Já, kæru lesendur. Það er loksins komið að því að við látum aðeins í okkur heyra. Hér höfum við það afar gott á þessum fallega sunnudegi. Nýbúin að gleypa í okkur pönnukökur í nýþvegnu íbúðinni okkar.
Undanfarna daga hefur verið mikið að gerast hjá okkur. Guðrún byrjaði í skólanum á mánudaginn síðasta og líkar bara vel. Baldur er hins vegar búinn að vera í fríi í þessari viku, þvílík leti í gangi hjá honum :)
Um daginn var hjólinu hans Baldurs stolið! Beint fyrir utan heima hjá okkur! Þar af leiðandi erum við búin að segja „helvítis danirnir“ ansi oft, hehe.. en það verður bara að hafa það, ekkert sem við getum gert í því núna.
Á föstudaginn fórum við á hestbak! Baldur fór í fyrsta skiptið á bak og stóð sig eins og hetja. Fórum í klukkutíma langan útreiðartúr! Það var æðislegt, geggjað veður, stillt en kalt og hestarnir voru frábærir, enda íslenskir ;)
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, það er bara strax kominn febrúar! Alveg magnað! Áður en við vitum af verður komið sumarfrí! Og þá vonum við nú að sem flestir kíki í heimsókn og að sjálfsögðu munum við kíkja á Íslandið góða eitthvað smá.
Við erum búin að fá tvisvar sinnum sendingu hingað út síðan við fluttum. Fyrri sendingin var sett í póst á mánudegi og kom hingað heim að dyrum á miðvikudegi. Í henni var prentari sem við keyptum okkur á Íslandi og ýmsar jólagjafir sem við fengum. Seinni pakkinn var settur í póst á mánudegi og kom svo hingað heilli viku seinna! Í þeim pakka var tölvan mín og slátur. Slátrið hefur greinilega vakið athygli því kassinn kom hingað alveg í molum, búið að rífa hann upp og ég veit ekki hvað! En það var allt á sínum stað. En ég mæli með því að ef einhver ætlar að senda okkur eitthvað þá ekki senda slátur :) við verðum víst bara að lifa án þess hehe :)
Já svo setti ég inn myndir á síðuna okkar, endilega kíkið á það. Þetta eru myndir úr jólafríinu góða. Hérnar er hlekkur á myndasíðuna: http://flickr.com/photos/gudrunmagnusd/3235245968/in/set-72157613097639528/
Þá held ég bara að það verði ekki meira að sinni... hafið það bara sem allra best elsku krútt :)
Knús og kossar,
Baldur og Guðrún
Sunday, February 1, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Hahahaha, héldu þau að slátrið væru dóp-pokar eða hvað? :)
Ps: Þið eruð dúllur :D
Oh hvurs lags er þetta - er fólk að gleyma að kommenta. Ekki ég og Sunneva - við erum bestar
Frábært vídeóbloggið eg vil meira svona. knús og kiss :)
Post a Comment