Wednesday, November 19, 2008

Hej!

Já gott fólk, hér sit ég á sófanum og skrifa á meðan Baldur reynir að búa til teknólag. Fórum á æfingar í dag og erum lurkum lamin eftir þær. Baldur er hættur í Bootcamp vegna hnévesenis og er búinn að kaupa sér kort í ræktina. Þar pumpar hann járni eins og enginn sé morgundagurinn. Ég hins vegar held ótrauð áfram í Bootcamp, við Sara erum búnar að bæta við einni æfingu þannig að núna er það 4 sinnum í viku. Á mánudögum hlaupum við smá og syndum svo slatta, á þriðjudögum og fimmtudögum er venjuleg bootcamp æfing og á föstudögum er svo hlaupaæfing. Breyttum reyndar til í dag og höfðum hlaupaæfingu í dag og ég get sko sagt ykkur það án þess að ljúga að ég hljóp stanslaust í klukkutíma í dag! Og eitt annað sem er ekki lygi: ég get varla labbað núna! Ég er alveg dauðþreytt í fótunum! En það er magnað að fara í sund hérna. Í fyrsta lagi er sundlaugin ísköld. Í öðru lagi gilda engar umferðarreglur þar þannig að maður gæti allt eins lent í því að skalla einhvern. Í þriðja lagi er BANNAÐ að vera í sundfötum undir sturtunni. Það er ansi magnað. Skrýtið þetta lið hér í Álaborg.

Ég er búin með 1/3 af prófunum og það gekk bara vel í þessum fyrsta parti sem var lesskilningur. Svo á ég eftir að fara í hlustunarpróf og munnlegt próf. Það verður spennandi að sjá :) Baldur er bara í kæruleysi í skólanum, nánast í fríi í 2 vikur því hann er að vinna að einstaklingsverkefni núna og þar af leiðandi þarf hann eiginlega ekkert að mæta í skólann.

Veðrið hérna þessa dagana er heldur ógeðslegt, endalaus rigning og rok. Minnir mann bara á Ísland :) það er nánast ekkert hægt að hjóla í þessu roki, maður kemst ekkert áfram, þannig að við erum búin að lifa í munaði núna annað slagið og höfum tekið strætó í skólann! Alger lúxus!!

Um síðustu helgi fórum við m.a. í keilu. Það var hresst, Baldur vann tvisvar, kallinn helvíti góður. Svo spiluðum við Trivial ótal sinnum við vini okkar hér, Bryndísi, Andra, Barböru, Kidda og Halldóru. Fínt að hita smá upp fyrir jólin :)

Já svo styttist og styttist í heimkomuna. Aðeins 33 dagar! Það verður nú fljótt að líða. Við erum ekkert smá spennt og hlakkar ekkert smá til að hitta alla aftur :) við söknum ykkar svo svakalega mikið! Bíðum líka spennt eftir að fá fréttir af því að Karen systir Baldurs sé búin að eiga. Hún ætti að fara að unga út bráðum :) það verður spennandi!

Annars erum við bara bæði hress og kát, heilsan góð og geðheilsan líka. Okkur líkar enn tiltölulega vel vi ðhvort annað, sofum allavega enn í sama rúmi. Hehe neinei nú er ég að grínast, við erum svaka hamingjusöm :)

Jæja það er kannski þjóðráð fyrir mig að fara að kíkja í koju, komin í einhvern galsa hér! Hafið það sem best dúllur og ekki gleyma að kommenta :)

Med venilg hilsen,
Baldur og Guðrún

6 comments:

Anonymous said...

þið eruð æði styttist í heimkomu. kossar og knús.

big mama D

Kristin Lilja said...

Hlakka rosa rosa til að sjá ykkur :*:*
Þið eruð æðisleg..

Anonymous said...

Váá duglega fólk !! bara orðin háð hreyfingu sem er alltaf jákvætt, ég er bara búin að vera löt og hef ekkert æft mig nema í bjórdrykkju ! gengur líka svona svakalega vel :D gangi þér vel í prófunum skonsan mín og hlakka til að sjá ykkur eftir 33 daga !!!

Anonymous said...

Við teljum dagana þangað til að þið komið heim,styttist óðum gaman gaman.Klemm og kiss :)Love you

Anonymous said...

Ooog ég gleymdi að kommenta. En ég er svo tíður gestur á þetta blog svo það er ekki þúsund í hættunni.

Gaman að heyra frá ykkur :)

Anonymous said...

Omg... ég er orðin svo megaspennt... :D Síja sún honnís :*