Tuesday, October 28, 2008

halló halló!

Það er nokkuð ljóst að rigningartíðin er byrjuð hér í Danmörkinni. Maður er gegnvotur allan daginn eftir að hafa hjólað í skólann og þar af leiðandi líka ískaldur. Ótrúlega kósí! Það er endalaus rigning hérna, um helgina var mest 30 millimetrar! Það er slatti. Það var þó ekkert slæmt fyrir okkur því við héngum inni alla helgina og höfðum það notalegt. Gerðum bara ekkert sérstakt um helgina. Gerðum þó misheppnaða tilraun til að kaupa föt á Baldur (hann er alveg fatalaus!). mættum galvösk í miðbæinn klukkan hálf þrjú með vasa fulla af krónum og vorum tilbúin til að versla. Komumst svo að því þegar við vorum nýbyrjuð að skoða í H&M að allt lokaði klukkan þrjú. Gaman að því. Þannig að Baldur litli verður að þola fataleysið eitthvað lengur!

Já hann Baldur er svo sannarlega að slá í gegn hérna í Danmörkinni. Vann aftur keppni í skólanum! Glæsilegt hjá honum, ég er ekkert smá stolt af honum. Og nú er hann byrjaður á öðru verkefni, þarf að hanna veggspjald fyrir PETA (dýrarverndunnarsamtök). Og ef hann vinnur þá keppni, verður hönnunin hans send í alþjóðlega keppni og veðlaunin þar eru... hvorki meira né minna en 2500 dollarar!! Óó já! Það er til mikils að vinna. Hehe :)

Um helgina er svo margt í boði. Íslendingaball og Halloweenpartý. Erum ekki alveg búin að ákveða hvort við ætlum að fara á Íslendingaballið, en við erum eiginlega búin að ákveða að fara í partýið. Kannski förum við bara í bæði!! En við þurfum að mæta í búningum í Halloween partýið og við erum sko búin að ræða það. Baldur ætlar að fara sem kona og ég ætla að fara sem karl! Þetta verður spennandi að sjá :)

Meira er ekki í fréttum að sinni. Hafið það sem allra best elsku vinir og vandamenn :)

Med venlig hilsen,
Baldur og Guðrún

3 comments:

Anonymous said...

Held að kuldinn nái alla leið hingað því maður er kaldur inn að beini í þessu endalausa myrkri...

En djöfull er Baldur flottur !:D Innilega til hamingju.. Það er ekki spurning að þið munið vinna 2500 dollarana. Sem vill svo til að eru mikils virði um þessar mundir! ;)

En hafið það sem allra best dúllur :*

Anonymous said...

Til hamingju Baldur!! og Gugga með kallinn þinn;)
En já vildi óska að ég fengi að sjá ykkur skipta um hlutverk:)

Anonymous said...

Oh, þessi Balli sko... Of klár fyrir lífið :) Greinilega á réttri hillu þarna, hehe :D

Love, Sunneva :*