vinkona okkar, Sara, (sem var með okkur í Boot Camp á Íslandi í sumar) sem býr hér í Álaborg hafði samband við okkur og nú erum við búin að stofna Boot Camp klúbb hér. Við hittumst á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum og refsum líkömum okkar! Það er bara ansi gaman, fínt að vera komin í rútínuna aftur. Einnig setti Sara auglýsingu á heimasíðu Íslendingafélagsins hér í Álaborg og í dag var t.d. nýr meðlimur með okkur. Og ein dönsk vinkona Söru. Þannig að vonandi verður bara mikil þátttaka í vetur.

Baldur ansi hress eftir Boot Camp æfingu

Svo í október verður haldið hér í húsinu svokallað „Tour Des Chambres“ sem er þannig að allir sem taka þátt eiga að skreyta íbúðirnar sínar með einhverju þema. T.d. kúrekaþema eða sjóræningjaþema eða einhverju slíku. Svo labba allir á milli íbúða, skoða þemað, setjast niður og fá sér drykk og jafnvel smá veitingar. Svo endar kvöldið á því að það verður svaka partý í „fælleshuset“ og kosið verður um flottasta þemað. Að sjálfsögðu ætlum við að vera með! Við ætlum að vera með „íslendingaþema“! Við ætlum að taka á móti mannskapnum í lopapeysum, spila íslenska tónlist og bjóða uppá brennivín, tópasstaup og harðfisk! Það vill svo skemmtilega til að Sunneva vinkona mín ætlar að vera í heimsókn þessa helgi þannig að hún getur komið með fullt af íslendingadóti. Svo getum við haft hana sem skraut í þemanu. Getum sett miða á hana sem stendur á „a typical Icelandic tourist in Denmark“ eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegt:)

Sunneva á góðri stundu.

Helgin var annars MJÖG róleg hjá okkur. Ég fór bara ekkert út frá föstudegi til mánudags! Baldur svaf allan laugardaginn á meðan ég bakaði og eldaði og svo svaf ég allan sunnudaginn á meðan hann lærði. Ansi hresst par hér á ferð!

Svaka fínt bakkelsi. Skúffukaka og Heilsubrauð :)

Um daginn vorum við að vaska upp, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að Baldur segir „veistu hvað mig langar ótrúlega mikið í núna?“ ég vissi ekki alveg hverju ég átti að búast við og sagði því nei. Þá kom það. „bingókúlur“ og þá var ekki aftur snúið. Mig langaði þá skyndilega í Draum og Baldur skipti þá um skoðun og langaði í Rís. Eða Subway. Svona gekk þetta áfram heillengi. Að lokum sættum við okkur þó við það að við gætum bara fengið okkur þetta allt saman í jólafríinu!

Jæja ég held ég fari nú annars að enda þetta blogg. Ég verð þó að gera eitt fyrst. Kenna lesendum á það að kommenta hér hjá okkur. Alla síðustu viku vorum við ansi niðurdregin þegar við minntumst á bloggið okkar því að það var bara enginn búinn að kommenta. Við sem blogguðum svo fína færslu síðast. En svo í gær fengum við símatal frá mömmu og hún sagði okkur að það væri bara ekkert hægt að kommenta! Þannig að núna erum við búin að laga það og ég ætla að kenna ykkur á þetta.

1. Lesið bloggfærsluna
2. Fyrir neðan bloggfærsluna, í hægra horninu er svo hnappur sem stendur á annað hvort 0 comments (eða 1,2,3,4,5 comments, allt eftir því hvort einhver sé búinn að kommenta). Ýtið á þennan hnapp.
3. Skrifið það sem ykkur liggur á hjarta í stærsta gluggann á síðunni sem kemur nú upp.
4. Veljið svo valmöguleikann sem heitir „Name/URL“
5. Skrifið nafnið ykkar í gluggann sem þá kemur upp.
6. Ýtið á hnappinn sem stendur á „publish your comment“ (appelsínugula hnappinn)

Ég hvet alla til að prufa núna að kommenta og sjá hvort þetta virki :)

Á morgun verð ég svo í fríi frá skólanum og ætla að leyfa húsmóðurinni í mér að blómstra. Baka og þrífa og svona :) á föstudaginn fer Baldur í sína fyrstu „vettvangsferð“ þar sem hann fer að heimsækja fyrirtæki hér í borginni sem þau í bekknum hans voru að hanna merki fyrir. Annars er ekkert sérstakt á döfinni, en þið fáið eflaust að frétta það um leið og það gerist :)

Jæja þá er þetta LANGA blogg (loksins) á enda. Við þurfum varla að taka það fram hversu mikið við söknum fjölskyldanna okkar og vina. Að því leytinu til getum við ekki beðið eftir jólafríinu! Það er ekkert smá erfitt að vera án ykkar svona lengi! Þess vegna hvetjum við alla til að láta í sér heyra, hvort sem það er hér í kommentum eða e-maili eða símtali. Það er alltaf gaman að fá fréttir af ykkur.

Kossar og knús frá Aalborg,
Baldur og Guðrún

smá blogg

hæ!

okkur barst áðan kvörtun varðandi kommentakerfið hjá okkur. við erum að reyna að laga það, erum bara ekki nógu miklir tölvunördar til þess greinilega :( en við erum að reyna og reyna, ég lofa! ef þið þurfið að segja okkur eitthvað nauðsynlegt þá getið þíð auðvitað sent okkur e-mail. (megið auðvitað senda okkur línu bara okkur og ykkur til skemmtunar. það er alltaf gaman að heyra fréttir af fólkinu okkar)

Guðrún: gudrunmagnusd@gmail.com

Baldur: baldurjon@gmail.com

betra og ítarlegra blogg á morgun !

kv. Baldur og Guðrún

Monday, September 8, 2008

Góða kvöldið!

Þá er fyrsti matarklúbburinn okkar á enda! Við mættum á slaginu 7 í „fælleshuset“ sem er samkomustaðurinn hér í húsaröðinni. Á boðstólnum voru kjúklingabringur, fylltar með pestói, tómötum og osti, hrísgrjón og karrýsósa. Í eftirrétt fengum við svo ekta danskar „æbleskiver“ sem hafa greinilega ekkert með epli að gera! Þetta var mjög notalegt og að sama skapi erfitt því það voru jú bara danir þarna sem voru að slúðra um helgina. Á dönsku. Við vorum nú samt ekkert útá túni, skildum alveg slatta sem er bara nokkuð gott!

Í dag lentum við nú í smá hasar. Áttum að borga leiguna í síðasta lagi í dag og tókum strætó niður í bæ stundvíslega kl. 3 og töldum okkur hafa nægan tíma. Fórum svo og tókum út pening og fórum inní bankann og þar kom í ljós að við (eða aðallega bókhaldarinn ég) höfðum gleymt reikningnum heima! Og nú voru góð ráð dýr! Ef við borgum leiguna eftir síðasta gjalddaga bætast 700 krónur ofan á leiguna sem er asskoti mikill peningur fyrir fátæka námsmenn í útlöndum. Bankinn lokaði kl. 4 og það tæki okkur að minnsta kosti tuttugu mínútur að fara aftur heim og annað eins að fara aftur niður í bæ! Klukkan var 15:20 og við röltum í örvæntingu okkar að næstu strætóstoppistöð og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að panta leigubíl, það hefði í alvöru borgað sig! EEEn hvað haldiði að hafi þá gerst? Hvern sjáum við annan en strætó koma keyrandi, við tókum á sprett og náðum strætónum. Þegar við komum á endastöð hlupum við heim til okkar, náðum í reikninginn, settumst á hjólin okkar og hjóluðum og hjóluðum og hjóluðum. Vanalega tekur það hálftíma að hjóla niður í bæ en ég sver það, við tókum þetta á svona... korteri! Rifumst smá á leiðinni, ég nenni ekki að rifja það upp! Svo mættum við PUNGsveitt í bankann og náðum að borga leiguna! Hjúkket! Nutum þess svo að hjóla rólega aftur heim :) En við lærðum bara á þessu öllu saman og það sem við lærðum var:
· Vera vakandi fyrir því hvað þarf að taka með þegar farið er niður í bæ
· Borga leiguna eins fljótt og maður getur, ekki draga það fram á síðasta dag
· Vera góð við hvort annað og ekki rífast yfir smámunum :)

Það var heldur betur brjálað að gera hjá okkur um helgina. Á föstudaginn fórum við í partý í skólanum hans Baldurs, sem var ekkert spes, það kostaði 50 krónur inn (á mann) og það var ekkert í boði nema nokkrar saltstangir og dönsk tónlist (við erum þá að tala um Kim Larsen og Sjúbidua, ekkert rosalega spennandi). Enduðum í bænum, dansandi Grease-dansa með bekkjarfélögum Baldurs og það var bara ansi gaman. Daginn eftir var svo afmælisveisla hjá Katrine (kokkafélaga okkar Baldurs, sjá neðar) sem býr hér í nágrenninu. Við ætluðum okkur nú ekkert að fara en um klukkan 11 var dinglað hjá okkur og þá var fólkið úr partýinu mætt og skipuðu okkur að koma í partýið! Við létum undan og skemmtum okkur konunglega langt fram á nótt! Daginn eftir var ekki svo gaman, Baldur var „veikur“ allan daginn, aumingjans kallinn!

Baldur er nánast kominn á fullt í skólanum og kemur heim dag eftir dag með svip á andlitinu sem segir „sjitturinn, ég er í sjokki“. Hann verður meir a og meira var við það að það er meira en að segja það að vera í háskóla! Alvaran er sem sé að færast yfir hjá honum kallinum en ég veit að hann á eftir að rúlla þessu upp.

Á morgun fer ég í svo í stöðupróf í skólanum og ég verð að segja að ég er bara nokkuð spennt! En að sama skapi eilítið stressuð og þegar ég er stressuð gengur mér oft verr en mér ætti að ganga. Og vitandi það þá verð ég ennþá stressaðri.. plús það að mér líður núna eins og ég sé að veikjast og það er ekki nógu gott að vera lasin í svona prófi..! Ó guð, ég held ég hætti að blogga og fari að lesa orðabók eða eitthvað slíkt!!

Allavega, hugsið fallega til mín á morgun kl. 10:15 á staðartíma (8:15 á Íslandinu góða) plís og hafið það gott!!

p.s. ég og Baldur eigum ásamt Katrine nágranna að elda eftir 2 vikur og Katrine kom með þá uppástungu að við kæmum með uppskrift að einhverjum rosa góðum íslenskum rétti. Ekki viljum við neyða aumingjans Danina til að borða slátur (og ekki nenni ég að taka slátur, ó nei) eða svið eða hákarl. Þess vegna vil ég endilega biðja ykkur, elsku fjölskylda og vinir að endilega koma með hugmynd að einhverju sem gerir Danina æsta í að verða Íslendingar. Helst eitthvað sem tekur ekki 2 daga að elda og eitthvað sem gæti verið mjög svona, internasjonal, á bragðið. Takk takk :)

Friday, September 5, 2008

Jæja.. er ekki komið að því að ég Baldur Jón Kristjánsson skrifi nokkur orð á þessa upplýsingarhraðbraut. Núna er klukkan átta um kvöld og Guðrún var að enda við það að sletta rjóma yfir allt lyklaborðið mitt, mér til mikillar gleði því það var löngu komið að því að taka alla takkana úr lyklaborðinu og þrífa það hátt og lágt....

... en já það er allt að verða vitlaust hérna hjá okkur í Álaborginni góðu. Við vorum þvinguð í matarklúbb en þau verður gaman að sjá þegar þau uppgötva að ég kann ekki neitt í eldhúsinu.. bíð spenntur eftir því, svo erum við að fara í skólapartý núna á eftir þar sem þakið á eftir að rifna af húsinu. Á morgun ætlum við síðan að sýna dönunum hvernig á að halda fyrirpartý með því að bjóða þeim hingað í 334A og blasta ravetónlist, dansa á borðum og kasta grjót í glermuni...
Bootcampcollegi okkar er síðan hérna í Álaborg og ætlar að taka okkur og aðra í tíma tvisvar í viku þannig að það verður spennandi að sjá hvar maður stendur eftir mánaðar bootcamp pásu...

... bless í bili....

Tuesday, September 2, 2008

Góða kvöldið!

Héðan frá Danmörku er allt gott að frétta. Baldur er bara kominn á fullt í skólanum, byrjaður að gera verkefni og allt! Ég er búin að fá bréf frá mínum skóla og fer í stöðupróf í dönsku þriðjudaginn 9. September. Það verður spennandi að sjá hvar ég stend í dönskunni og að sjálfsögðu spennandi að vita hvenær ég byrja og sjá stundaskrána.

Á laugardaginn síðasta fórum við svo í gallafest með fólkinu sem býr hér í byggingunni okkar. Það var rosa skemmtilegt, allir rosa fínir, rosa fínn matur og ekkert smá mikið af áfengi flæðandi! Það var dregið um sæti og þá stóð mér nú ekki alveg á sama, var ekkert rosa spennt að lenda kannski hjá einhverju fúlu fólki sem ekkert var hægt að tala við! En sem betur fer lentum við Baldur nálægt hvoru öðru, það var einn á milli okkar! Við kynntumst fólkinu smá og spjölluðum alveg helling. Ótrúlega skrýtið að þurfa að tala ensku stanslaust heilt kvöld! En það er bara eitthvað sem við þurfum að venjast og kemur örugglega með tímanum. Svo þegar líða fór á kvöldið fór maður að prófa sig áfram í dönskunni, með alveg ágætum árangri :) Svo daginn eftir var dinglað hjá okkur! Við vorum alveg steinhissa, enda hefur ekki verið dinglað hjá okkur síðan mamma, pabbi og amma voru með okkur! En þá var það strákur sem sat við borðið hjá okkur og var að bjóða okkur að vera með í matarklúbbi sem er haldinn á hverju mánudagskvöldi. Rosa spennandi!

Fyrr um daginn fórum við í svokallað „friluftsbad“ sem er eiginlega bara garður með vatni í sem hægt er að synda í. Þar er t.d. 10 metra stökkpallur! Við fórum s.s. þangað með nesti og sundföt og fórum að synda, nema hvað, vatnið var ekkert smáá kalt! Það tók alveg þvílíkt langan tíma að mana sig lengra og lengra ofaní! En það vandist þó þegar við skelltum okkur alveg útí. Svo fórum við á stökkpall, ekki þó þennan 10 metra, heldur svona.. hálfs metra háan! Algjörir kjúklingar! En næsta sumar förum við pottþétt á þennan 10 metra. (þetta var síðasta helgin sem þessi garður var opinn, svo opnar hann bara í maí eða júní á næsta ári)

En á næstunni er svo bara skóli hjá Baldri, stöðupróf hjá mér og partý í skólanum hans á föstudaginn. Að sjálfsögðu ætlum við að fara í það :) Það er líka heldur betur byrjað að hausta hér. Í dag var rosa rok hér og laufblöðin hrundu af trjánum. Það er þó ennþá frekar heitt á daginn en jafnframt rigning og raki þannig að maður er enn sveittur á efrivörinni allan daginn!

Jæja, þá er komið nóg í bili! Þangað til næst,

BÆ!

p.s. minni á myndasíðuna okkar, var að setja inn nýjar myndir frá helginni :) --> http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/sets/72157607078118705/

Tuesday, August 26, 2008

Hvað er að frétta?

Halló halló!!

Jæja þá er Baldur byrjaður í skólanum! Í gær fór hann í ferð með skólanum, var yfir nótt og kynntist fullt af fólki. Þetta var svona samþjöppunarferð og einnig gafst fólki kostur á því að fylla út ýmsa pappíra, t.d. skrá sig inn í landið og þannig, en okkar maður var búinn að því, kominn með fína kennitölu: 220283-3333! Hversu auðveld og góð kennitala!? Jæja hvað um það, þá spilaði kallinn líka smá körfubolta og tókst að togna frekar illa á ökklanum . hann er alveg stokkbólginn og er rosa illt og er búinn að vera að bryðja íbúfen síðan hann kom haltrandi heim! Aumingjans kallinn. En svo fer restin af þessari viku bara í það að fá námsáætlanir og fara á kynningar hjá honum og svo í næstu viku byrjar þetta af fullri alvöru. Í ferðinni var hann í herbergi með 3 strákum, einum Norsara, einum Litháa og einum Dana sem hann var mikið að meta og þeir náðu vel saman. Með honum á international-línunni eru allra þjóða kvikindi, mest Litháar og Pólverjar. Það verður gaman að kynnast þessu fólki :)

Af mér er fátt að frétta, ég er búin að sækja um í dönskuskólanum, gat ekki gert það fyrr en ég fékk kennitölu. Núna er ég bara að bíða eftir fundarboði frá skólanum þar sem ég á að mæta í viðtal og fara í stöðupróf. Þetta er greinilega alveg alvöru skóli, ég fer í próf og gæti endað með skjal sem staðfestir það að ég get stundað hvernig nám sem er á dönsku! S.s. að ég sé nánast altalandi í dönsku. Og að sjálfsögðu stefni ég ótrauð á það!

Á laugardaginn verður svo svakalegt fjör hér í húsinu okkar, það verður galapartý fyrir alla sem búa hér í húsinu. Það verður 3 rétta máltíð á boðstólnum og „diverse våde varer hele natten“! þetta verður haldið í nokkurs konar samkomuhúsi hér í næsta húsi. Mjög sniðugt þetta samkomuhús, maður getur leigt það fyrir 100 kr. Á sólarhring. Mjög sniðugt ef maður vill halda partý eða veislu eða eitthvað. Spurning um að einhverjir hópi sig saman, komi í heimsókn og við getum haldið partý!! Hehehe...

En jæja, þá þarf einhver að fara að elda og varla gerir halti maðurinn það ;)

Þangað til næst

Monday, August 18, 2008

Ferðasagan!

Jæja þá er komið internet í húsið og tími til kominn að segja forvitnum ferðasöguna!

Við sem sagt lögðum af stað kl. 5 þann 7. Ágúst úr Birtingakvíslinni. Leiðin lá út á flugvöll og þaðan var flogið til Köben. Gaman (?) að segja frá því að vegna kreppunnar ákvað Iceland Express að þjappa í minni vél en venjulega express vél sem eru MJÖG þröngar. Þá kom það í ljós að við Baldur sem pöntuðum aukið fótarými (og borguðum fyrir það) fengum ekki sæti með auknu fótarými og GVU hvað Balli funk varð pirraður! En sem betur fer reddaðist það. Þá lentum við í Köben, fengum okkur Burger King og fórum svo í lestina. Við tók 5 1/5 tíma lestarferð, með töf og notalegheitum. Loksins komumst við svo til Aalborg á Zleep hotel, tékkuðum okkur inn og fórum út að borða.
Föstudagurinn rann upp sólríkur og fagur og við fengum okkur morgunmat. Eftir það fórum við baldur með taxa að okkar nýja heimili, tókum við lyklum og skoðuðum herlegheitin. Náðum svo í pabba gamla uppá hótel og tókum strætó niður í bæ og leigðum bíl. Við tók ansi skrautleg ferð með mistökum og hlátri, svo náðum við í mömmu og ömmu, fórum í búð og keyptum: hreinsiefni, ryksugu, skúringagræjur, klósettpappír og tuskur. Svo var þrifið og þrifið. Við áttum að fá alla kassana okkar á föstudeginum en vegna misskilnings og heimsku (ekki okkar) fengum við ekki dótið. Ég fór og borgaði leiguna og við fórum í rúmfatalagerinnn til að finna eitthvað að sofa á í 3 nætur fyrst dótið okkar kom ekki.
Á laugardeginum var ferðinni heitið hvorki meira né minna en í Århus til að fara á deit við IKEA! Eftir smá vesen við að komast út á hraðbrautina og rugling enduðum við þó á réttum stað. Keyrðum inn á bílastæði fullt af fólki sem var að troða dóti í bílana sína sem einfaldlega passaði ekki í bílana, hlógum að fólkinu og fórum inn. Misstum okkur aðeins og enduðum þar af leiðandi nákvæmlega eins og fólkið sem við hlógum að. Karma beibí, karma! Keyrðum svo heim, settum saman borð, stóla og fleira og svo fórum við Baldur að sofa á yndislegu vindsænginni okkar.
Sunnudagurinn var viðburðarlítill, mamma, pabbi og amma keyrðu eitthvert lengst, næstum því til Þýskalands til að heimsækja vinafólk, og við Baldur vorum bara slök, tókum eina netta bootcamp æfingu og slöppuðum af. Um kvöldið komu svo ferðalangarnir til baka og við fórum öll út að borða. Við Baldur vorum búin að svelta allan daginn (bara búin að borða rúgbrauð og leverpostej, getið ímyndað ykkur prumpi prump) og því var tekið hraustlega til matar.
Mánudagurinn var viðburðarríkur dagur. Við fengum „búslóðina“ okkar, rúmið og keyptum sófa. Við sóttum um kennitölu sem var mun auðveldara en við var búist. Þegar Baldur og pabbi voru að setja rúmið saman, kom í ljós að það vantaði rimla í botninn á rúminu og því var ekkert annað í stöðunni en að bruna til Århus og redda því. IKEA beið okkar á sínum stað og enn og aftur misstum við okkur. Þó ekki jafn mikið og síðast og því höfðum við efni á að hlæja að fólkinu sem var í ruglinu á bílastæðunum. Fyrsta máltíðin í nýju íbúðinni var svo borðuð um kvöldið, ljós sett upp og bjór drukkinn.
Á þriðjudeginum rættust óskir mömmu og ömmu og við fórum í H&M. Í fyrsta skiptið á ævinni var ég róleg inní þeirri búð og Baldur var ekkert smá stoltur af mér! Ég hefði auðvitað getað misst mig en ég hugsaði bara „ég get farið hingað HVENÆR sem er og keypt HVAÐ sem er!“ hversu nice er það? Svo elduðum við (eða aðallega mamma og amma, takk dúllur) og spjölluðum smá. Nýttum pabba dúll í síðasta skiptið, settum upp myndir og slíkt og svo var bara komin nótt!
Á miðvikudegi var upp runnin kveðjustundin. Það var ekkert smá erfitt að kveðja elsku mömmu, pabba og ömmu. En við lifðum það þó af og við Balli fórum á bibliotek og blogguðum síðustu færslu! Síðan þá erum við búin að vesenast SJÚKLEGA mikið, kaupa sjónvarp, fá internetið, halda innflutningspartý og drekka bjór. Og hey ekki má gleyma: HJÓLA! Við erum búin að hjóla SVO mikið, en það er samt ekkert mál því það eru nánast engar brekkur hér. Tekur svona smá í stundum en annars er þetta ekkert biggy. Bara rosa kósý. Um daginn þegar Danmörk-Ísland var (handboltaleikurinn á Ólympíuleikunum) fórum við niður í bæ, settumst inná pöbb, fengum okkur bjór og horfðum á leikinn. Undir það síðasta, þegar leikurinn var sem mest spennandi vorum við eins og kjánar, hvetjandi „vitlaust“ lið! Klöppuðum og hrópuðum „JÁ SVONA STRÁKAR“ þegar hinir voru bölvandi.
Hefðuð líka átt að sjá okkur áðan, tókum strætó yfir hálfan bæinn með 26“ sjónvarp, dvd tæki og matarpoka. Vorum vægast sagt eins og kjánar!

Já, svona er fyrsta 1 og ½ vikan okkar hér í Danaveldi búin að vera, ansi fínn og viðburðarríkur tími. Í næstu viku byrjar Baldur í skólanum og þá kemur rútínan inní þetta. Ég vil bara endilega hvetja ykkur til að hringja í okkur eða msn-a eða tala við okkur á skype (baldur17 og gudrunmagnusdottir). Það er alltaf gott að heyra kunnulegar raddir :)
Þangað til næst,
Hejhej!!

p.s. hér er myndasíðan okkar:
http://www.flickr.com/photos/29690310@N04/ - ferskar og fínar myndir!!

Wednesday, August 13, 2008

Fyrsta bloggid i utløndum

Heil og sæl!

her sitjum vid baldur a biblioteki (bokasafni) nidri midbæ, pungsveitt eftir ad hafa hjolad i fyrsta skiptid i danmørku! tad er ekkert sma stressandi, madur er hjolandi eins og kjani a gøtunni med bilunum, fer yfir eins og bilarnir a umferdarljosum (eg for yfir a raudu adan :S) og stræto sleikir a manni eyrad tegar hann keyrir framhja! allavegana, vid erum buin ad koma okkur ansi vel fyrir med hjalp skula rafvirkja og landslidsins i trifum! (pabbi, amma og mamma!) ibudin er mjøg fin, rosa kruttleg og kosy. vid erum buin ad fara 2 sinnum i ikea i århus og missa okkur tar, t.d. er svefnherbergid okkar eins og klippt utur ikea bæklingi. Vid erum komin med simanumer sem allir mega endilega hringja i. Baldur: (0045) 21 55 83 19 Gudrun: (0045) 21 55 83 18. svaka fint! vid segjum betri og lengri ferdasøgu tegar vid verdum komin med netid heim til okkar og latum fylgja med myndir. tad er heldur betur buid ad taka helling af teim!

venlig hilsen,
Baldur og Gudrun de danske mannesker ja!

Thursday, August 7, 2008

Smá spennublogg á lokasprettinum!!

Ji minn hvað ég er orðin spennt. Nú sit ég, alveg tilbúin til að fara, og bíð eftir að mínúturnar líði. Allt er tilbúið, Baldur búinn að fara í sturtu og allt!! Klukkan er núna 00:17 og brottför er kl. 04:40! Ekkert smá stutt í þetta!! Við erum með ótrúlega margar töskur og FULLT í handfarangri, gítar, tölvur og bara det hele! Við verðum heldur betur skrautleg, skjögrandi um allt hlaðin töskum og dóti. Leiðinlegt samt að það spáir rigningu nánast alla fyrstu vikuna. En við látum það ekkert á okkur fá :)

Jæja, ég ætla að reyna að leggja mig smá, á samt pottþétt ekkert eftir að getað sofnað :)

Bless!
Guðrún

Tuesday, July 29, 2008

Förum í næstu viku!

Jæja þá fer stóri dagurinn að renna upp, 7. ágúst er í næstu viku! Það er mikil spenna í fólki og jafnvel smá stress líka. En við erum bara að bíða eftir að fara sko, það er allt tilbúið, búin að senda dótið okkar og svona. Herbergið mitt er ekkert smá tómt núna! En kveðjupartýið var um síðustu helgi og heppnaðist ekkert smá vel. Allir voru voða kátir, glaðir og fullir! Húsið var ekkert rosalega skítugt eftir það, þurftum bara að skúra smá :) En það var ekkert smá gaman að hitta nánast ALLA vini okkar á einu kvöldi! Það var æðislegt :) Það er leiðinlegast að þurfa að fara frá þeim.. en við hittumst vonandi um jólin þegar við komum heim! nú eða einhverjir geta kíkt í heimsókn ;)

En verslunarmannahelgin á næsta leyti og allt að verða vitlaust. Ætli við verðum ekki bara heima í bænum síðustu helgina okkar á landinu og njótum Reykjavíkur og nágrennis :) Kveðjum þá sem kveðja þarf og svona.. 

en jæja, nú þarf ég að skunda og vesenast smá :) Við látum vita af okkur þegar við verðum komin út og komin í internetsamband!

BÆBÆ,
Guðrún

Saturday, June 28, 2008

39 dagar til stefnu..!

Veriði sæl og velkomin á bloggið okkar, Baldurs og Guðrúnar!

Við erum að flytja til Álaborgar í Danmörku þann 7. ágúst næstkomandi og það er að mörgu að huga. Við erum búin að fá íbúð og búin að borga tryggingu og leigu fyrir fyrsta mánuðinn! Þetta er allt svo megaspennandi sko, ég er að springa úr spennu :) Vorum áðan í Ikea að skoða okkur um, erum búin að finna rúm sem okkur líst vel á en vandinn er sá að það er ekkert Ikea í Álaborg, heldur bara í Arhus sem er í 2 klukkustunda fjarlægð! Og nú þurfum við að finna leið til að koma rúminu á áfangastað! Það heppnast vonandi alveg ágætlega, mamma, pabbi og amma Bára ætla að koma með okkur og þau eru nú ansi reynd í svona flutningaveseni og ég vona að þau geti nú hjálpað okkur! Næsta mál á dagskrá er að reyna að ná á the landlord til að láta hann vita að við komum ekki 1.júlí (við eigum að fá afhenta lyklana þá en við mætum ekki á svæðið fyrr en 7. ágúst..) heldur svona mánuði seinna. Ég reyndi að hringja í hann í gær en það kom bara símsvari, frekar súrt. Skrifstofutíminn hans er frá 7:00-7:15 og símatíminn frá 10:00-10:30! Greinilega mjög bissí maður þar á ferð!

En svo eru 27 dagar í kveðjupartýið okkar sem verður s.s. þann 25. júlí, svaka stuð! Þá verður fyrsta fylleríið í sumar þar sem við höfum ekki drukkið síðan á hvítasunnunni! við erum að missa okkur í Bootcamp, erum búin að skipta um lífsstíl og svona! orðin rosa holl og hrein. Hætt að drekka, bara nammi á laugardögum, hreyfum okkur rosa mikið, förum út að hjóla og hlaupa og í sund á FULLU. Ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í Danmörku. Erum bæði búin að grennast helling og bara orðin miklu hressari og orkumeiri en við vorum. Mæli með þessu ;)

jæja, þá er fyrsta bloggið að klárast, ég hef voða fátt að segja. Þetta blogg er aðallega hugsað til að leyfa fólkinu heima að fylgjast með okkur þegar við verðum flutt, en það er líka gaman að blogga um undirbúninginn :)

Þangað til næst,
Guðrún