Héðan úr Aalborg er allt gott að frétta. Eða svona miðað við aðstæður allavegana! Danske Bank búinn að loka á okkur og allt í skralli! Ástandið hlýtur þó að fara að batna, ég get ekki trúað því að þeir ætli að láta okkur (námsmenn erlendis) svelta og enda á götunni! En jæja, ég vona þó að allir á Íslandi hafi það gott og séu hraustir og séu ekki algerlega á tauginni.
Hvað haldiði að hafi gerst um daginn? Hjólið mitt bilaði! Og það er að sjálfsögðu hræðilegt hér í Danmörku. En að sjálfsögðu tók húsbóndinn á heimilinu málin í sínar hendur og lagaði það! Duglegur strákurinn! Og nú get ég hjólað og hjólað áhyggjulaus! Alger lúxus að eiga svona duglegan og flinkan kærasta!!
Fórum í gær í „kreppupartý“ heima hjá Bryndísi og Andra. Það var þannig að það var bannað að tala um kreppu og maður átti að skemmta sér. Það heppnaðist vel, allir voru kátir og hressir. Enduðum niðrí bæ, þó með stuttu stoppi í bakaríi þar sem feitir og sveittir bakarar voru að baka sætabrauð. Við betluðum snúða af þeim(sögðumst vera fátækir Íslendingar) og borguðum nokkrar krónur fyrir. Rosa gott :)
Svo er nota kósí hjá okkur í þessari viku. Núna eru allir skólarnir í „efterårsferie“ eða haustfríi. Getum bara slappað af endalaust og notið okkar! Reyndar verður brjálað að gera hjá okkur, Sunneva er að koma á miðvikudagin. Það verður náttúrulega ekkert nema stanslaust stuð og partý. Erum búin að bjóða fólki hingað í kokteilpartý á föstudaginn, það verður vafalaust svaka fjör.
Við höfum svo sem ekkert mikið að segja, vildum bara aðeins láta heyra í okkur.
Kær kveðja
Baldur og Guðrún
Sunday, October 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Hæ hæ, alltaf svo gaman að lesa um ykkur,það er nú alltaf nóg um að vera hjá ykkur,elskurnar mínar.Kiss kisssssssssssss og knús frá múttu.
Geir lofar að þetta komist í lag. Eða Davíð lofar Geir, sem lofar okkur það. Ég sé annars húsbóndann alveg fyrir mér með skiptilykil í hönd reyna að átta sig á hvernig reiðhjól virka.. hvort ég gæti svo treyst hjólinu eftir viðgerðina er annað mál.. med venlig hilsen frá Íslandi
Gott að heyra að danskir bakarar styrkja ykkur, ómögulegt að svelta út í DK.
Annars þyrftu Íslendingar aðeins að fara að hygge sig. Það eru allir á haus hérna og fréttirnar drullandi um efnahagslegar og verðurfræðilegar lægðir út og inn á hverjum degi.
Maður er alveg orðinn gaga og gúgú af þessu öllu saman.
Njótið þess bara að vera danskar dúllur á biluðum hjólum. :)
Hislen, Karen
Já ég er sammála síðasta ræðumanni. Hér sitja allir brúnaþungir og fúlir og ræða um efnahagslífið eins og þeir hafi nýlokið mastersprófi í viðskiptafræði.. Háfleyg og erfið viðskiptaorð sem enginn kunni í þarsíðustu viku fljúga af vörum hvers leikskólabarns.
Já.. síðustu dagar hafa verið viðskiptaskóli fyrir alla íslendinga.
Ég segi því eins og Karen. Haldið áfram að borða sætabrauð og hjóla um Álaborg. Ef það fer að verða slæmt að vera Íslendingur í DK getið þið alltaf tekið upp dulnefnin Jens og Lotta og haldið áfram að dúllast..
Ég sakna ykkar!
Hæ elskur :D Ég er að pissa á mig úr spenningi! Bara svo þið vitið það :D Pælið í því, að klukkan fimm á morgun þá verðum við að knúsast!!! Vá, mér líður eins og ég sé að ljúga því ég trúi ekki að það sé svona stutt í þetta, hahahaha!!!
Þúsund kossar :*
Post a Comment