Wednesday, December 9, 2009

VIKA!!

Já heil og sæl, það er Guðrún sem talar!

Nú í dag er slétt vika þar til við leggjum í hann og ég get sagt ykkur það að spennan eykst með hverri mínútunni. Ég veit ekki hvar þetta endar svei mér þá! Þessi spenna gerir mér erfitt um vik að læra, ég er að skrifa verkefni núna og það er sko ekki auðvelt þegar ég er svona spennt. Það eina sem ég hugsa um er Íslandið fagra og allir vinirnir og vandamennirnir sem bíða okkar. Fyrir áhugasama þá lendum við klukkan sirka 22:30 á miðvikudaginn næsta, eftir það eru okkur allir vegir færir! Dagskráin er að skýrast, fleiri og fleiri dagar eru að verða upppantaðir og vel skipulagðir. En það er bara gaman! Jæja, ég ætti kannski að fara að snúa mér aftur að lærdómnum, endilega kommentið og segið okkur hvað þið eruð spennt að sjá okkur :D haha grín :)

Kv. Guðrún

4 comments:

Anonymous said...

Ó ég er að springa úr spenning að fá ykkur heim elskurnar mína . Fæ alveg í magan að hugsa um það
Love big M

Anonymous said...

ÆJI lendiði svona seint, ohh. Ég ætlaði að panta miðvikudagskossa frá ykkur.

Kveðja K.arensemálíkaerfittmeðaðlæravegnaeinbeitningarskort

Anonymous said...

Jæja.. er ekkert að frétta..

kv. K

Anonymous said...

Greinilega ekki

Kv. Karen sem talar við sjálfa sig í kommentakerfinu