Héðan í Álaborg er allt við það sama. Allt gengur bara vel (fyrir utan það að þegar þetta er skrifað þá er danska krónan komin í 20,5) og allir eru hressir. Fengum reyndar einhvern smá skít síðasta föstudag, Baldur fór ekki í skólann og við fórum ekki á æfingu. En það var þó horfið daginn eftir og við skelltum okkur þá í partý.
Í gær var svo heldur betur hátíð í bæ. Þannig er mál með vexti að fótboltalið borgarinnar, AaB, var að keppa á móti engum öðrum en Manchester United! Og það í Álaborginni! Allan mánudaginn og allan þriðjudaginn var borgin skreytt í rauðu og hvítu (það eru litir AaB liðsins) og það var enginn smá mannfjöldi í bænum. Það komu fullt af Bretum í bæinn og auðvitað United liðið sjálft. Það var mannþröng fyrir utan hótelið þeirra þegar ég hjólaði þar framhjá á leið minni í skólann á þriðjudaginn. Allir að vonast til að koma auga á stjörnurnar. Svo á þriðjudagskvöldið var stóra stundin upprunnin. Þar sem það fengu mjög fáir miða á leikinn var slegið upp risaskjá á Gammeltorv og þar var sko heldur betur mannfjöldi. Allir rosalega íþróttamannslegir, drekkandi bjór og með rettu í munninum. En við létum það nú alveg vera, vorum nýkomin af BootCamp æfingu og fannst það heldur skrýtið að drekka bjór eftir átökin. En leikurinn endaði ekki vel fyrir AaB liðið, 3-0 fyrir United! Það voru ansi blendnar tilfinningar í gangi þegar við vorum að horfa á leikinn, Baldur er náttúrulega mikill United maður, en samt kunni hann ekki alveg við að fagna þegar þeir skoruðu! Ótrúlegt en satt þá var ég bara ansi stolt af AaB liðinu, þótt ég hafi einungis búið hér í tæplega 2 mánuði þá fannst mér eins og ég hefði verið stuðningsmaður alla mína ævi :)
Múgur og margmenni að horfa á leikinn
Við vorum að velta fyrir okkur að stofna sjóð, Börnin heim. Tilgangurinn með þeim sjóði er að koma börnunum (okkur) heim um jólin með því að fá styrki frá ýmsum. Nú er hart í ári og ansi erfitt að finna til pening til að eyða í flugfar, en það er vafalaust þannig hjá flestum þannig að ætli þessi sjóður falli ekki bara um sjálfan sig :) Við reddum okkur nú samt, þið munið vafalaust langflest, ef ekki öll, sjá okkur um jólin. Pælingin er að lenda á klakanum 23. Des og fara heim aftur 4. Jan þannig að við höfum alveg heila 12 daga til að trylla lýðinn á Íslandi! Það verður ekkert smá gott að sjá alla aftur og suma í fyrsta skiptið því Karen (systir Baldurs og vinkona Guðrúnar) á von á sér í desember! Við erum ekkert smá spennt að sjá litlu stelpuna :)
Annars er daglegt líf hér á Sigrid Undsets Vej er bara ansi ljúft. Baldur fer í skólann yfirleitt um 8, hjólar í skólann og er rosalega duglegur. Ég þarf að mæta hálf 1, get því kúrað til svona 10- hálf 11, sem er ansi ljúft. Svo komum við hérna heim um 4 og liggjum í tölvunum og bókunum, förum á bootcamp æfingu og eldum kvöldmat. Um helgar er það svo komið upp í vana að baka köku (því það er nammidagur ) og fara í partý. Svo reynum við (eða aðallega ég ;) ) að þrífa hérna og þvo þvott svona annað slagið. Þannig að á heildina litið lifum við ansi ljúfu lífi.
Danskur heimalærdómur

Baldur að lesa markaðsfræði

Hver sagði að á tveggja manna heimili væri lítið um þvott?

Baldur sveittur að horfa á Heroes á meðan ég brýt saman þvott og þríf klósettið
Framundan er svo bara afmæli á morgun, út að borða í því tilefni á föstudaginn, Íslendingapartý á laugardaginn og svo bara notalegheit. Svo eru í dag einungis 2 vikur í að Sunneva komi í heimsókn! Það er smá spenna í loftinu varðandi það :)
Ef einhver vill hringja í mig á morgun (og ég vona að það verði sem flestir :) ) þá ráðlegg ég ykkur að hringja ekki fyrr en eftir 19:00 (að íslenskum tíma) því það er skóli og bootcamp og svona. Já og símanúmerið er: 0045 21 55 83 18 :)
Jæja eigum við ekki að láta þetta gott heita í bili? Júúú :) en þó, eitt enn, við vorum að setja inn fullt af myndum og þær getið þið séð hér: http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/
Biðjum kærlega að heilsa öllum heima og hafið það sem allra best í kreppunni
Baldur og Guðrún.
7 comments:
Dúlla dúlla dúlla...
Til hamingju með pabba í gær (nú á dönskum tíma) og til hamingju með þig í dag.
Gaman að fylgjast með ykkur turtildúfunum í Danaveldi ;)
Guð gefi ykkur styrk við fráfall ömmu þinnar gullið mitt.
Kveðja úr FH,
Unnur, Hreiðar, Thelma María og Aron Ingi
Hæ honey :D Það er svo gaman að lesa bloggið ykkar :Þ Og já, ég er líka svoooo spennt að koma... jeij! Ég er meira að segja að æfa mig í að hlaupa svo ég verði ekki eins og aaalgjör fáviti þegar ég fer út að hlaupa með ykkur í DK (sem ég á örugglega eftir að gera hvortsemer...). En já, ég er búin að plana leið til að hlaupa á morgun sem er 1,9 km :D Hehe :Þ
Hlakka til að sjá ykkur homies :*
sunz ;D
Hæ elskurnar okkar. Til hamingju með afmælið Guðrún okkar. Það er alveg ný upplifun og ansi skrýtin að þú skulir ekki vera í faðmi okkar á afmælinu þínu, en svona er lífsins gangur.
Gaman að heimasíðunni og myndasíðunni, þið megið alveg uppfæra þær oftar, við erum alltaf svo spennt að skoða þær.
Pabbi og Gummi voru voða ánægðir með United sigurinn, en mömmu alveg sama, enda Poolari!! Gummi er að spá í að ganga í AaB, svo þið getið öll búið saman í kommúnu, það væri meira stuðuð.
Hafið það alltaf sem allra best og gangi ykkur vel. Góða skemmtun um helgina, þið eruð meiru partýljónin!!
Bless, bless. Pabbi (MS, Mamma (DÓ) og Gummi bró.
Elsku Guðrún til hamingju með afmælisdaginn.Risastórt afmælisknús frá öllum í Flúðaselinu.:)
Hæhæ:)
Alltaf æðislegt að lesa bloggið ykkar og skoða myndir :)
IIIInnilega til hamingju með afmælið. Vona að þið gerið eitthvað ofurkósí og skemmtilegt þrátt fyrir alltof hátt gengu og kreppubull.
Ég sakna ykkar eins og alltaf! Hafið það sem best..
hææ til hamingju með afmælið Guðrún mín :)
sana ykkar
bæbæ
Hæ elskurnar mínar!
Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar dúllur!
En Gugga mín aftur innilega til hamingju með afmælið og þið hafið það kósí í kvöld. :)
Pippi skilar afmæliskveðju líka!
Kv, Björg
Post a Comment