Monday, May 4, 2009

hæ!

Já góðan og blessaðan daginn kæru lesendur

Ég vil byrja á því að afsaka bloggleysi síðasta mánuðinn, við höfum bara verið í svo góðu sambandi við okkar nánustu að okkur fannst ekki þörf á því að blogga en svo fór ég nú að hugsa um þá sem maður talar nú kannski ekki við á hverjum degi og ákvað að skjóta inn einu bloggi. Ég stakk uppá því um daginn við Baldur að vidjóblogga en hann var ekki „í stuði“, alger kjáni. Þannig að ég sit hér í skólanum í frímínútum og blogga.

Hjá okkur er allt fínt að frétta. Sumarið er komið og blóm í haga. Höfum farið tvisvar á ströndina og undanfarna daga hefur verið 15-20 stiga hiti. Það er brjálað að gera í skólanum hjá mér en eitthvað minna hjá Baldri. Bekkurinn hans er nefnilega í ferðalagi, þau skelltu sér til Kaupmannahafnar. Hann Baldur okkar fór ekki með þar sem það var aðeins of dýrt fyrir okkar buddu. En hann hefur nú oft farið til Kaupmannahafnar þannig að hann er nú kannski ekki að missa af tækifæri lífs síns :) en auðvitað hefði verið gaman fyrir hann að fara með en svona er þetta!

Svo komu mamma, pabbi, Gummi og Birgitta í heimsókn í byrjun apríl og mikið rosalega var gott að fá þau. Við höfðum það alveg ofsalega notalegt saman, keyrðum útum allt og skoðuðum margt og mikið. Fórum m.a. á Skagen sem er nyrsti oddi Danmerkur. Svo vorum við nú bara aðallega að njóta samverunnar og hafa það huggulegt. Við vorum eiginlega alveg endurnærð eftir að þau voru hjá okkur, alltaf gaman að fá heimsókn og vera með fjölskyldunni. Það er alltaf jafn erfitt að kveðja en svona gengur þetta. Vonandi fáum við bara að sjá þau sem fyrst aftur.

Svo í sumar er náttúrulega von á mömmu og pabba Baldurs og Katrínu og Gabriellu og það verður rosalega gaman :) þau koma í júlí og þá verður sko örugglega svaka heitt og ströndin stunduð grimmt! Það er mikil spenna fyrir þeirri heimsókn og það er ótrúlega stutt þangað til! Tíminn bókstaflega flýgur áfram þegar það er svona mikið að gera hjá okkur!!

Á föstudaginn tók Baldur svo þátt í keppni um nýtt lógó fyrir Studenterhuset hér í Álaborg. Hann bjó til svaka fínt lógó sem er sigurstranglegt (finnst mér hehehe) og við vonum að sjálfsögðu að kallinn vinni! Það væri ekkert smá gott fyrir ferilskrána hans og budduna okkar því það eru 10.000 danskar krónur í verðlaun! Ekki amalegt!

Við höfðum það svaka gott í páskafríinu, fjölskyldan fór á skírdag þannig að við vorum ein í kotinu yfir hátíðarnar. Við elduðum okkur sko hamborgarhrygg á páskadag, með brúnum kartöflum og tilbehør! Svo drukkum við Egils malt og appelsín með, ekkert smá gott!!! svo var páskaegg í eftirmat þannig að við upplifðum íslenska páska í Danmörku. Svaka fínt :)

Svo 23. Maí verður hér í Álaborg þvílíkt partý. Það verður Karneval sem þýðir að götur bæjarins fyllast af skrautlegu fólki, allir í fínum búningum og hressir! Við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt, erum að vísu ekki búin að finna búninga en við förum í málið í þessari viku :)

Við förum svo í sumarfrí föstudaginn 26. Júní! Það er rosalega seint finnst manni en það skiptir ekki svo miklu máli því allir eru búnir svona seint. Og svo erum við heldur ekki að drífa okkur heim á Ísland þannig að það er ekkert stress :) við erum alveg búin að sætta okkur við að vera hér í sumar, það er nú kannski ekki oft sem maður fær tækifæri til þess að vera erlendis heilt sumar! Þannig að þetta verður bara gaman, vonandi fáum við einhverja vinnu og svona. Og svo koma náttúrulega gestir þannig að þetta verður svaka fínt!

Já ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt meira, þetta er svona það helsta sem á daga okkar hefur drifið og það sem er framundan. Ég skal reyna að þrýsta á Baldur að vidjóblogga næst svo þið getið nú séð okkar fallegu andlit, hehehe :)

Kærar kveðjur frá Álaborg!
Guðrún og Baldur

4 comments:

Sunneva Lind said...

Haha, þú ert einn best heppnaði bloggari sem ég þekki :) Oh, ég vona svoooo að Balli vinni þessa keppni! Lots of money! Ef hann myndi skipta þessu í krónur þá myndi hann örugglega fá milljón (því krónan er svo smá þúst...) Haha! Nei grín, maður á ekki að segja svona. En dúllur, ég er ekki enn búin að gefa upp á bátinn að vinna launamiðann/lottóið/víkingalottóið og þess vegna vona ég mjög að ég fái að knúsa ykkur í sumar :)

Love :*, Sunz

Birgitta said...

alltaf svo gaman að lesa bloggin ykkar :D .. myndi ekki þykja leiðinlegt að koma til ykkar og liggja á ströndinni í sólinni óseinei! vona að við komum aftur på besog, svo æðislegt síðast :)
og go illaB knöf í keppninni!!
hafið það mega gott..
Börgí

Kristin Lilja said...

Loksins kom blogg! Var farin að örvænta hér heima og búin að skoða síðasta blogg milljón sinnum!
En mikið er gott að heyra hvað gengur vel hjá ykkur.. þið standið ykkur svo vel! Vonandi vinnur Baldur þessar 10þús dkk og ef ég þekki hann rétt þá á hann mikla möguleika!

Njótið þess líka að upplifa öðruvísi sumur en gengur og gerist :) Öfunda ykkur því hér á Fróni er að meðaltali 5stiga hiti, rokrassgat og rigning eins og maður getur í sig látið..

Væri til í að kíkja í heimsókn til ykkar en fjárráðin eru eins beggja megin hafs... kannski ef ég vinn verðlaunin í mínum skóla (100þús) þá er aldrei að vita nema ég skelli mér! =)
Knus og kram fra Island..
- Kristín -

Anonymous said...

Oh, alltaf svo gaman að heyra frá ykkur :)

Kv. Karen