Tuesday, September 16, 2008

Fréttir af okkur!

Héðan frá Álaborg er allt gott að frétta. Rúmlega mánuður síðan við komum og loksins erum við að komast almennilega inn í allt. Orðin rólegari í fasi eins og de danske og farin að læra að spara vatnið. Farin að læra almennilega á hjólaumferðina og búin að uppgötva það að þrátt fyrir að gráðurnar hér séu hærri þá er mun kaldara hér. T.d. voru í dag sirka 14 gráður en samt sem áður ííískalt!
Baldur er að brillera í skólanum sínum! Í síðustu viku var keppni um í bekknum hans það hver gæti hannað flottasta nafnspjaldið og hver haldiði að hafi unnið? Hver annar en Baldur Jón! Ég er ekkert smá stolt af kappanum! Svo er hann líka byrjaður í markaðsfræði og communication sem eru fög sem innhalda mörg löng og flókin ensk orð þannig að orðabókin á heimilinu er mikið notuð.

Af mér er það að frétta að ég komst inn í skólann. Munaði samt ekki miklu að ég kæmist ekki inn í hann. Ég fór sem sagt í stöðupróf og talaði við einn kennarann. Hann lét mig skrifa og tala við sig og svo spurði hann bara „hvað ertu að gera hérna?! Þú þarft ekkert á þessu að halda!“ þannig að ég er nánast bara of góð fyrir þennan skóla! Ég var sett í hóp sem er á síðasta stiginu í skólanum og er að læra danska málfræði. Og það enga barnaskólamálfræði. T.d. fyrir daginn í dag var heimavinnan að breyta sagnorðum í nafnorð og lýsingarorð. Ansi snúið á köflum en ég drattaðist í gegnum það :) ég mun líklegast (ef allt gengur vel) útskrifast úr þessum skóla fyrir jól með plagg upp á það að ég kunni nógu góða dönsku til að læra hvað sem er á dönsku. Það er ekkert smá gott! Þá ætti ég auðveldlega að getað farið í hvaða nám sem mig langar í og örugglega auðveldlega fengið vinnu hér. Ekkert nema gott mál! Eina leiðinlega við skólann er að ég er í fríi alla miðvikudaga og er bara í skólanum frá 12:30-15:00. Væri til í að vera á morgnana frekar eeen það þýðir ekki að væla yfir því!

Svo í gær var matarklúbbur númer tvö á dagskrá. Í matinn var heldur betur óhollur matur, kartöflustappa og steikt beikon! Einhver spes danskur réttur. Og í eftirmat var ÍS! Uss slatti af kaloríum þar á ferð! Á næsta mánudag er svo kominn tími til að við sýnum færni okkar í eldhúsinu, spennandi að sjá hvað gerist þar! Já og endilega komið með hugmyndir að einhverju sem við getum eldað :)

Talandi um kaloríur, þá erum við byrjuð á fullu í Boot Camp aftur. Íslensk vinkona okkar, Sara, (sem var með okkur í Boot Camp á Íslandi í sumar) sem býr hér í Álaborg hafði samband við okkur og nú erum við búin að stofna Boot Camp klúbb hér. Við hittumst á þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum og refsum líkömum okkar! Það er bara ansi gaman, fínt að vera komin í rútínuna aftur. Einnig setti Sara auglýsingu á heimasíðu Íslendingafélagsins hér í Álaborg og í dag var t.d. nýr meðlimur með okkur. Og ein dönsk vinkona Söru. Þannig að vonandi verður bara mikil þátttaka í vetur.

Baldur ansi hress eftir Boot Camp æfingu

Svo í október verður haldið hér í húsinu svokallað „Tour Des Chambres“ sem er þannig að allir sem taka þátt eiga að skreyta íbúðirnar sínar með einhverju þema. T.d. kúrekaþema eða sjóræningjaþema eða einhverju slíku. Svo labba allir á milli íbúða, skoða þemað, setjast niður og fá sér drykk og jafnvel smá veitingar. Svo endar kvöldið á því að það verður svaka partý í „fælleshuset“ og kosið verður um flottasta þemað. Að sjálfsögðu ætlum við að vera með! Við ætlum að vera með „íslendingaþema“! Við ætlum að taka á móti mannskapnum í lopapeysum, spila íslenska tónlist og bjóða uppá brennivín, tópasstaup og harðfisk! Það vill svo skemmtilega til að Sunneva vinkona mín ætlar að vera í heimsókn þessa helgi þannig að hún getur komið með fullt af íslendingadóti. Svo getum við haft hana sem skraut í þemanu. Getum sett miða á hana sem stendur á „a typical Icelandic tourist in Denmark“ eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegt:)

Sunneva á góðri stundu.

Helgin var annars MJÖG róleg hjá okkur. Ég fór bara ekkert út frá föstudegi til mánudags! Baldur svaf allan laugardaginn á meðan ég bakaði og eldaði og svo svaf ég allan sunnudaginn á meðan hann lærði. Ansi hresst par hér á ferð!

Svaka fínt bakkelsi. Skúffukaka og Heilsubrauð :)

Um daginn vorum við að vaska upp, sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að Baldur segir „veistu hvað mig langar ótrúlega mikið í núna?“ ég vissi ekki alveg hverju ég átti að búast við og sagði því nei. Þá kom það. „bingókúlur“ og þá var ekki aftur snúið. Mig langaði þá skyndilega í Draum og Baldur skipti þá um skoðun og langaði í Rís. Eða Subway. Svona gekk þetta áfram heillengi. Að lokum sættum við okkur þó við það að við gætum bara fengið okkur þetta allt saman í jólafríinu!

Jæja ég held ég fari nú annars að enda þetta blogg. Ég verð þó að gera eitt fyrst. Kenna lesendum á það að kommenta hér hjá okkur. Alla síðustu viku vorum við ansi niðurdregin þegar við minntumst á bloggið okkar því að það var bara enginn búinn að kommenta. Við sem blogguðum svo fína færslu síðast. En svo í gær fengum við símatal frá mömmu og hún sagði okkur að það væri bara ekkert hægt að kommenta! Þannig að núna erum við búin að laga það og ég ætla að kenna ykkur á þetta.

1. Lesið bloggfærsluna
2. Fyrir neðan bloggfærsluna, í hægra horninu er svo hnappur sem stendur á annað hvort 0 comments (eða 1,2,3,4,5 comments, allt eftir því hvort einhver sé búinn að kommenta). Ýtið á þennan hnapp.
3. Skrifið það sem ykkur liggur á hjarta í stærsta gluggann á síðunni sem kemur nú upp.
4. Veljið svo valmöguleikann sem heitir „Name/URL“
5. Skrifið nafnið ykkar í gluggann sem þá kemur upp.
6. Ýtið á hnappinn sem stendur á „publish your comment“ (appelsínugula hnappinn)

Ég hvet alla til að prufa núna að kommenta og sjá hvort þetta virki :)

Á morgun verð ég svo í fríi frá skólanum og ætla að leyfa húsmóðurinni í mér að blómstra. Baka og þrífa og svona :) á föstudaginn fer Baldur í sína fyrstu „vettvangsferð“ þar sem hann fer að heimsækja fyrirtæki hér í borginni sem þau í bekknum hans voru að hanna merki fyrir. Annars er ekkert sérstakt á döfinni, en þið fáið eflaust að frétta það um leið og það gerist :)

Jæja þá er þetta LANGA blogg (loksins) á enda. Við þurfum varla að taka það fram hversu mikið við söknum fjölskyldanna okkar og vina. Að því leytinu til getum við ekki beðið eftir jólafríinu! Það er ekkert smá erfitt að vera án ykkar svona lengi! Þess vegna hvetjum við alla til að láta í sér heyra, hvort sem það er hér í kommentum eða e-maili eða símtali. Það er alltaf gaman að fá fréttir af ykkur.

Kossar og knús frá Aalborg,
Baldur og Guðrún

14 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku sætu dúllur!! Ég var einmitt búin að skrifa ógó krúttlegt comment um daginn og svo þegar ég var búin þá gat ég ekki sent það... :( En núna get ég það! Jeij!!!! Þetta var geggjuð bloggfærsla og já, ég er alveg til í að vera skraut í íslenska partýinu ykkar! Hahahaha :D Ég get ekki beðið eftir að koma til ykkar elsku ástir :Þ

Looooove :*

Anonymous said...

Já vitið þið að ég les alltaf bloggið ykkar og fylgist spennt með þegar það kemur ný færsla :D

Þið eruð nú meira myndardúllurnar. Gaman að heyra með skólann hjá ykkur báðum.
Til hamingju * 2!
Það lítur út fyrir að þið séuð of góð fyrir skólann! Komið bara heim :)

Nei segi svona..
Ohh ég vildi að ég kæmist í heimsókn á þessari önn en það kemur að því seinna..

Hlakka til að sjá ykkur.
Vitið þið hvað mér var að detta í hug í gær:
Jólamessan á aðfangadagskvöld! Ég hlakka til.. Þetta er nefnilega orðin hefð...

Hafið það sem best:*

Anonymous said...

Þið eruð nú meiri dúllurnar...vildi að ég væri þarna úti hjá ykkur! miss you!

Anonymous said...

Jeij, loksins er hægt að kommenta á ykkur!! Til hamingju með að vera best í dönsku og nafnspjöldum. Ykkar er saknað.

Kv. Karen Lárétta

Anonymous said...

Hæ hæ elsku krúttin mín,æðislegt að fylgjast með hvað ykkur gengur vel í öllu þarna í dansken.Mútta er ekkert smá stolt af ykkur elskurnar mínar.Hafið það sem best, stórt knús til ykkar:)

Anonymous said...

Æj,æj gleymdi að senda kveðju frá Katrínu sem saknar ykkar alveg rosa rosa.

Anonymous said...

djöfull ertu myndarleg í eldhúsinu.. p.s. ég nennti alveg að lesa allt ;)

Anonymous said...

HÆ prufa

Anonymous said...

Hæ æþetta er Metta móða bara að prufa.

Anonymous said...

Haha, mömmur og múttur eru að kollríða þessum kommentadálk hérna :)

Anonymous said...

HÆ elskurnar mínar vá hvað eg sakna ykkar.Risa knús frá múttu í Flúðó :)

Anonymous said...

Hæ dúllurnar mínar allt gott hjá okkur eins og hjá ykkur alltaf gaman að tala við ykkur í síma og msn og í litla sjónvarpinu í tölvunni þið eruð æði sakna ykkar mikið.

Anonymous said...

ER AÐ REYNA AÐ SENDA CONNENT

Anonymous said...

Hahaaha amma náttlega alveg með þetta !! amma dúll :)

Gaman að sjá hvað allt gengur vel hjá ykkur elskurnar mínar !! Og endilega að halda áfram að blogga, gaman að fylgjast með og svo að sjá snillingana spreyta sig í CONNENTUM !!

knús&kossar