Wednesday, December 9, 2009

VIKA!!

Já heil og sæl, það er Guðrún sem talar!

Nú í dag er slétt vika þar til við leggjum í hann og ég get sagt ykkur það að spennan eykst með hverri mínútunni. Ég veit ekki hvar þetta endar svei mér þá! Þessi spenna gerir mér erfitt um vik að læra, ég er að skrifa verkefni núna og það er sko ekki auðvelt þegar ég er svona spennt. Það eina sem ég hugsa um er Íslandið fagra og allir vinirnir og vandamennirnir sem bíða okkar. Fyrir áhugasama þá lendum við klukkan sirka 22:30 á miðvikudaginn næsta, eftir það eru okkur allir vegir færir! Dagskráin er að skýrast, fleiri og fleiri dagar eru að verða upppantaðir og vel skipulagðir. En það er bara gaman! Jæja, ég ætti kannski að fara að snúa mér aftur að lærdómnum, endilega kommentið og segið okkur hvað þið eruð spennt að sjá okkur :D haha grín :)

Kv. Guðrún

Wednesday, November 11, 2009

Halló

Afsakið hvað er langt síðan síðast! Það er bara búið að vera svo mikið að gera. Þrátt fyrir það er bara.. ekkert að frétta!! Við erum bara á fullu í skólanum, að gera verkefni og læra. Búin að kaupa farseðil heim í jólafríið, komum á klakann 16.desember :) það verður nú æðislegt! Annars gerum við fátt en að læra og fara í ræktina á virkum dögum og læra og hitta vini okkar um helgar. Rosalega einfalt líf :) Ekki slæmt! En þar sem það er ekkert merkilegt að frétta hjá okkur þá höfum við þetta stutt í bili :)

kærar kveðjur,
Baldur og Guðrún

Wednesday, September 30, 2009

Hæjó!!

Héðan er allt það besta að frétta og allt gengur svaka vel. Brjálað að gera í skólanum hjá okkur báðum og allt að verða vitlaust :) Nú er aðeins farið að kólna í veðri hérna í Danmörku og við erum alveg farin að þurfa á trefli að halda þegar við förum út (á meðan þið þarna á Íslandi þurfið snjógalla hehe). Baldur er að fara í verknám í næstu viku og verður í því í 4 vikur. Hann er búinn að fá „vinnu“ hjá fyrirtækinu Netheimur sem er íslenskt fyrirtæki og þar verður hann að hanna á fullu. Þetta er þó allt í gegngum netið. Hann verður bara hérna heima með kaffibollann á náttfötunum að vinna :) rosa kósý :) Svo fer hópavinnan mikla að byrja hjá Guðrúnu í skólanum. Hún þarf að skila risastóru hópaverkefni 16.desember og það mun væntanlega taka verulega á að vinna í hópavinnu endalaust! Já talandi um desember, þá erum við búin að panta far heim til Íslands þann 16. Desember! Magnað! Við verðum s.s. á Íslandi á tímabilinu 16.desember – 4.janúar.. Það er bara allt klappað og klárt og ekkert annað að gera en að telja niður.. og læra :) svo verðum við væntanlega líka eitthvað lærandi í jólafríinu þar sem við förum bæði í próf í janúar. Een við munum nú samt ná að hitta alla, ekki satt?

Jæja, við vildum bara aðeins láta heyra í okkur, það er langt síðan síðast og svona.. En þangað til næst segjum við bara bæbæbæbææææ

Kv. Baldur og Guðrún

Wednesday, August 26, 2009

Smá blogg

Nú erum við komin heim úr mánaðarreisu á Íslandi. Mikið ofboðslega var nú gaman hjá okkur. Fórum tvisvar í útilegu, tvisvar í sumarbústað, rafting, til Ólafsvíkur, ótal sinnum út að borða og hittum nánast alla vini og vandamenn :) Æðislega gaman hreint út sagt :) Og svo erum við bara komin aftur og nú fer alvaran að taka við. Baldur byrjar í skólanum á morgun og er ekkert smá spenntur en Guðrún byrjar ekki fyrr en 1. september. það er kannski fínt að taka það fram að hún er að skipta um nám, fannst hjúkkan ekki alveg vera sitt fag. Hún er því að fara núna í International studies and English, sem við kjósum að þýða sem alþjóðafræði og ensku :) Svaka spennandi allt saman. Það var svaka fínt að koma heim frá Íslandi (þótt það hafi auðvitað verið æðislega gaman og rosa erfitt að kveðja alla) og fara að sofa í sínu eigin rúmi! Og svo erum við að detta ljúflega inn í rútínu núna, förum að sofa á skikkanlegum tímum og borðum rétt. Svo förum við að byrja aftur í ræktinni, nánar tiltekið 1. september. Það verður örugglega soldið erfitt því við höfum hvorug verið í ræktinni síðan í maí. Öxlin á Baldri er öll að koma til og nú ætlar hann að fara bara hægt í að þjálfa hana upp. Annars er nú ekki mikið að frétta :) En endilega kíkið á myndasíðuna okkar, við settum þangað inn myndir sem við tókum í ferðalaginu sem við fórum í. Fórum í 3 daga reisu um suðurlandið, kíktum á Seljalandsfoss, Skógafoss, Seljavallalaug, Jökulsárlón og Skaftafell. Fengum æðislegt veður og skemmtum okkur rosalega vel! En endilega kíkið á myndirnar, þær eru hér: http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/sets/72157621917345989/

Kærar kveðjur úr hitanum í Danmörku:)

Baldur og Guðrún

Sunday, July 5, 2009

Loksins blogg!

Jaaaá góða kvöldið!

ég vil byrja á því að afsaka hvað það er óralangt síðan síðast, alveg 2 mánuðir! það er einfaldlega bara búið að vera svo ótrúlega mikið að gera hjá okkur! Verkefnavinna og prófalestur og að lokum próf. Allir náðu öllu, Baldur var næsthæstur í bekknum og allt! Loksins komið sumarfrí og nú höngum við bara allan daginn í sólbaði og slöppum af. Það er búið að vera æðislegt veður síðustu 2 vikurnar, 25-30 stiga hiti og sól. Enda erum við líka sólbrún og sæt :) Svo stendur mikið til á næstunni hjá okkur. Á föstudaginn kemur Gabriella systir hans Baldurs í heimsókn til okkar og er planið að mála bæinn rauðan um helgina. Á sunnudaginn koma svo foreldrar hans og yngsta systirin og ásamt Gabriellu verða þau hjá okkur í viku. Vonandi verður bara sem allra best veður svo við getum farið í sólbað, hjólað útum allt og haft það notalegt :) Við erum ekkert smá spennt!! Svo er annar stórviðburður á dagskrá. Við erum að koma heim!! Komum til Íslands 26.júlí og verðum í mánuð! það er ekkert annað get ég sagt ykkur!! Það verður svo æðislegt að koma og hitta alla og kíkja á íslenska sumarið, planið er að fara í útilegu, sumarbústað, river rafting, hestbak og ég veit ekki hvað og hvað.. algert æði bara! Annars er nú ekki mikið að ske hjá okkur þessa dagana, svaka fínt að vera í afslöppun. Allir vinir okkar (nema einn) fóru til Íslands í sumarfrí þannig að það er ekki mikið um að vera, en það fer nú að breytast :)

Þar sem það er ekkert meira í fréttum og við sjáumst nú sem flest vonandi bráðlega þá er bara málið að kveðja héðan úr sólinni og hitanum (það spáir nú samt rigningu í vikunni.. :( vonandi er það bara vitleysa)

Kærar kveðjur elsku vinir :)
Baldur og Guðrún

p.s. verið dugleg að kommenta :)

Monday, May 4, 2009

hæ!

Já góðan og blessaðan daginn kæru lesendur

Ég vil byrja á því að afsaka bloggleysi síðasta mánuðinn, við höfum bara verið í svo góðu sambandi við okkar nánustu að okkur fannst ekki þörf á því að blogga en svo fór ég nú að hugsa um þá sem maður talar nú kannski ekki við á hverjum degi og ákvað að skjóta inn einu bloggi. Ég stakk uppá því um daginn við Baldur að vidjóblogga en hann var ekki „í stuði“, alger kjáni. Þannig að ég sit hér í skólanum í frímínútum og blogga.

Hjá okkur er allt fínt að frétta. Sumarið er komið og blóm í haga. Höfum farið tvisvar á ströndina og undanfarna daga hefur verið 15-20 stiga hiti. Það er brjálað að gera í skólanum hjá mér en eitthvað minna hjá Baldri. Bekkurinn hans er nefnilega í ferðalagi, þau skelltu sér til Kaupmannahafnar. Hann Baldur okkar fór ekki með þar sem það var aðeins of dýrt fyrir okkar buddu. En hann hefur nú oft farið til Kaupmannahafnar þannig að hann er nú kannski ekki að missa af tækifæri lífs síns :) en auðvitað hefði verið gaman fyrir hann að fara með en svona er þetta!

Svo komu mamma, pabbi, Gummi og Birgitta í heimsókn í byrjun apríl og mikið rosalega var gott að fá þau. Við höfðum það alveg ofsalega notalegt saman, keyrðum útum allt og skoðuðum margt og mikið. Fórum m.a. á Skagen sem er nyrsti oddi Danmerkur. Svo vorum við nú bara aðallega að njóta samverunnar og hafa það huggulegt. Við vorum eiginlega alveg endurnærð eftir að þau voru hjá okkur, alltaf gaman að fá heimsókn og vera með fjölskyldunni. Það er alltaf jafn erfitt að kveðja en svona gengur þetta. Vonandi fáum við bara að sjá þau sem fyrst aftur.

Svo í sumar er náttúrulega von á mömmu og pabba Baldurs og Katrínu og Gabriellu og það verður rosalega gaman :) þau koma í júlí og þá verður sko örugglega svaka heitt og ströndin stunduð grimmt! Það er mikil spenna fyrir þeirri heimsókn og það er ótrúlega stutt þangað til! Tíminn bókstaflega flýgur áfram þegar það er svona mikið að gera hjá okkur!!

Á föstudaginn tók Baldur svo þátt í keppni um nýtt lógó fyrir Studenterhuset hér í Álaborg. Hann bjó til svaka fínt lógó sem er sigurstranglegt (finnst mér hehehe) og við vonum að sjálfsögðu að kallinn vinni! Það væri ekkert smá gott fyrir ferilskrána hans og budduna okkar því það eru 10.000 danskar krónur í verðlaun! Ekki amalegt!

Við höfðum það svaka gott í páskafríinu, fjölskyldan fór á skírdag þannig að við vorum ein í kotinu yfir hátíðarnar. Við elduðum okkur sko hamborgarhrygg á páskadag, með brúnum kartöflum og tilbehør! Svo drukkum við Egils malt og appelsín með, ekkert smá gott!!! svo var páskaegg í eftirmat þannig að við upplifðum íslenska páska í Danmörku. Svaka fínt :)

Svo 23. Maí verður hér í Álaborg þvílíkt partý. Það verður Karneval sem þýðir að götur bæjarins fyllast af skrautlegu fólki, allir í fínum búningum og hressir! Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt, erum að vísu ekki búin að finna búninga en við förum í málið í þessari viku :)

Við förum svo í sumarfrí föstudaginn 26. Júní! Það er rosalega seint finnst manni en það skiptir ekki svo miklu máli því allir eru búnir svona seint. Og svo erum við heldur ekki að drífa okkur heim á Ísland þannig að það er ekkert stress :) við erum alveg búin að sætta okkur við að vera hér í sumar, það er nú kannski ekki oft sem maður fær tækifæri til þess að vera erlendis heilt sumar! Þannig að þetta verður bara gaman, vonandi fáum við einhverja vinnu og svona. Og svo koma náttúrulega gestir þannig að þetta verður svaka fínt!

Já ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt meira, þetta er svona það helsta sem á daga okkar hefur drifið og það sem er framundan. Ég skal reyna að þrýsta á Baldur að vidjóblogga næst svo þið getið nú séð okkar fallegu andlit, hehehe :)

Kærar kveðjur frá Álaborg!
Guðrún og Baldur

Wednesday, April 1, 2009

Videobloggi...

Við ákváðum að halda áfram þessum eldhressu vídjóbloggum okkar... njótið vitleysunar...




Tuesday, March 10, 2009

Smá innskot

Hæ! kíkið á myndasíðuna okkar, myndir frá afmælisveislunni hans Baldurs :) og munið að skoða vidjóbloggið hér fyrir neðan! og kommenta!!!

Saturday, March 7, 2009

Videoblog

Við ákváðum að Videoblogga í þetta skiptið....

Tuesday, February 24, 2009

gott kvöld

Já kæru lesendur það er Guðrún sem talar. Hér er allt fínt að frétta, allir kátir og frískir. Eða allavega helmingurinn af mannskapnum. Á föstudagskvöldið veiktist ég heiftarlega og var fárlasin á laugardaginn, Baldur vissi ekki hvað var á seyði! Var með óráði og þannig skemmtilegheit. Ég er þó að lagast núna, smá slappleiki en ekkert alvarlegt. Þannig að það varð ekkert af afmæliskvöldverðinum sem var áætlaður á laugardaginn. Því miður! En engu að síður átti Baldur nú afmæli á sunnudaginn, hann sleppti því ekkert.. varð 26 ára og aldrei verið sprækari! Hann fékk nú samt köku í tilefni dagsins. Hafði það svo bara notalegt, hékk í tölvunni og horfði á sjónvarpið. Ákváðum að fresta afmælis“veislunni“ þar til um næstu helgi.

Svo er bara allt á fullu í skólanum hjá okkur báðum. Förum héðan út kl. 8 og komum svo seint og síðar meir heim. Svo er það heimalærdómur, kvöldmatur, heimalærdómur og svefn. Þannig að líf okkar er ekki mjög fjölbreytt þessa dagana! Og þegar það er svona mikið að gera þá flýgur tíminn áfram og skyndilega er bara alveg að koma mars! Ég á ekki orð, jii!!

Heyrðu heyrðu svo um daginn kíktum við í póstkassann þegar við vorum nýkomin úr ræktinni og þar var sko miði sem á stóð að við ættum pakka frá Íslandi á pósthúsinu! Þá höfðu þeir komið með pakka en enginn var heima.. þannig að nú þurfum við að fara sjálf. Erum ekki enn búin að fara! Erum samt þvílíkt spennt að sjá hvað hann inniheldur. Vitum reyndar núna frá hverjum hann er, en í byrjun var þetta hálfgerður leyndardómspakki! Planið er að fara á morgun og ná í hann. Pósthúsið er lengst í burtu og það er enginn strætór sem gengur þangað þannig að það er algert vesen að fara þangað.. en maður leggur það á sig fyrir pakka :)

Nú styttist líka í það að ég fari í verklega námið, hvorki meira né minna en 2 og hálf vika í það! Ég verð að játa að ég er smá stressuð, en vonandi verður þetta bara gaman :) þetta er allavega svaka spennandi!

Annars er ekkert að frétta sko, Baldur er bara núna að horfa á fótboltaleik með strákunum einhvers staðar og ég var bara að klára uppvaskið.. þannig að það er allt með kyrrum kjörum :)

Vonandi hafið þið það sem best. Takk fyrir að lesa!

Kærar kveðjur,
Baldur og Guðrún

Sunday, February 15, 2009

Heil og sæl!!

Hér í Álaborg er allt ágætt bara. Svaka kalt úti og snjór annað slagið. Við höfum það fínt hér inni í hlýjunni og höfum það hyggeligt. Það gerist nú yfirleitt ekki mikið hjá okkur, þess vegna höfum við ekki verið dugleg að blogga. Svo er fólk alveg hætt að kommenta (eða skoða síðuna :( ), hvað er það?! Ekki alveg nógu sátt með það.

Á síðasta fimmtudag fór ég (guðrún) í ferð með skólanum aðeins út fyrir Álaborg. Það var svaka gaman og brjálað að gera, fórum í ratleik og drukkum bjór. Svo morguninn eftir fórum við aftur heim. Helgin var róleg, við ætluðum að breyta hér inni, vorum komin hálfa leið með það þegar við sáum að það er eiginlega ekkert hægt að breyta! Það er svo lítið pláss. Þannig að við hengdum upp spegil, myndir og þrifum íbúðina. Svo höfðum við svaka góðan kvöldmat og horfðum á bíómyndir, borðuðum snakk og drukkum kók! Á meðan voru allir Íslendingarnir í Álaborg á þorrablóti í hinum enda bæjarins en við höfðum það svo rosalega gott hér að við vorum bara ekkert abbó! Hehe...

Við vorum bæði á fullu í skólanum í síðustu viku, aldrei þessu vant! Allt að byrja á fullum krafti hjá Baldri aftur.  Við vorum svo þreytt  alla dagana að við fórum bara tvisvar sinnum í ræktina! Úff, við ætlum nú að standa okkur aðeins betur í þessari viku, borða grænmetissúpu og borða EKKERT nammi. Fengum nefnilega sendingu frá Íslandi á mánudaginn í síðustu viku, kassi fullur af súkkulaði, lakkrís og ópali og við bara.. duttum íða! Búin að borða svaka mikið nammi, þannig að það er á nógu að taka í ræktinni.. hehe :)

Um næstu helgi á svo húsbóndinn afmæli! Já hann Baldur er að verða stór strákur! Í tilefni dagsins er planið að elda nautasteik (umm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina! ) og opna ef til vill rauðvínsflösku :) mikið verður það notalegt!

Það er svo sem ekkert meira að frétta héðan. Endilega kommentið dúllur (ef það er einhver að lesa). Hafið það sem allra best

Kveðja,
Baldur og Guðrún

p.s. ég vil minna ykkur á síðuna hans Baldurs þar sem hann setur inn myndir sem hann hannar:
http://www.flickr.com/photos/baldurjon endilega kíkið :)

Sunday, February 1, 2009

hæhó

Já, kæru lesendur. Það er loksins komið að því að við látum aðeins í okkur heyra. Hér höfum við það afar gott á þessum fallega sunnudegi. Nýbúin að gleypa í okkur pönnukökur í nýþvegnu íbúðinni okkar.
Undanfarna daga hefur verið mikið að gerast hjá okkur. Guðrún byrjaði í skólanum á mánudaginn síðasta og líkar bara vel. Baldur er hins vegar búinn að vera í fríi í þessari viku, þvílík leti í gangi hjá honum :)
Um daginn var hjólinu hans Baldurs stolið! Beint fyrir utan heima hjá okkur! Þar af leiðandi erum við búin að segja „helvítis danirnir“ ansi oft, hehe.. en það verður bara að hafa það, ekkert sem við getum gert í því núna.
Á föstudaginn fórum við á hestbak! Baldur fór í fyrsta skiptið á bak og stóð sig eins og hetja. Fórum í klukkutíma langan útreiðartúr! Það var æðislegt, geggjað veður, stillt en kalt og hestarnir voru frábærir, enda íslenskir ;)
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, það er bara strax kominn febrúar! Alveg magnað! Áður en við vitum af verður komið sumarfrí! Og þá vonum við nú að sem flestir kíki í heimsókn og að sjálfsögðu munum við kíkja á Íslandið góða eitthvað smá.
Við erum búin að fá tvisvar sinnum sendingu hingað út síðan við fluttum. Fyrri sendingin var sett í póst á mánudegi og kom hingað heim að dyrum á miðvikudegi. Í henni var prentari sem við keyptum okkur á Íslandi og ýmsar jólagjafir sem við fengum. Seinni pakkinn var settur í póst á mánudegi og kom svo hingað heilli viku seinna! Í þeim pakka var tölvan mín og slátur. Slátrið hefur greinilega vakið athygli því kassinn kom hingað alveg í molum, búið að rífa hann upp og ég veit ekki hvað! En það var allt á sínum stað. En ég mæli með því að ef einhver ætlar að senda okkur eitthvað þá ekki senda slátur :) við verðum víst bara að lifa án þess hehe :)
Já svo setti ég inn myndir á síðuna okkar, endilega kíkið á það. Þetta eru myndir úr jólafríinu góða. Hérnar er hlekkur á myndasíðuna: http://flickr.com/photos/gudrunmagnusd/3235245968/in/set-72157613097639528/
Þá held ég bara að það verði ekki meira að sinni... hafið það bara sem allra best elsku krútt :)

Knús og kossar,
Baldur og Guðrún

Monday, January 26, 2009

hæ!

já hæ! við erum ennþá á lífi, höfum bara ekkert bloggað því ekkert spennandi hefur gerst. Svo vorum við líka að bíða eftir að tölvan mín kæmi frá Íslandi og nú er hún komin þannig að við getum sett inn myndir von bráðar.. Þannig að fylgist vel með kæru lesendur!

Stutt í þetta skiptið!
Ástarkveðjur frá DK

Baldur og Guðrún

Wednesday, January 7, 2009

Heil og sæl!

Nú erum við komin aftur í Álaborgina eftir gott og notalegt jólafrí á Íslandi. Ég vil byrja á því að afsaka lygarnar sem við sögðum í bloggunum mánuði fyrir heimför. Þannig er mál með vexti að í lok október fékk Baldur þær fréttir að hann færi fyrr í jólafrí. Við ákváðum að við nenntum ekkert að hanga hér í viku og fórum beinustu leið á netið að breyta ferðinni okkar. Svo ákváðum við að segja engum það (mamma mín og pabbi fengu reyndar að vita það, og Sunneva) og koma öllum á óvart. það gekk svona líka vel! Engann grunaði neitt og við héldum af stað til Kaupmannahafnar þann 16. desember í stað 22. des. Þar gistum við eina nótt, fórum út að borða og skoðuðum mannlífið. Svo morguninn eftir flugum við til Íslands, s.s. 17. des en ekki 23. eins og áætlað var. Þar byrjaði fjörið. Við fórum heim til Baldurs og komum fjölskyldunni hans á óvart. þau voru heldur betur í skýjunum, vissu ekki hvernig þau áttu að vera og voru eins og þau hefðu séð draug! svo héldum við áfram að koma fólki á óvart alveg fram til föstudagsins 19.des þar sem við fórum í partý til Sigurgeirs vinar Baldurs og komum öllum á óvart. Þetta var heldur betur skemmtilegt allt saman. Og nú er þetta allt skyndilega búið, við komin til baka í grámygluna og nístingskuldann hér í Álaborg. Baldur byrjaði í skólanum strax á mánudaginn en ég byrja ekki fyrr en 26. janúar. Þangað til hef ég það notalegt :) Annars er ekkert merkilegt að frétta, við erum bara strax farin að sakna allra heima. Svo í dag fengum við pakka frá Íslandi, prentara sem við keyptum okkur fyrir jólagjafapeninga. Magnað hvað hann var fljótur á leiðinni! Mamma Drífa og pabbi Maggi sendu hann á mánudaginn og núna er miðvikudagur og hann er strax kominn! þannig að það er greinilega ekkert mál að senda á milli :) ekki það að við þurfum á sendingum að halda, við tókum helling með okkur. tókum t.d. pítusósu, piparosta og ýsu með okkur :) ekkert smá gott að fá fisk annað slagið :) en jæja, ætli þetta dugi ekki svona fyrst um sinn. Setjum inn myndir um leið og tölvan mín kemur frá Íslandi (hún var send í viðgerð og það var þvílíkt vesen útaf henni).

Hafið það sem allra best dúllur og takk fyrir æðislegt jólafrí!!
kv. Baldur og Guðrún