Tuesday, August 26, 2008

Hvað er að frétta?

Halló halló!!

Jæja þá er Baldur byrjaður í skólanum! Í gær fór hann í ferð með skólanum, var yfir nótt og kynntist fullt af fólki. Þetta var svona samþjöppunarferð og einnig gafst fólki kostur á því að fylla út ýmsa pappíra, t.d. skrá sig inn í landið og þannig, en okkar maður var búinn að því, kominn með fína kennitölu: 220283-3333! Hversu auðveld og góð kennitala!? Jæja hvað um það, þá spilaði kallinn líka smá körfubolta og tókst að togna frekar illa á ökklanum . hann er alveg stokkbólginn og er rosa illt og er búinn að vera að bryðja íbúfen síðan hann kom haltrandi heim! Aumingjans kallinn. En svo fer restin af þessari viku bara í það að fá námsáætlanir og fara á kynningar hjá honum og svo í næstu viku byrjar þetta af fullri alvöru. Í ferðinni var hann í herbergi með 3 strákum, einum Norsara, einum Litháa og einum Dana sem hann var mikið að meta og þeir náðu vel saman. Með honum á international-línunni eru allra þjóða kvikindi, mest Litháar og Pólverjar. Það verður gaman að kynnast þessu fólki :)

Af mér er fátt að frétta, ég er búin að sækja um í dönskuskólanum, gat ekki gert það fyrr en ég fékk kennitölu. Núna er ég bara að bíða eftir fundarboði frá skólanum þar sem ég á að mæta í viðtal og fara í stöðupróf. Þetta er greinilega alveg alvöru skóli, ég fer í próf og gæti endað með skjal sem staðfestir það að ég get stundað hvernig nám sem er á dönsku! S.s. að ég sé nánast altalandi í dönsku. Og að sjálfsögðu stefni ég ótrauð á það!

Á laugardaginn verður svo svakalegt fjör hér í húsinu okkar, það verður galapartý fyrir alla sem búa hér í húsinu. Það verður 3 rétta máltíð á boðstólnum og „diverse våde varer hele natten“! þetta verður haldið í nokkurs konar samkomuhúsi hér í næsta húsi. Mjög sniðugt þetta samkomuhús, maður getur leigt það fyrir 100 kr. Á sólarhring. Mjög sniðugt ef maður vill halda partý eða veislu eða eitthvað. Spurning um að einhverjir hópi sig saman, komi í heimsókn og við getum haldið partý!! Hehehe...

En jæja, þá þarf einhver að fara að elda og varla gerir halti maðurinn það ;)

Þangað til næst

2 comments:

Kristin Lilja said...

Lífið ykkar hljómar skemmtilegt!!

Ég hefði sko verið til í að fá lánuð skilríkin hjá baldri ef ég væri yngri en tvítug.. Auðvelt að muna 3333..
Hmm.. góð hugmynd með salinn.. 1000 kr gera 16þús íslenskar sem er ekki uppí nösina á manni ef við erum öll!!
Gott plan..

Björg Torfadóttir said...

Hæ elsku sæta. Ég væri til í galaboð með ykkur skötuhjúum, við plönum bara hópferð til ykkar þegar þið eruð búin að koma ykkur vel fyrir! Ykkar er saknað héðan af klakanum :*

Kærlig hilsen,
Björg