Hér er allt gott. Allt það besta að frétta. Erum í svo góðu skapi því nú nálgast heimför óðfluga! Eftir akkúrat 2 vikur verðum við í faðmi vina og vandamanna á Íslandinu. Ó hvað ég get ekki beðið! Annars er eiginlega bara ekkert að frétta! Helgin var róleg, bökuðum rice crispies kökur og Baldur fór út að skemmta sér. Ég prjónaði vettlinga og hafði það notó heima á meðan. Svo er Baldur á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jólafrí. Ég fór á fund í hjúkkuskólanum áðan og ég er svo ótrúlega spennt að byrja! Og líka smá stressuð því þetta á ekki eftir að vera auðvelt :) um næstu helgi ætlum við svo að fara á tónleika. Enginn annar en víkingurinn sjálfur Mugison er að koma til Álaborgar og að sjálfsögðu ætlum við að fara að sjá hann. Svo ætlum við að fara í miðbæinn og skoða jólafjörið þar. Fara í parísarhjólið og fá okkur vöfflur. Þannig að það eru einungis spennandi tímar framundan! Um daginn fékk ég nóg af jólaskrautsleysinu og tók því á það ráð að föndra jólaskraut. Það kom heldur betur vel út og má sjá mynd af því hér að neðan. Einnig sjáiði mynd af jólastemningu: mandarínur og kerti og svo að lokum dagatalakertið okkar!
Jæja, þetta verður stutt í þetta skiptið, það er bara ekkert meira í fréttum! Hafið það gott dúllur :)
Kv. Baldur og Guðrún



4 comments:
Haha, þú ert svo mikill snillingur Gugga, þetta er ógeðslega flott jólaskraur :D
þið eruð svo mikil krútt að það er eiginlega bara fyndið :P
..true story
Hahaha, ég er klárlega að meta þetta jólaskraut :D Það er legendary! Oh, ég hlakka mest til að sjá ykkur og knúsa :D Get varla hugsað um neitt annað... sem er slæmt því ég á ennþá eitt próf eftir :S En ég verð víst að reyna að halda mig á mottunni í 13 DAGA Í VIÐBÓT! Íhíhíhí, það er svo stutt í þetta :D
Þetta er ótrúlega flott jólaskraut dúllan mín, minnir á stemmninguna í "gamla daga"! Við hlökkum mikið til að fá ykkur heim, getum varla beðið. Hafið það gott og reynið að upplifa jólastemmninguna hjá þeim Dönsku, segið okkur svo hvernig það er.
Bless og verið áfram duleg að blogga og setja inn myndir, það er svo skemmtilegt.
Bestu kveðjur að heiman,
Pabbi M.
Post a Comment