Monday, December 15, 2008

Hæhæ!

Við erum hér enn á lífi og höfum það fínt :) skemmtum okkur svaka vel um helgina, fórum á tónleika með Mugison og höfðum það notalegt. Svo er Baldur bara á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jól. Svo eftir 1 viku komum við til Íslands! Það er það eina sem við hugsum um og tölum um á þessum tímapunkti. Spennan er svo mikil! Erum búin að kaupa lestarmiða og allt! Það er eiginlega ekkert eftir að gera nema pakka og það er kannski heldur snemmt að fara að byrja á því núna! Helgin er alveg óákveðin. Ætli við verðum ekki bara hérna heima að velkjast um í tilhlökkun því það fara allir vinir okkar til Íslands 18.desember. þannig að við verðum ein eftir! En ekki lengi samt, sem betur fer! Og svo bíðum við ennþá spennt eftir að Karen systir Baldurs fari að fæða! Hún var sett 9. Desember en barnið hefur ekkert látið sjá sig! En ætli hún verði ekki fædd þegar við komum heim :) En jæja, það er svo sem ekkert að frétta þannig að þetta er nóg í bili :)

Hafið það sem allra allra best!

Kv. Baldur og Guðrún

5 comments:

Anonymous said...

Sjitt sko... Nú er bara orðið megastutt í þetta og ég get varla beðið þessa örfáu daga sem eru eftir... Ég hlakka alltof mikið til :D :D :D En vonandi verður biðin ekki of ströng þótt það sé langt að bíða... (eins og í einhverju jólalagi... hahaha! Biðin er börnunum ströng...)

Anonymous said...

Hæ. Spennan eykst !! Við hlökkum svooo mikið til að fá ykkur heim í jólafrí, getum varla beðið. Hafið það gott elskurnar og ekki springa úr spennu !!
kv
Pabbi M

Kristin Lilja said...

Það verður svo æðislega gaman að fá ykkur heim í jólafrí. Hér er allt á kafi í snjó og jólin að detta í hús innan skamms...

Farið vel með ykkur !:)

kv. Kristín Lilja

Unknown said...

Helgin er svo lengi að líða,
hversu lengi má ég bíða,
fram á þriðjudagskvöld ó,ó,ó!
fram á þriðjudagskvöld.

Unknown said...

Þetta blogg er svo fullt af lygum;)