Friday, September 5, 2008

Jæja.. er ekki komið að því að ég Baldur Jón Kristjánsson skrifi nokkur orð á þessa upplýsingarhraðbraut. Núna er klukkan átta um kvöld og Guðrún var að enda við það að sletta rjóma yfir allt lyklaborðið mitt, mér til mikillar gleði því það var löngu komið að því að taka alla takkana úr lyklaborðinu og þrífa það hátt og lágt....

... en já það er allt að verða vitlaust hérna hjá okkur í Álaborginni góðu. Við vorum þvinguð í matarklúbb en þau verður gaman að sjá þegar þau uppgötva að ég kann ekki neitt í eldhúsinu.. bíð spenntur eftir því, svo erum við að fara í skólapartý núna á eftir þar sem þakið á eftir að rifna af húsinu. Á morgun ætlum við síðan að sýna dönunum hvernig á að halda fyrirpartý með því að bjóða þeim hingað í 334A og blasta ravetónlist, dansa á borðum og kasta grjót í glermuni...
Bootcampcollegi okkar er síðan hérna í Álaborg og ætlar að taka okkur og aðra í tíma tvisvar í viku þannig að það verður spennandi að sjá hvar maður stendur eftir mánaðar bootcamp pásu...

... bless í bili....

No comments: