Wednesday, September 24, 2008

Fréttir frá Álaborg!!

Ég vil byrja þessa færslu á því að þakka ykkur fyrir öll kommentin! Vá þau bara hrynja inn! Í hvert skipti sem ég kíki á síðuna er komið nýtt komment, æðislegt. Endilega haldið áfram svona. Gaman líka að fá komment frá fólki sem er að stíga sín fyrstu spor í þessum bransa :) æj þetta er eiginlega bara allt frábært :) en mig langar að biðja mömmur og pabba og ömmur og afa og fólk sem er tvennt af að segja nöfnin sín líka. T.d. „Drífa mamma“ eða „Ásta mamma“ því við vitum stundum ekkert hver er hvað :) þið eruð samt alveg frábærar báðar mömmurnar!

Af okkur er annars allt fínt að frétta, við höfum það bara fínt hér í Álaborginni fyrir utan leiðindafréttir á hverjum degi af andsk***** íslensku krónunni. Ekki gott fyrir okkur (samt eiginlega bara slæmt fyrir alla) að hún sé svona há. Allur peningurinn okkar er náttúrulega inná íslenskum bankareikningum og hann rýrnar alveg gífurlega! Við verðum bara að bíða með það að taka pening út úr hraðbanka þar til þetta lækkar.. sem verður vonandi bráðlega því annars sveltum við! Hehe neinei ég segi nú bara svona, við reddum okkur, ekki hafa áhyggjur :)

Um síðustu helgi var heldur betur húllumhæ! Fórum í grillveislu hjá Íslendingafélaginu hér í Álaborg á laugardaginn og hittum fullt af Íslendingum. Það var fín stemmning þar en þegar kvölda fór færðum við okkur um set. Hún Sara (bootcamp þjálfari) ákvað að halda partý fyrir unga fólkið og það var heldur betur vel mætt í það. Hún býr niðrí miðbæ og vegna þess hve sparsöm við Baldur erum ákváðum við að hjóla bara niðrí bæ. Það tekur svona.. 20-30 mínútur. En það var ekki aðal málið. Það er auðvitað harðbannað að hjóla þegar maður er með smá bjór í maganum! En við létum það ekki stoppa okkur, fengum okkur bara vatnssopa og tyggjó og hjóluðum ótrauð í partýið! Svo þegar partýið var búið (um 4) hjóluðum við bara aftur heim! Svona er maður farinn að vera sparsamur hér í Danmörkinni :) hehe..

Á mánudaginn var svo komið að okkur að elda í matarklúbbnum. Það gekk bara ágætlega verð ég að segja, elduðum kínverskan kjúklingarétt með grjónum og grænmeti. Svo í eftirmat var ís. Svaka fínt! Rétturinn féll bara frekar vel í kramið hjá öllum, allavegana fór enginn út með fýlusvip. Sem er ágætt.

Framundan er svo bara skóli, skóli, skóli og partý á laugardaginn (brjálað að gera í samkvæmislífinu!) Svo er afmæli í næstu viku og það styttist líka óðfluga í að við fáum fyrsta gestinn okkar frá Íslandi! Það má því segja að það séu spennandi tímar framundan, ó já.

Höfum það bara stutt í þetta sinn, það er bara því miður fá svo fáu að segja :)

Biðjum að heilsa öllum og hafið það gott, elskurnar okkar.

Kær kveðja,
Baldur og Guðrún

5 comments:

Anonymous said...

Hæ elskurnar mínar gaman að heyra af ykkur haldið áfram að skrifa svona skemmtilegt,

Bestu kveðjur Drífa mamma og amma Bára

Anonymous said...

Oh, ég dýrka ykkur!!!!! Ég verð að hætta að spá í þessari heimsókn því annars fæ ég magasár af spenningi! Hahahaha :D Love ya :*

Anonymous said...

Hæ hæ krúttin mín:) sendi ykkur kiss og knús.Love you

Anonymous said...

Sorry veit ekki alveg hvað gerðist en þetta er ekki anonymous heldur Ásta mamma

Anonymous said...

Hæ!
Gaman að fylgjast með ykkur gullin mín - þið eruð yndisleg :)
Mig vantar sárlega að ná "persónulegu" sambandi við ykkur - hagur buddunnar gæti vænkast ef þið sendið mér línu á lilja@gsnb.is!!!
Bestu kveðjur úr Ólafsvíkinni og haltu áfram að skrifa Guðrún mín - fullt af fólki á öllum aldri að fylgjast með blogginu þínu ;)