ég vil byrja á því að afsaka hvað það er óralangt síðan síðast, alveg 2 mánuðir! það er einfaldlega bara búið að vera svo ótrúlega mikið að gera hjá okkur! Verkefnavinna og prófalestur og að lokum próf. Allir náðu öllu, Baldur var næsthæstur í bekknum og allt! Loksins komið sumarfrí og nú höngum við bara allan daginn í sólbaði og slöppum af. Það er búið að vera æðislegt veður síðustu 2 vikurnar, 25-30 stiga hiti og sól. Enda erum við líka sólbrún og sæt :) Svo stendur mikið til á næstunni hjá okkur. Á föstudaginn kemur Gabriella systir hans Baldurs í heimsókn til okkar og er planið að mála bæinn rauðan um helgina. Á sunnudaginn koma svo foreldrar hans og yngsta systirin og ásamt Gabriellu verða þau hjá okkur í viku. Vonandi verður bara sem allra best veður svo við getum farið í sólbað, hjólað útum allt og haft það notalegt :) Við erum ekkert smá spennt!! Svo er annar stórviðburður á dagskrá. Við erum að koma heim!! Komum til Íslands 26.júlí og verðum í mánuð! það er ekkert annað get ég sagt ykkur!! Það verður svo æðislegt að koma og hitta alla og kíkja á íslenska sumarið, planið er að fara í útilegu, sumarbústað, river rafting, hestbak og ég veit ekki hvað og hvað.. algert æði bara! Annars er nú ekki mikið að ske hjá okkur þessa dagana, svaka fínt að vera í afslöppun. Allir vinir okkar (nema einn) fóru til Íslands í sumarfrí þannig að það er ekki mikið um að vera, en það fer nú að breytast :)
Þar sem það er ekkert meira í fréttum og við sjáumst nú sem flest vonandi bráðlega þá er bara málið að kveðja héðan úr sólinni og hitanum (það spáir nú samt rigningu í vikunni.. :( vonandi er það bara vitleysa)
Kærar kveðjur elsku vinir :)
Baldur og Guðrún
p.s. verið dugleg að kommenta :)
No comments:
Post a Comment