Héðan frá Danmörku er allt gott að frétta. Baldur er bara kominn á fullt í skólanum, byrjaður að gera verkefni og allt! Ég er búin að fá bréf frá mínum skóla og fer í stöðupróf í dönsku þriðjudaginn 9. September. Það verður spennandi að sjá hvar ég stend í dönskunni og að sjálfsögðu spennandi að vita hvenær ég byrja og sjá stundaskrána.
Á laugardaginn síðasta fórum við svo í gallafest með fólkinu sem býr hér í byggingunni okkar. Það var rosa skemmtilegt, allir rosa fínir, rosa fínn matur og ekkert smá mikið af áfengi flæðandi! Það var dregið um sæti og þá stóð mér nú ekki alveg á sama, var ekkert rosa spennt að lenda kannski hjá einhverju fúlu fólki sem ekkert var hægt að tala við! En sem betur fer lentum við Baldur nálægt hvoru öðru, það var einn á milli okkar! Við kynntumst fólkinu smá og spjölluðum alveg helling. Ótrúlega skrýtið að þurfa að tala ensku stanslaust heilt kvöld! En það er bara eitthvað sem við þurfum að venjast og kemur örugglega með tímanum. Svo þegar líða fór á kvöldið fór maður að prófa sig áfram í dönskunni, með alveg ágætum árangri :) Svo daginn eftir var dinglað hjá okkur! Við vorum alveg steinhissa, enda hefur ekki verið dinglað hjá okkur síðan mamma, pabbi og amma voru með okkur! En þá var það strákur sem sat við borðið hjá okkur og var að bjóða okkur að vera með í matarklúbbi sem er haldinn á hverju mánudagskvöldi. Rosa spennandi!
Fyrr um daginn fórum við í svokallað „friluftsbad“ sem er eiginlega bara garður með vatni í sem hægt er að synda í. Þar er t.d. 10 metra stökkpallur! Við fórum s.s. þangað með nesti og sundföt og fórum að synda, nema hvað, vatnið var ekkert smáá kalt! Það tók alveg þvílíkt langan tíma að mana sig lengra og lengra ofaní! En það vandist þó þegar við skelltum okkur alveg útí. Svo fórum við á stökkpall, ekki þó þennan 10 metra, heldur svona.. hálfs metra háan! Algjörir kjúklingar! En næsta sumar förum við pottþétt á þennan 10 metra. (þetta var síðasta helgin sem þessi garður var opinn, svo opnar hann bara í maí eða júní á næsta ári)
En á næstunni er svo bara skóli hjá Baldri, stöðupróf hjá mér og partý í skólanum hans á föstudaginn. Að sjálfsögðu ætlum við að fara í það :) Það er líka heldur betur byrjað að hausta hér. Í dag var rosa rok hér og laufblöðin hrundu af trjánum. Það er þó ennþá frekar heitt á daginn en jafnframt rigning og raki þannig að maður er enn sveittur á efrivörinni allan daginn!
Jæja, þá er komið nóg í bili! Þangað til næst,
BÆ!
p.s. minni á myndasíðuna okkar, var að setja inn nýjar myndir frá helginni :) --> http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/sets/72157607078118705/
Tuesday, September 2, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Gaman að lesa þetta :) :)
Ég sé ykkur Baldur fyrir mér að stökkva af 10 metra háum stökkpalli. Gugga tekur sinn víðfræga þriggjaslaufu kleinustökk í splitti.. og baldur tekur ferfaldan aftursnúning með afturhandasveiflu..
Ég sakna ykkar :(
Post a Comment