Í gær vorum við Baldur svo bæði lasin (og Bjarni og Sunneva reyndar líka) vegna þreytu í alla staði. Baldur fór þó í skólann, þurfti að vinna í hópverkefni. Og í dag er ég líka lasin. Vonandi fer ég þó öll að koma til, vil helst ekki missa mikið úr skólanum þar sem það er einungis rúmlega mánuður eftir. Þá fer ég í próf og útskrifast vonandi með ágætis einkunn. Ég hef samt ekki mikla trú á því þar sem ég er langt á eftir bekkjarfélögum mínum í þessu öllu. En það kemur í ljós, ef ég næ ekki þá skiptir það svo sem engu máli fyrir mig, ég kemst hvort eð er inn í alla skóla, verandi Íslendinngur. En það væri gaman að vera með plagg uppá að hversu fær ég er í dönsku. Og talandi um það, ég kom sjálfri mér (og Baldri, Sunnevu og Bjarna) þvílíkt á óvart um helgina. Ég talaði dönsku við fólkið í Tour De Chambre og kann bara mun meira en ég hélt! Þannig að kannski ég bara nái prófinu :)
Svo erum við Baldur búin að kaupa ferð heim til Íslands. Kostaði hvorki meira né minna en 105.550 krónur! Þetta er svo mikið rugl! Svo erum við að heyra fréttir af því að flugfélagið sé að hætta við ferðir á fullu og erum núna þvílíkt stressuð yfir að þau hætti við okkar flug. Það bara má ekki gerast! En við munum mæta galvösk á klakann þann 23. Desember og yfirgefa ykkur 4. Janúar. Ekki langur tími en þó einhver tími. Við erum þakklát fyrir að fá einhvern tíma með fjölskyldu og vinum. Þannig að eins gott að það verði ekki hætt við flugið okkar!!
Annars er bara allt komið í fastar skorður eftir heimsóknina. Þurfum þó að borða súpu og túnfisk það sem eftir er af mánuðinum en það er ekkert nema okkur sjálfum að kenna. Og þó, við getum ekki millifært pening ennþá þannig að ég veit ekki hvernig það fer. Eigum sem betur fer pening í lausu fyrir leigunni þannig að það verður í lagi. En annað verður bara að koma í ljós. Vonandi endar þetta allt saman vel. Svo var ég að heyra að það væri kominn vöruskortur á Íslandi. Ég trúi ekki að þetta eigi að viðgangast lengur. Þetta verður að komast í lag!!!
Jæja, ég ætla að einbeita mér að því að ná mér úr veikindunum. Heyrumst síðar,
Guðrún og Baldur
p.s. Hér eru nokkrar myndir úr heimsókninni:
Gestirnir, Bjarni og Sunneva
Fyrsta máltíðin saman
Sunneva að vatnslita íslenska fánann
Veisluborðið, harðfiskur, tópas og bolla og íslenski fáninn
Galvaskir Íslendingar í lopapeysum og fótboltabúningum
5 comments:
Hæ elsku Guðrún mín,
mikið er gaman að lesa þessa sögu hjá þér. Það hefur verið alveg gríðalega gaman hjá ykkur dúllur og mikið stuð. Þú verður að láta þér batna elskan mín og vera dugleg það stittist í heimkomu svo það verður bara gaman hjá okkur öllum. jæja við heyrumst þúsund kossa og knús frá mér til ykkar.
Amma Gunna og Afi Jói eru hér hjá okkur þau eru að fara til Kanarí í fyrramálið svo það verður gaman hjá þeim. jæja dúlla við heyrumst.
Mamma Drífa
p.s elska þið og sakna.
Hæ aftur amma og afi biðja voða vel að heilsa ykkur gleymdi því áðan.
koss knús Mamma Drífa
Nenniði að spara nammið og koma með það heim um jólin, vöruskorturinn sko. Ísland er fátækt, þið danirnir verðið að redda þessu!
Hæ honeys... ég er strax byrjuð að sakna ykkar... no kidding!! Ég gjörsamlega EEEELSKAÐI að vera hjá ykkur og það var mega kósý og gaman :D (og auðvitað má ekki gleyma öllu fjörinu og fimmaurabröndurunum góðu...)
Love, Sunneva :*
Vá þetta hljómar eins og geðveikt fjör..
Hlakka bara til að fá ykkur stuðboltana heim til Íslands svo við getum haldið eitt risastórt partý..
Hafið það sem best elskurnar :*
Post a Comment