Sunday, February 15, 2009

Heil og sæl!!

Hér í Álaborg er allt ágætt bara. Svaka kalt úti og snjór annað slagið. Við höfum það fínt hér inni í hlýjunni og höfum það hyggeligt. Það gerist nú yfirleitt ekki mikið hjá okkur, þess vegna höfum við ekki verið dugleg að blogga. Svo er fólk alveg hætt að kommenta (eða skoða síðuna :( ), hvað er það?! Ekki alveg nógu sátt með það.

Á síðasta fimmtudag fór ég (guðrún) í ferð með skólanum aðeins út fyrir Álaborg. Það var svaka gaman og brjálað að gera, fórum í ratleik og drukkum bjór. Svo morguninn eftir fórum við aftur heim. Helgin var róleg, við ætluðum að breyta hér inni, vorum komin hálfa leið með það þegar við sáum að það er eiginlega ekkert hægt að breyta! Það er svo lítið pláss. Þannig að við hengdum upp spegil, myndir og þrifum íbúðina. Svo höfðum við svaka góðan kvöldmat og horfðum á bíómyndir, borðuðum snakk og drukkum kók! Á meðan voru allir Íslendingarnir í Álaborg á þorrablóti í hinum enda bæjarins en við höfðum það svo rosalega gott hér að við vorum bara ekkert abbó! Hehe...

Við vorum bæði á fullu í skólanum í síðustu viku, aldrei þessu vant! Allt að byrja á fullum krafti hjá Baldri aftur.  Við vorum svo þreytt  alla dagana að við fórum bara tvisvar sinnum í ræktina! Úff, við ætlum nú að standa okkur aðeins betur í þessari viku, borða grænmetissúpu og borða EKKERT nammi. Fengum nefnilega sendingu frá Íslandi á mánudaginn í síðustu viku, kassi fullur af súkkulaði, lakkrís og ópali og við bara.. duttum íða! Búin að borða svaka mikið nammi, þannig að það er á nógu að taka í ræktinni.. hehe :)

Um næstu helgi á svo húsbóndinn afmæli! Já hann Baldur er að verða stór strákur! Í tilefni dagsins er planið að elda nautasteik (umm ég fæ vatn í munninn við tilhugsunina! ) og opna ef til vill rauðvínsflösku :) mikið verður það notalegt!

Það er svo sem ekkert meira að frétta héðan. Endilega kommentið dúllur (ef það er einhver að lesa). Hafið það sem allra best

Kveðja,
Baldur og Guðrún

p.s. ég vil minna ykkur á síðuna hans Baldurs þar sem hann setur inn myndir sem hann hannar:
http://www.flickr.com/photos/baldurjon endilega kíkið :)

6 comments:

Anonymous said...

Hæ dúllurnar mínar, takk fyrir bloggið. Endilega vera dugleg að blogga, ég reyndar trassa of mikið að gefa comment, en það er gaman að lesa þetta og skoða myndasíðuna. Gangi ykkur sem best og hafið það gott.
Ykkar pabbi M.

Kristin Lilja said...

Alltaf jafn gaman að lesa síðuna ykkar! Ég er með ykkur í bloggrúntinum minum þannig að ég kíki hingað rosalega oft :) Gleymi kannski að kommenta :(

En ég er svo fegin að þið eruð alltaf jafn miklar dúllur og ánægð að heyra að allt gengur vel. Draumurinn er að geta kíkt í heimsókn til ykkar einn góðan veðurdag! :)

Hafið það sem best:*

Anonymous said...

Hæ elsku dúllur! Rosa gaman að lesa síðuna og heyra um lífið í DK :) En já ég verð að viðurkenna að ég gleymi kanski líka soldið að kommenta...

Allavega, ég er sammála Kristínu, það væri æðislegt að geta heimsótt ykkur! Fara kanski í hópferð út eins og við töluðum alltaf um. Úff það væri geðveikt!

Sakn frá íslandi!

Kv.Björg

Anonymous said...

Ég les sko öll bloggin! Lofa :D

Var ekki geggjað að fá nammi?!? Og næs afmælisplanið ykkar :) Ég fékk alveg vatn í munninn þegar ég las það... hahaha! Rosalega eruð þið miklar dúllur... hlakka bara til að knúsa ykkur... "bráðum" :)

:* Sunz

Anonymous said...

Hæ! Það er greinilegt að commentin telja ekki heimsóknirnar á síðuna - ég er engin undantekning, kíki MJÖG oft.....og það er frábært að fá að fylgjast með ykkur ;-)

Haldið áfram á sömu braut og hafið það sem allra best, þið eruð frábær!!!

kv. úr Ólafsvíkinni - Lilja St.

Anonymous said...

Kvitti kvitt ;)
Ekki mæðast á blogginu, það eru nægir lesendur!!!

M.a. Karen