Thursday, September 25, 2008
Smáá auka frétt :)
... er kominn inn í hjúkkuskólann hér í Álaborg! Byrja 2. ferbrúar 2009 kl. 9:15!
(p.s. það er blogg hér fyrir neðan síðan í gær (24.sept), endilega kíkið á það)
Wednesday, September 24, 2008
Fréttir frá Álaborg!!
Af okkur er annars allt fínt að frétta, við höfum það bara fínt hér í Álaborginni fyrir utan leiðindafréttir á hverjum degi af andsk***** íslensku krónunni. Ekki gott fyrir okkur (samt eiginlega bara slæmt fyrir alla) að hún sé svona há. Allur peningurinn okkar er náttúrulega inná íslenskum bankareikningum og hann rýrnar alveg gífurlega! Við verðum bara að bíða með það að taka pening út úr hraðbanka þar til þetta lækkar.. sem verður vonandi bráðlega því annars sveltum við! Hehe neinei ég segi nú bara svona, við reddum okkur, ekki hafa áhyggjur :)
Um síðustu helgi var heldur betur húllumhæ! Fórum í grillveislu hjá Íslendingafélaginu hér í Álaborg á laugardaginn og hittum fullt af Íslendingum. Það var fín stemmning þar en þegar kvölda fór færðum við okkur um set. Hún Sara (bootcamp þjálfari) ákvað að halda partý fyrir unga fólkið og það var heldur betur vel mætt í það. Hún býr niðrí miðbæ og vegna þess hve sparsöm við Baldur erum ákváðum við að hjóla bara niðrí bæ. Það tekur svona.. 20-30 mínútur. En það var ekki aðal málið. Það er auðvitað harðbannað að hjóla þegar maður er með smá bjór í maganum! En við létum það ekki stoppa okkur, fengum okkur bara vatnssopa og tyggjó og hjóluðum ótrauð í partýið! Svo þegar partýið var búið (um 4) hjóluðum við bara aftur heim! Svona er maður farinn að vera sparsamur hér í Danmörkinni :) hehe..
Á mánudaginn var svo komið að okkur að elda í matarklúbbnum. Það gekk bara ágætlega verð ég að segja, elduðum kínverskan kjúklingarétt með grjónum og grænmeti. Svo í eftirmat var ís. Svaka fínt! Rétturinn féll bara frekar vel í kramið hjá öllum, allavegana fór enginn út með fýlusvip. Sem er ágætt.
Framundan er svo bara skóli, skóli, skóli og partý á laugardaginn (brjálað að gera í samkvæmislífinu!) Svo er afmæli í næstu viku og það styttist líka óðfluga í að við fáum fyrsta gestinn okkar frá Íslandi! Það má því segja að það séu spennandi tímar framundan, ó já.
Höfum það bara stutt í þetta sinn, það er bara því miður fá svo fáu að segja :)
Biðjum að heilsa öllum og hafið það gott, elskurnar okkar.
Kær kveðja,
Baldur og Guðrún
Tuesday, September 16, 2008
Fréttir af okkur!
Baldur ansi hress eftir Boot Camp æfingu
Svo í október verður haldið hér í húsinu svokallað „Tour Des Chambres“ sem er þannig að allir sem taka þátt eiga að skreyta íbúðirnar sínar með einhverju þema. T.d. kúrekaþema eða sjóræningjaþema eða einhverju slíku. Svo labba allir á milli íbúða, skoða þemað, setjast niður og fá sér drykk og jafnvel smá veitingar. Svo endar kvöldið á því að það verður svaka partý í „fælleshuset“ og kosið verður um flottasta þemað. Að sjálfsögðu ætlum við að vera með! Við ætlum að vera með „íslendingaþema“! Við ætlum að taka á móti mannskapnum í lopapeysum, spila íslenska tónlist og bjóða uppá brennivín, tópasstaup og harðfisk! Það vill svo skemmtilega til að Sunneva vinkona mín ætlar að vera í heimsókn þessa helgi þannig að hún getur komið með fullt af íslendingadóti. Svo getum við haft hana sem skraut í þemanu. Getum sett miða á hana sem stendur á „a typical Icelandic tourist in Denmark“ eða eitthvað svoleiðis. Þetta verður mjög spennandi og skemmtilegt:)
Sunneva á góðri stundu.
Svaka fínt bakkelsi. Skúffukaka og Heilsubrauð :)
Jæja ég held ég fari nú annars að enda þetta blogg. Ég verð þó að gera eitt fyrst. Kenna lesendum á það að kommenta hér hjá okkur. Alla síðustu viku vorum við ansi niðurdregin þegar við minntumst á bloggið okkar því að það var bara enginn búinn að kommenta. Við sem blogguðum svo fína færslu síðast. En svo í gær fengum við símatal frá mömmu og hún sagði okkur að það væri bara ekkert hægt að kommenta! Þannig að núna erum við búin að laga það og ég ætla að kenna ykkur á þetta.
1. Lesið bloggfærsluna
2. Fyrir neðan bloggfærsluna, í hægra horninu er svo hnappur sem stendur á annað hvort 0 comments (eða 1,2,3,4,5 comments, allt eftir því hvort einhver sé búinn að kommenta). Ýtið á þennan hnapp.
3. Skrifið það sem ykkur liggur á hjarta í stærsta gluggann á síðunni sem kemur nú upp.
4. Veljið svo valmöguleikann sem heitir „Name/URL“
5. Skrifið nafnið ykkar í gluggann sem þá kemur upp.
6. Ýtið á hnappinn sem stendur á „publish your comment“ (appelsínugula hnappinn)
Ég hvet alla til að prufa núna að kommenta og sjá hvort þetta virki :)
Á morgun verð ég svo í fríi frá skólanum og ætla að leyfa húsmóðurinni í mér að blómstra. Baka og þrífa og svona :) á föstudaginn fer Baldur í sína fyrstu „vettvangsferð“ þar sem hann fer að heimsækja fyrirtæki hér í borginni sem þau í bekknum hans voru að hanna merki fyrir. Annars er ekkert sérstakt á döfinni, en þið fáið eflaust að frétta það um leið og það gerist :)
Jæja þá er þetta LANGA blogg (loksins) á enda. Við þurfum varla að taka það fram hversu mikið við söknum fjölskyldanna okkar og vina. Að því leytinu til getum við ekki beðið eftir jólafríinu! Það er ekkert smá erfitt að vera án ykkar svona lengi! Þess vegna hvetjum við alla til að láta í sér heyra, hvort sem það er hér í kommentum eða e-maili eða símtali. Það er alltaf gaman að fá fréttir af ykkur.
Kossar og knús frá Aalborg,
Baldur og Guðrún
smá blogg
okkur barst áðan kvörtun varðandi kommentakerfið hjá okkur. við erum að reyna að laga það, erum bara ekki nógu miklir tölvunördar til þess greinilega :( en við erum að reyna og reyna, ég lofa! ef þið þurfið að segja okkur eitthvað nauðsynlegt þá getið þíð auðvitað sent okkur e-mail. (megið auðvitað senda okkur línu bara okkur og ykkur til skemmtunar. það er alltaf gaman að heyra fréttir af fólkinu okkar)
Guðrún: gudrunmagnusd@gmail.com
Baldur: baldurjon@gmail.com
betra og ítarlegra blogg á morgun !
kv. Baldur og Guðrún
Monday, September 8, 2008
Góða kvöldið!
Í dag lentum við nú í smá hasar. Áttum að borga leiguna í síðasta lagi í dag og tókum strætó niður í bæ stundvíslega kl. 3 og töldum okkur hafa nægan tíma. Fórum svo og tókum út pening og fórum inní bankann og þar kom í ljós að við (eða aðallega bókhaldarinn ég) höfðum gleymt reikningnum heima! Og nú voru góð ráð dýr! Ef við borgum leiguna eftir síðasta gjalddaga bætast 700 krónur ofan á leiguna sem er asskoti mikill peningur fyrir fátæka námsmenn í útlöndum. Bankinn lokaði kl. 4 og það tæki okkur að minnsta kosti tuttugu mínútur að fara aftur heim og annað eins að fara aftur niður í bæ! Klukkan var 15:20 og við röltum í örvæntingu okkar að næstu strætóstoppistöð og veltum því fyrir okkur hvort við ættum að panta leigubíl, það hefði í alvöru borgað sig! EEEn hvað haldiði að hafi þá gerst? Hvern sjáum við annan en strætó koma keyrandi, við tókum á sprett og náðum strætónum. Þegar við komum á endastöð hlupum við heim til okkar, náðum í reikninginn, settumst á hjólin okkar og hjóluðum og hjóluðum og hjóluðum. Vanalega tekur það hálftíma að hjóla niður í bæ en ég sver það, við tókum þetta á svona... korteri! Rifumst smá á leiðinni, ég nenni ekki að rifja það upp! Svo mættum við PUNGsveitt í bankann og náðum að borga leiguna! Hjúkket! Nutum þess svo að hjóla rólega aftur heim :) En við lærðum bara á þessu öllu saman og það sem við lærðum var:
· Vera vakandi fyrir því hvað þarf að taka með þegar farið er niður í bæ
· Borga leiguna eins fljótt og maður getur, ekki draga það fram á síðasta dag
· Vera góð við hvort annað og ekki rífast yfir smámunum :)
Það var heldur betur brjálað að gera hjá okkur um helgina. Á föstudaginn fórum við í partý í skólanum hans Baldurs, sem var ekkert spes, það kostaði 50 krónur inn (á mann) og það var ekkert í boði nema nokkrar saltstangir og dönsk tónlist (við erum þá að tala um Kim Larsen og Sjúbidua, ekkert rosalega spennandi). Enduðum í bænum, dansandi Grease-dansa með bekkjarfélögum Baldurs og það var bara ansi gaman. Daginn eftir var svo afmælisveisla hjá Katrine (kokkafélaga okkar Baldurs, sjá neðar) sem býr hér í nágrenninu. Við ætluðum okkur nú ekkert að fara en um klukkan 11 var dinglað hjá okkur og þá var fólkið úr partýinu mætt og skipuðu okkur að koma í partýið! Við létum undan og skemmtum okkur konunglega langt fram á nótt! Daginn eftir var ekki svo gaman, Baldur var „veikur“ allan daginn, aumingjans kallinn!
Baldur er nánast kominn á fullt í skólanum og kemur heim dag eftir dag með svip á andlitinu sem segir „sjitturinn, ég er í sjokki“. Hann verður meir a og meira var við það að það er meira en að segja það að vera í háskóla! Alvaran er sem sé að færast yfir hjá honum kallinum en ég veit að hann á eftir að rúlla þessu upp.
Á morgun fer ég í svo í stöðupróf í skólanum og ég verð að segja að ég er bara nokkuð spennt! En að sama skapi eilítið stressuð og þegar ég er stressuð gengur mér oft verr en mér ætti að ganga. Og vitandi það þá verð ég ennþá stressaðri.. plús það að mér líður núna eins og ég sé að veikjast og það er ekki nógu gott að vera lasin í svona prófi..! Ó guð, ég held ég hætti að blogga og fari að lesa orðabók eða eitthvað slíkt!!
Allavega, hugsið fallega til mín á morgun kl. 10:15 á staðartíma (8:15 á Íslandinu góða) plís og hafið það gott!!
p.s. ég og Baldur eigum ásamt Katrine nágranna að elda eftir 2 vikur og Katrine kom með þá uppástungu að við kæmum með uppskrift að einhverjum rosa góðum íslenskum rétti. Ekki viljum við neyða aumingjans Danina til að borða slátur (og ekki nenni ég að taka slátur, ó nei) eða svið eða hákarl. Þess vegna vil ég endilega biðja ykkur, elsku fjölskylda og vinir að endilega koma með hugmynd að einhverju sem gerir Danina æsta í að verða Íslendingar. Helst eitthvað sem tekur ekki 2 daga að elda og eitthvað sem gæti verið mjög svona, internasjonal, á bragðið. Takk takk :)
Friday, September 5, 2008
... en já það er allt að verða vitlaust hérna hjá okkur í Álaborginni góðu. Við vorum þvinguð í matarklúbb en þau verður gaman að sjá þegar þau uppgötva að ég kann ekki neitt í eldhúsinu.. bíð spenntur eftir því, svo erum við að fara í skólapartý núna á eftir þar sem þakið á eftir að rifna af húsinu. Á morgun ætlum við síðan að sýna dönunum hvernig á að halda fyrirpartý með því að bjóða þeim hingað í 334A og blasta ravetónlist, dansa á borðum og kasta grjót í glermuni...
Bootcampcollegi okkar er síðan hérna í Álaborg og ætlar að taka okkur og aðra í tíma tvisvar í viku þannig að það verður spennandi að sjá hvar maður stendur eftir mánaðar bootcamp pásu...
... bless í bili....
Tuesday, September 2, 2008
Góða kvöldið!
Á laugardaginn síðasta fórum við svo í gallafest með fólkinu sem býr hér í byggingunni okkar. Það var rosa skemmtilegt, allir rosa fínir, rosa fínn matur og ekkert smá mikið af áfengi flæðandi! Það var dregið um sæti og þá stóð mér nú ekki alveg á sama, var ekkert rosa spennt að lenda kannski hjá einhverju fúlu fólki sem ekkert var hægt að tala við! En sem betur fer lentum við Baldur nálægt hvoru öðru, það var einn á milli okkar! Við kynntumst fólkinu smá og spjölluðum alveg helling. Ótrúlega skrýtið að þurfa að tala ensku stanslaust heilt kvöld! En það er bara eitthvað sem við þurfum að venjast og kemur örugglega með tímanum. Svo þegar líða fór á kvöldið fór maður að prófa sig áfram í dönskunni, með alveg ágætum árangri :) Svo daginn eftir var dinglað hjá okkur! Við vorum alveg steinhissa, enda hefur ekki verið dinglað hjá okkur síðan mamma, pabbi og amma voru með okkur! En þá var það strákur sem sat við borðið hjá okkur og var að bjóða okkur að vera með í matarklúbbi sem er haldinn á hverju mánudagskvöldi. Rosa spennandi!
Fyrr um daginn fórum við í svokallað „friluftsbad“ sem er eiginlega bara garður með vatni í sem hægt er að synda í. Þar er t.d. 10 metra stökkpallur! Við fórum s.s. þangað með nesti og sundföt og fórum að synda, nema hvað, vatnið var ekkert smáá kalt! Það tók alveg þvílíkt langan tíma að mana sig lengra og lengra ofaní! En það vandist þó þegar við skelltum okkur alveg útí. Svo fórum við á stökkpall, ekki þó þennan 10 metra, heldur svona.. hálfs metra háan! Algjörir kjúklingar! En næsta sumar förum við pottþétt á þennan 10 metra. (þetta var síðasta helgin sem þessi garður var opinn, svo opnar hann bara í maí eða júní á næsta ári)
En á næstunni er svo bara skóli hjá Baldri, stöðupróf hjá mér og partý í skólanum hans á föstudaginn. Að sjálfsögðu ætlum við að fara í það :) Það er líka heldur betur byrjað að hausta hér. Í dag var rosa rok hér og laufblöðin hrundu af trjánum. Það er þó ennþá frekar heitt á daginn en jafnframt rigning og raki þannig að maður er enn sveittur á efrivörinni allan daginn!
Jæja, þá er komið nóg í bili! Þangað til næst,
BÆ!
p.s. minni á myndasíðuna okkar, var að setja inn nýjar myndir frá helginni :) --> http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/sets/72157607078118705/