Thursday, August 7, 2008

Smá spennublogg á lokasprettinum!!

Ji minn hvað ég er orðin spennt. Nú sit ég, alveg tilbúin til að fara, og bíð eftir að mínúturnar líði. Allt er tilbúið, Baldur búinn að fara í sturtu og allt!! Klukkan er núna 00:17 og brottför er kl. 04:40! Ekkert smá stutt í þetta!! Við erum með ótrúlega margar töskur og FULLT í handfarangri, gítar, tölvur og bara det hele! Við verðum heldur betur skrautleg, skjögrandi um allt hlaðin töskum og dóti. Leiðinlegt samt að það spáir rigningu nánast alla fyrstu vikuna. En við látum það ekkert á okkur fá :)

Jæja, ég ætla að reyna að leggja mig smá, á samt pottþétt ekkert eftir að getað sofnað :)

Bless!
Guðrún

No comments: