Annars er allt fínt héðan. Bara ískalt en fallegt veður. Jólaskreytingarnar eru farnar að láta sjá sig og það eru endalaus jólatilboð í öllum búðum. Við vorum nú að vonast til að De Danske væru nú aðeins rólegri í þessum bransa heldur en Íslendingarnir en svo er víst ekki.
Helgin var hress, fórum í Halloween partý hér í húsinu hjá okkur og dressuðum okkur heldur betur upp. Baldur fór sem kona og ég sem karl. Svo seinna um kvöldið fórum við á Íslendingaball og Baldur sló heldur betur í gegn þar. Það voru allltaf einhverjir karlar að klípa í rassinn á honum og hann fékk ansi margar spurningar varðandi kynhneigð sína. En þetta fór þó allt vel og það var vel sjúskað og sköllótt kvenmannsandlit á karlmannslíkama sem vaknaði við hliðina á mér morguninn eftir. Núna veit Baldur þó hvernig það er að vera stelpa, þurfa að mála sig og þola áreyti frá strákum, hehe :)
Prófin hjá mér nálgast óðfluga, einungis ein og hálf vika þar til það fyrsta verður. Kellingarnar í skólanum (sem eru búnar að búa hér í 2-3 ár og búnar að vera álíka lengi í skólanum) eru alveg að missa sig í stressi og eru alveg handvissar um að þær falli, en á meðan er ég pollróleg. Annað hvort geri ég mér ekki grein fyrir alvarleikanum eða þá að þær eru að taka þessu of alvarlega. Það skiptir þær reyndar öllu máli að ná því annars komast þær ekki inní háskólann en ég er komin inn og er þar að auki Íslendingur og þarf ekki að hafa neitt dönskupróf. Ég tek þessu bara með ró og geri mitt besta, hvernig sem fer þá hefur þetta verið fín reynsla :)
Baldur er bara í einhverju kæruleysi þessa vikuna í skólanum. í gær og í dag voru bara „project hours“ sem þýðir að hópurinn hans ákveður hvenær skal hittast og hvað skal gera. Svo á morgun og á föstudaginn er frí. Einasti skóladagurinn hans verður á fimmtudaginn. Það er greinilega lúxuslíf að vera í háskóla, ég hlakka bara til að byrja! Hahaha.. :)
Á morgun ætlum við að fara í verslunarferð (í tilefni þess hvað við erum rík) og kaupa hlaupaskó á Baldur. Hann er búinn að vera að drepast í hnjánum og nú erum við komin að þeirri niðurstöðu að skórnir hans séu ekki nógu góðir. Hann hefur þurft að taka sér frí frá æfingum og hann er nú ekki kátur með það. Við breyttum samt til í gær og í stað þess að hlaupa og djöflast fórum við í sund og djöfluðumst. Baldur synti eitthvað um 1 kílómeter á meðan viðSara hlupum smá og syntum 500 metra. Svo skelltum við okkur í gufu og ísbað. Þetta er svaka fín sundlaug en það er ekkert smá skrýtið bragð af vatninu. Og það eru engar umferðareglur á sundbrautunum. Mjög spes :)
Hafið það sem allra best elsku dúllur.
Med venlig hilsen,
Baldur og Guðrún
p.s. nokkrar hressar myndir af okkur í draginu:
3 comments:
Hæ hæ elskurnar mínar Frábærar myndirnar af ykkur góð hugmynd :)
Nú er farið að styttast í ykkur, get varla beðið.Love you haldið áfram að hafa það gott og skemmtilegt.
Skemmtilegt blogg Gugga og Baldur. Finnst ekkert skrýtið að Baldur hafi fengið nokkur tilboð frá karlpeningnum. Heví heitur og sama um Gugga.
En gangi ykkur vel í prófum...
Kv Ingi...
Alltaf gaman að lesa bloggið ykkar og ég er farin að sakna ykkar helvíti mikið!! :(
Hlakka til að fá ykkur heim :)
Hafið það sem allra best úti!! :*:*
Post a Comment