Jæja þá er komið internet í húsið og tími til kominn að segja forvitnum ferðasöguna!
Við sem sagt lögðum af stað kl. 5 þann 7. Ágúst úr Birtingakvíslinni. Leiðin lá út á flugvöll og þaðan var flogið til Köben. Gaman (?) að segja frá því að vegna kreppunnar ákvað Iceland Express að þjappa í minni vél en venjulega express vél sem eru MJÖG þröngar. Þá kom það í ljós að við Baldur sem pöntuðum aukið fótarými (og borguðum fyrir það) fengum ekki sæti með auknu fótarými og GVU hvað Balli funk varð pirraður! En sem betur fer reddaðist það. Þá lentum við í Köben, fengum okkur Burger King og fórum svo í lestina. Við tók 5 1/5 tíma lestarferð, með töf og notalegheitum. Loksins komumst við svo til Aalborg á Zleep hotel, tékkuðum okkur inn og fórum út að borða.
Föstudagurinn rann upp sólríkur og fagur og við fengum okkur morgunmat. Eftir það fórum við baldur með taxa að okkar nýja heimili, tókum við lyklum og skoðuðum herlegheitin. Náðum svo í pabba gamla uppá hótel og tókum strætó niður í bæ og leigðum bíl. Við tók ansi skrautleg ferð með mistökum og hlátri, svo náðum við í mömmu og ömmu, fórum í búð og keyptum: hreinsiefni, ryksugu, skúringagræjur, klósettpappír og tuskur. Svo var þrifið og þrifið. Við áttum að fá alla kassana okkar á föstudeginum en vegna misskilnings og heimsku (ekki okkar) fengum við ekki dótið. Ég fór og borgaði leiguna og við fórum í rúmfatalagerinnn til að finna eitthvað að sofa á í 3 nætur fyrst dótið okkar kom ekki.
Á laugardeginum var ferðinni heitið hvorki meira né minna en í Århus til að fara á deit við IKEA! Eftir smá vesen við að komast út á hraðbrautina og rugling enduðum við þó á réttum stað. Keyrðum inn á bílastæði fullt af fólki sem var að troða dóti í bílana sína sem einfaldlega passaði ekki í bílana, hlógum að fólkinu og fórum inn. Misstum okkur aðeins og enduðum þar af leiðandi nákvæmlega eins og fólkið sem við hlógum að. Karma beibí, karma! Keyrðum svo heim, settum saman borð, stóla og fleira og svo fórum við Baldur að sofa á yndislegu vindsænginni okkar.
Sunnudagurinn var viðburðarlítill, mamma, pabbi og amma keyrðu eitthvert lengst, næstum því til Þýskalands til að heimsækja vinafólk, og við Baldur vorum bara slök, tókum eina netta bootcamp æfingu og slöppuðum af. Um kvöldið komu svo ferðalangarnir til baka og við fórum öll út að borða. Við Baldur vorum búin að svelta allan daginn (bara búin að borða rúgbrauð og leverpostej, getið ímyndað ykkur prumpi prump) og því var tekið hraustlega til matar.
Mánudagurinn var viðburðarríkur dagur. Við fengum „búslóðina“ okkar, rúmið og keyptum sófa. Við sóttum um kennitölu sem var mun auðveldara en við var búist. Þegar Baldur og pabbi voru að setja rúmið saman, kom í ljós að það vantaði rimla í botninn á rúminu og því var ekkert annað í stöðunni en að bruna til Århus og redda því. IKEA beið okkar á sínum stað og enn og aftur misstum við okkur. Þó ekki jafn mikið og síðast og því höfðum við efni á að hlæja að fólkinu sem var í ruglinu á bílastæðunum. Fyrsta máltíðin í nýju íbúðinni var svo borðuð um kvöldið, ljós sett upp og bjór drukkinn.
Á þriðjudeginum rættust óskir mömmu og ömmu og við fórum í H&M. Í fyrsta skiptið á ævinni var ég róleg inní þeirri búð og Baldur var ekkert smá stoltur af mér! Ég hefði auðvitað getað misst mig en ég hugsaði bara „ég get farið hingað HVENÆR sem er og keypt HVAÐ sem er!“ hversu nice er það? Svo elduðum við (eða aðallega mamma og amma, takk dúllur) og spjölluðum smá. Nýttum pabba dúll í síðasta skiptið, settum upp myndir og slíkt og svo var bara komin nótt!
Á miðvikudegi var upp runnin kveðjustundin. Það var ekkert smá erfitt að kveðja elsku mömmu, pabba og ömmu. En við lifðum það þó af og við Balli fórum á bibliotek og blogguðum síðustu færslu! Síðan þá erum við búin að vesenast SJÚKLEGA mikið, kaupa sjónvarp, fá internetið, halda innflutningspartý og drekka bjór. Og hey ekki má gleyma: HJÓLA! Við erum búin að hjóla SVO mikið, en það er samt ekkert mál því það eru nánast engar brekkur hér. Tekur svona smá í stundum en annars er þetta ekkert biggy. Bara rosa kósý. Um daginn þegar Danmörk-Ísland var (handboltaleikurinn á Ólympíuleikunum) fórum við niður í bæ, settumst inná pöbb, fengum okkur bjór og horfðum á leikinn. Undir það síðasta, þegar leikurinn var sem mest spennandi vorum við eins og kjánar, hvetjandi „vitlaust“ lið! Klöppuðum og hrópuðum „JÁ SVONA STRÁKAR“ þegar hinir voru bölvandi.
Hefðuð líka átt að sjá okkur áðan, tókum strætó yfir hálfan bæinn með 26“ sjónvarp, dvd tæki og matarpoka. Vorum vægast sagt eins og kjánar!
Já, svona er fyrsta 1 og ½ vikan okkar hér í Danaveldi búin að vera, ansi fínn og viðburðarríkur tími. Í næstu viku byrjar Baldur í skólanum og þá kemur rútínan inní þetta. Ég vil bara endilega hvetja ykkur til að hringja í okkur eða msn-a eða tala við okkur á skype (baldur17 og gudrunmagnusdottir). Það er alltaf gott að heyra kunnulegar raddir :)
Þangað til næst,
Hejhej!!
p.s. hér er myndasíðan okkar:
http://www.flickr.com/photos/29690310@N04/ - ferskar og fínar myndir!!
Monday, August 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ó mæ gad hvað þetta er skemmtileg ferðasaga :D Sko nú get ég ennþá meira ekki beðið eftir að koma til ykkar :D Það verður klikkað!!!! Ókey, ég er byrjuð að safna núna :)
Hahhaha.. þetta er nú meiri snilldin. Mér þykir samt verst að hafa misst af innflutningspartýinu því mér sýnist hafa verið hörkustuð þar og líka sú staðreynd að það voru aaaaallir þarna.. :( En þið haldið það kannski bara aftur??
nú hef ég ákveðið.. þið fáið að njóta þeirrar blessunar að fá gabriellu í heimsókn í nánustu framtíð..
Til í ða?
Sakna ykkar einnig...
Hvernig má það vera að enginn sé búinn að commenta á myndina af Balla liggjandi á vindsænginni. Ef maður hefur einhverntímann kynþokka augum litið segi ég nú bara.....
Sæl og blessuð gamla!
Nenniru að vera betri en ég í að blogga! Ég nebla sökka í því ;)
Mega gaman að lesa og skoða myndirnar, til hamingju með nýja heimilið og öll herlegheitin ;)
kossar og knús
Berglind
Post a Comment