Wednesday, September 30, 2009

Hæjó!!

Héðan er allt það besta að frétta og allt gengur svaka vel. Brjálað að gera í skólanum hjá okkur báðum og allt að verða vitlaust :) Nú er aðeins farið að kólna í veðri hérna í Danmörku og við erum alveg farin að þurfa á trefli að halda þegar við förum út (á meðan þið þarna á Íslandi þurfið snjógalla hehe). Baldur er að fara í verknám í næstu viku og verður í því í 4 vikur. Hann er búinn að fá „vinnu“ hjá fyrirtækinu Netheimur sem er íslenskt fyrirtæki og þar verður hann að hanna á fullu. Þetta er þó allt í gegngum netið. Hann verður bara hérna heima með kaffibollann á náttfötunum að vinna :) rosa kósý :) Svo fer hópavinnan mikla að byrja hjá Guðrúnu í skólanum. Hún þarf að skila risastóru hópaverkefni 16.desember og það mun væntanlega taka verulega á að vinna í hópavinnu endalaust! Já talandi um desember, þá erum við búin að panta far heim til Íslands þann 16. Desember! Magnað! Við verðum s.s. á Íslandi á tímabilinu 16.desember – 4.janúar.. Það er bara allt klappað og klárt og ekkert annað að gera en að telja niður.. og læra :) svo verðum við væntanlega líka eitthvað lærandi í jólafríinu þar sem við förum bæði í próf í janúar. Een við munum nú samt ná að hitta alla, ekki satt?

Jæja, við vildum bara aðeins láta heyra í okkur, það er langt síðan síðast og svona.. En þangað til næst segjum við bara bæbæbæbææææ

Kv. Baldur og Guðrún

2 comments:

Anonymous said...

Gaman að sjá nýtt blogg. Gangi ykkur vel og til hamingju aftur gugga mín, með afmælið !

Kv. karen

Anonymous said...

Gaman að heyra hvað það er mikið að gera hjá okkur og að allt gengur vel!
Veit þið rúllið upp þessum verkefnum!

Hlakka til að sjá ykkur í des
kv. Kristín Lilja