Sunday, October 5, 2008

Áskorun

Við fengum áskorun eftir síðasta blogg. Mörgum finnst hugmyndin um að stofna sjóðinn "börnin heim" bara ansi góð. Og áskorunin var sú að stofna hann í alvörunni. Sem við og gerðum. Þannig að ef það eru fleiri sem finnst þetta góð hugmynd og vilja leggja í púkk þá er þetta reikningsnúmerið:
0525-14-602655
og kennitala: 021087-2629
Við erum ekki að tala um hundraðþúsundkalla, heldur meira svona.. hundraðkalla :) En alls ekki finnast þið tilneydd til að styrkja okkur, aaalls ekki :) þetta er allt í góðu gert og það sem safnast mun koma sér vel þegar kemur að því að kaupa flugferð heim í jólafríið. Sama hversu lítið það verður, það er mikill munur fyrir okkur :)

Annars er allt fínt héðan, fórum út að borða á föstudaginn og það var mjög gott :) gaman að þurfa ekki að elda og vaska upp! Svo í gær átti að vera svaka Íslendingapartý en það var hætt við og það féll ekki í góðan jarðveg hjá okkur Baldri, vorum búin að klæða okkur upp og allt þegar við fengum afboðunarsímtalið :( En við gerðum bara hið besta úr því, höfðum bara kósíkvöld, drukkum smá bjór og horfðum á sjónvarpið. (að vísu ekkert rosalega frábrugðið ÖLLUM öðrum kvöldum hér, hehe)

Takk KÆRLEGA fyrir allar afmæliskveðjurnar :) Það var ekkert smá gott að fá þær allar, gaman að vita að ég er ekki gleymd og grafin!

Jæja, best að fara að vekja Baldur (já hann er sofandi kl. 19:04 að staðartíma!! alger letidagur í dag) og elda pizzu! Hafið það sem best elsku, elsku vinir og vandamenn.

kveðja,
Guðrún og Baldur

3 comments:

Anonymous said...

Frábært að þið létuð verða af þessu,hver króna kemur sér vel fyrir fátæka námsmenn í útlöndum. Hafið það sem best elskurnar mínar,okkur hlakkar rosalega til að fá ykkur heim um jólin:)

Anonymous said...

Lagði smá inn á ferðasjóðinn:) dúllurnar mínar.

Anonymous said...

Gaby amma og Baldur afi biðja voða vel að heilsa, þau sakna ykkar mjög mikið og hlakka til að fá ykkur heim um jólin og vilja endilega leggja smá inn á sjóðinn.
kiss og knús frá þeim.