Nú erum við komin heim úr mánaðarreisu á Íslandi. Mikið ofboðslega var nú gaman hjá okkur. Fórum tvisvar í útilegu, tvisvar í sumarbústað, rafting, til Ólafsvíkur, ótal sinnum út að borða og hittum nánast alla vini og vandamenn :) Æðislega gaman hreint út sagt :) Og svo erum við bara komin aftur og nú fer alvaran að taka við. Baldur byrjar í skólanum á morgun og er ekkert smá spenntur en Guðrún byrjar ekki fyrr en 1. september. það er kannski fínt að taka það fram að hún er að skipta um nám, fannst hjúkkan ekki alveg vera sitt fag. Hún er því að fara núna í International studies and English, sem við kjósum að þýða sem alþjóðafræði og ensku :) Svaka spennandi allt saman. Það var svaka fínt að koma heim frá Íslandi (þótt það hafi auðvitað verið æðislega gaman og rosa erfitt að kveðja alla) og fara að sofa í sínu eigin rúmi! Og svo erum við að detta ljúflega inn í rútínu núna, förum að sofa á skikkanlegum tímum og borðum rétt. Svo förum við að byrja aftur í ræktinni, nánar tiltekið 1. september. Það verður örugglega soldið erfitt því við höfum hvorug verið í ræktinni síðan í maí. Öxlin á Baldri er öll að koma til og nú ætlar hann að fara bara hægt í að þjálfa hana upp. Annars er nú ekki mikið að frétta :) En endilega kíkið á myndasíðuna okkar, við settum þangað inn myndir sem við tókum í ferðalaginu sem við fórum í. Fórum í 3 daga reisu um suðurlandið, kíktum á Seljalandsfoss, Skógafoss, Seljavallalaug, Jökulsárlón og Skaftafell. Fengum æðislegt veður og skemmtum okkur rosalega vel! En endilega kíkið á myndirnar, þær eru hér:
http://www.flickr.com/photos/gudrunmagnusd/sets/72157621917345989/
Kærar kveðjur úr hitanum í Danmörku:)
Baldur og Guðrún
2 comments:
Takk fyrir komuna og hlakka mega til um jolin!
Það var gott að fá að njóta samverunnar við ykkur síðustu vikurnar. Gangi ykkur vel og endilega skrifa oftar blogg.
Ástarkveðjur frá okkur,
Pabbi M.
Post a Comment