Jæja þá er komin tími á nýja færslu. Hálf kjánalegt að hafa þessar misgóðu myndir hér fremst á síðunni! Það er svo sem ekkert mikið að frétta héðan, allt gengur vel og við höfum það gott. Ótrúlegt hvað tíminn flýgur áfram, allt í einu kominn 12. Nóvember! Það er ekkert smá, mér finnst svo stutt síðan við fluttum! Og nú fer bara bráðum að koma að því að við komum í frí til Íslands, bara í næsta mánuði :)
Gerðum okkur smá dagamun um daginn, fórum út að borða og í bíó. Sáum nýjustu James Bond myndina og við mælum með henni :) mælum líka með veitingastaðnum sem við fórum á, svaka fínn og alls ekki dýr. Fengum 2 rétta máltíð fyrir 109 krónur! Svaka fínt. Svo á síðasta föstudag var svokallaður „j-dag“ hérna í Danmörku. Þar sem Danir eru, eins og við öll vitum, mikið fyrir bjórinn þá var þessi dagur (eða reyndar kvöldið) haldið hátíðlegt og komu jólabjórsins fagnað! Eða með öðrum orðum Danir duttu í‘ða. Og við líka! Julebryg frá Tuborg er ekkert smá góður bjór, ef þið kíkið til Danmerkur í kringum jól þá mæli ég með því að þið prufið hann. Helst á krana, hann er bestur þannig.
Svo eru bara próf framundan og eintóm gleði. En ég held ég láti þetta nægja að sinni, uppvaskið bíður :) svo vildi ég minna ykkur á að vera dugleg að kommenta, eitthvað búið að minnka hjá ykkur. Alltaf gaman að fá komment :) Hafið það sem allra, allra best og munið: sjáumst í næsta mánuði ;)
Med venilg hilsen,
Baldur og Guðrún
Wednesday, November 12, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hæ, já það fer að koma desember og þið að koma til okkar verður bara gaman er það ekki. Annar allt gott her hjá okkur. Knús og kossar til ykkar.
Love you
Mamma Drífa
Skál!!
Úff.. það fer að styttast í ykkur :) Það verður svo gaman! Enn og aftur.. hafið það sem allra best þarna úti :*:*
Jæah, er ekki aftur kominn tími á nýja færslu?
Post a Comment