Já, það sem þið hafið heyrt er rétt. Við erum löngu komin til landsins. Komum 17.desember. Þið vitið ekki hversu erfitt var að halda þessu leyndu fyrir öllum!! Ljúga og ljúga í heilan mánuð! en vonandi verður okkur fyrirgefið :) En þessi færsla verður ekki löng, ætlaði bara að gera þetta opinbert. hefðum átt að koma til landsins í dag, mikið er ég fegin að svo er ekki!!
meira seinna!!!
Kv. Baldur og Guðrún
Tuesday, December 23, 2008
Monday, December 15, 2008
Hæhæ!
Við erum hér enn á lífi og höfum það fínt :) skemmtum okkur svaka vel um helgina, fórum á tónleika með Mugison og höfðum það notalegt. Svo er Baldur bara á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jól. Svo eftir 1 viku komum við til Íslands! Það er það eina sem við hugsum um og tölum um á þessum tímapunkti. Spennan er svo mikil! Erum búin að kaupa lestarmiða og allt! Það er eiginlega ekkert eftir að gera nema pakka og það er kannski heldur snemmt að fara að byrja á því núna! Helgin er alveg óákveðin. Ætli við verðum ekki bara hérna heima að velkjast um í tilhlökkun því það fara allir vinir okkar til Íslands 18.desember. þannig að við verðum ein eftir! En ekki lengi samt, sem betur fer! Og svo bíðum við ennþá spennt eftir að Karen systir Baldurs fari að fæða! Hún var sett 9. Desember en barnið hefur ekkert látið sjá sig! En ætli hún verði ekki fædd þegar við komum heim :) En jæja, það er svo sem ekkert að frétta þannig að þetta er nóg í bili :)
Hafið það sem allra allra best!
Kv. Baldur og Guðrún
Hafið það sem allra allra best!
Kv. Baldur og Guðrún
Tuesday, December 9, 2008
hóhó hóóó!
Hér er allt gott. Allt það besta að frétta. Erum í svo góðu skapi því nú nálgast heimför óðfluga! Eftir akkúrat 2 vikur verðum við í faðmi vina og vandamanna á Íslandinu. Ó hvað ég get ekki beðið! Annars er eiginlega bara ekkert að frétta! Helgin var róleg, bökuðum rice crispies kökur og Baldur fór út að skemmta sér. Ég prjónaði vettlinga og hafði það notó heima á meðan. Svo er Baldur á fullu að klára síðasta verkefnið fyrir jólafrí. Ég fór á fund í hjúkkuskólanum áðan og ég er svo ótrúlega spennt að byrja! Og líka smá stressuð því þetta á ekki eftir að vera auðvelt :) um næstu helgi ætlum við svo að fara á tónleika. Enginn annar en víkingurinn sjálfur Mugison er að koma til Álaborgar og að sjálfsögðu ætlum við að fara að sjá hann. Svo ætlum við að fara í miðbæinn og skoða jólafjörið þar. Fara í parísarhjólið og fá okkur vöfflur. Þannig að það eru einungis spennandi tímar framundan! Um daginn fékk ég nóg af jólaskrautsleysinu og tók því á það ráð að föndra jólaskraut. Það kom heldur betur vel út og má sjá mynd af því hér að neðan. Einnig sjáiði mynd af jólastemningu: mandarínur og kerti og svo að lokum dagatalakertið okkar!
Jæja, þetta verður stutt í þetta skiptið, það er bara ekkert meira í fréttum! Hafið það gott dúllur :)
Kv. Baldur og Guðrún



Jæja, þetta verður stutt í þetta skiptið, það er bara ekkert meira í fréttum! Hafið það gott dúllur :)
Kv. Baldur og Guðrún
Thursday, December 4, 2008
Hæ hó!!
Jæja góðir hálsar. Hér er það Guðrún sem talar. Nú styttist all svakalega í heimkomu. Minna en 3 vikur! Þetta er svakalegt alveg hreint! Við erum þvílíkt spennt og getum ekki beðið eftir að komast og hitta ykkur. Við höfum það nú svo sem fínt hér, það er ekki vandamálið!
Síðasta helgi var svaka fín, fórum í julefrokost og bökuðum piparkökur. Svo á mánudaginn elduðum við ekta danskan jólamat fyrir matarklúbbinn. Það gekk bara prýðisvel, við gerðum nú reyndar fátt annað en að skræla kartöflur (5 kíló) og vaska upp. Sósan misheppnaðist víst eitthvað en það reddaðist. Maturinn var svaka fínn, pörusteik (flæskesteg), rauðkál, karamellukartöflur og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar var þetta þriggja rétta máltíð með fiskefillet í forrét og risalamange í eftirrétt. Sko þessi fiskefillet eru nú frekar ógeðsleg samt. Þetta er bara rauðspretta í raspi og ég verð að segja það að rauðspretta er eiginlega bara frekar vond á bragðið. Svo er þetta sett á rúgbrauð, sítróna kreist yfir og svo er þetta toppað með slettu af remúlaði! Alger bomba!!
Talandi um fisk, þá keyptum við um daginn frosin flök sem við vonuðumst til að væri ýsa. Baldur tók fram meistara kokkataktana og steikti fiskinn á pönnu. Í fyrsta lagi rýrnaði fiskurinn um 50% og í öðru lagi var hann viðbjóðslegur á bragðið. Svona feitt bragð af honum. Eftir að við smökkuðum fiskefillet í julefrokost er ég farin að hallast að því að þetta hafi verið rauðspretta því bragðið var skuggalega líkt. Baldur sem hafði kryddað þetta fullt og svaka vel, en það var bara skítabragð af þessu! Það er greinilegt að íslenskur fiskur er bara sá besti! Vonandi munum við fá soðna ýsu við tækifæri í jólafríinu :) erum orðin heldur óþreygjufull að fá fisk!
En piparkökubaksturinn gekk heldur betur vel. bökuðum slatta af kökum sem kláruðust á.. 2 dögum! Við vorum ekkert smá flink, skárum út alls konar myndir og svona. Við settum myndir af þessu á myndasíðuna okkar. þar má líka finna myndir úr julefrokostinum og svo af matseldinni. Allt að verða viltaust!!!
En hér sit ég ein og skrifa. Baldur er svei mér þá bara farinn að sofa! Hann hefur það ekki eins náðugt og ég, sem sef fram að hádegi alla daga! Hann fór í skólann í morgun kl. 9 og þurfti að fara á fætur kl. 8. Þannig að karlinn var þreyttur og fór að sofa um kl. Hálf 11 sem er frekar snemmt á þessum bæ þar sem einhverra hluta vegna við förum alltaf að sofa um 2 leytið. Það er aldrei ætlunin að fara svona seint að sofa, einhverra hluta vegna er klukkan alltaf skyndilega orðin svona mikið! Tíminn bara flýgur áfram!
Ég fer í síðasta prófið 10. Desember og það er munnlegt próf. Vonandi mun það ganga vel. svo fékk ég bréf frá hjúkkuskólanum um daginn og mér er boðið á einhverja samkomu 9. Desember. Þar mun ég hitta kennarana og verðandi samnemendur og spjalla smá við þá. Það er ekkert nema spennandi og þá fæ ég líka tækifæri til að æfa mig fyrir munnlega prófið!
Við erum svei mér þá komin í smá jólaskap! Hlustum á jólalög og höfum kveikt á jólakertum( eitt með jólalykt og annað sem telur dagana fram að jólum). En það er voða lítið um jólaskraut hjá okkur. Við eigum einn jólakall sem Baldur vann í jólapakkaleik í julefrokost. Svo vorum við að leita að seríum um daginn en þær eru allar svo dýrar og ljótar að við bara höfum eiginlega engann áhuga á að kaupa þannig. Við viljum bara hafa svona eins og eru á Íslandi, annað hvort marglitaðar eða hvítar. En við verðum víst bara að redda þeim fyrir næstu jól :)
En jæja, ég ætti kannski að fara að huga að svefni líkt og Baldur. Langaði bara aðeins að láta ykkur vita af okkur. Já og endilega kíkið nú á myndasíðuna og ekki gleyma að kommenta :)
Hafið það sem best elsku krútt :)
Kærar kveðjur,
Baldur og Guðrún
Síðasta helgi var svaka fín, fórum í julefrokost og bökuðum piparkökur. Svo á mánudaginn elduðum við ekta danskan jólamat fyrir matarklúbbinn. Það gekk bara prýðisvel, við gerðum nú reyndar fátt annað en að skræla kartöflur (5 kíló) og vaska upp. Sósan misheppnaðist víst eitthvað en það reddaðist. Maturinn var svaka fínn, pörusteik (flæskesteg), rauðkál, karamellukartöflur og ég veit ekki hvað og hvað. Reyndar var þetta þriggja rétta máltíð með fiskefillet í forrét og risalamange í eftirrétt. Sko þessi fiskefillet eru nú frekar ógeðsleg samt. Þetta er bara rauðspretta í raspi og ég verð að segja það að rauðspretta er eiginlega bara frekar vond á bragðið. Svo er þetta sett á rúgbrauð, sítróna kreist yfir og svo er þetta toppað með slettu af remúlaði! Alger bomba!!
Talandi um fisk, þá keyptum við um daginn frosin flök sem við vonuðumst til að væri ýsa. Baldur tók fram meistara kokkataktana og steikti fiskinn á pönnu. Í fyrsta lagi rýrnaði fiskurinn um 50% og í öðru lagi var hann viðbjóðslegur á bragðið. Svona feitt bragð af honum. Eftir að við smökkuðum fiskefillet í julefrokost er ég farin að hallast að því að þetta hafi verið rauðspretta því bragðið var skuggalega líkt. Baldur sem hafði kryddað þetta fullt og svaka vel, en það var bara skítabragð af þessu! Það er greinilegt að íslenskur fiskur er bara sá besti! Vonandi munum við fá soðna ýsu við tækifæri í jólafríinu :) erum orðin heldur óþreygjufull að fá fisk!
En piparkökubaksturinn gekk heldur betur vel. bökuðum slatta af kökum sem kláruðust á.. 2 dögum! Við vorum ekkert smá flink, skárum út alls konar myndir og svona. Við settum myndir af þessu á myndasíðuna okkar. þar má líka finna myndir úr julefrokostinum og svo af matseldinni. Allt að verða viltaust!!!
En hér sit ég ein og skrifa. Baldur er svei mér þá bara farinn að sofa! Hann hefur það ekki eins náðugt og ég, sem sef fram að hádegi alla daga! Hann fór í skólann í morgun kl. 9 og þurfti að fara á fætur kl. 8. Þannig að karlinn var þreyttur og fór að sofa um kl. Hálf 11 sem er frekar snemmt á þessum bæ þar sem einhverra hluta vegna við förum alltaf að sofa um 2 leytið. Það er aldrei ætlunin að fara svona seint að sofa, einhverra hluta vegna er klukkan alltaf skyndilega orðin svona mikið! Tíminn bara flýgur áfram!
Ég fer í síðasta prófið 10. Desember og það er munnlegt próf. Vonandi mun það ganga vel. svo fékk ég bréf frá hjúkkuskólanum um daginn og mér er boðið á einhverja samkomu 9. Desember. Þar mun ég hitta kennarana og verðandi samnemendur og spjalla smá við þá. Það er ekkert nema spennandi og þá fæ ég líka tækifæri til að æfa mig fyrir munnlega prófið!
Við erum svei mér þá komin í smá jólaskap! Hlustum á jólalög og höfum kveikt á jólakertum( eitt með jólalykt og annað sem telur dagana fram að jólum). En það er voða lítið um jólaskraut hjá okkur. Við eigum einn jólakall sem Baldur vann í jólapakkaleik í julefrokost. Svo vorum við að leita að seríum um daginn en þær eru allar svo dýrar og ljótar að við bara höfum eiginlega engann áhuga á að kaupa þannig. Við viljum bara hafa svona eins og eru á Íslandi, annað hvort marglitaðar eða hvítar. En við verðum víst bara að redda þeim fyrir næstu jól :)
En jæja, ég ætti kannski að fara að huga að svefni líkt og Baldur. Langaði bara aðeins að láta ykkur vita af okkur. Já og endilega kíkið nú á myndasíðuna og ekki gleyma að kommenta :)
Hafið það sem best elsku krútt :)
Kærar kveðjur,
Baldur og Guðrún
Subscribe to:
Posts (Atom)