Saturday, June 28, 2008

39 dagar til stefnu..!

Veriði sæl og velkomin á bloggið okkar, Baldurs og Guðrúnar!

Við erum að flytja til Álaborgar í Danmörku þann 7. ágúst næstkomandi og það er að mörgu að huga. Við erum búin að fá íbúð og búin að borga tryggingu og leigu fyrir fyrsta mánuðinn! Þetta er allt svo megaspennandi sko, ég er að springa úr spennu :) Vorum áðan í Ikea að skoða okkur um, erum búin að finna rúm sem okkur líst vel á en vandinn er sá að það er ekkert Ikea í Álaborg, heldur bara í Arhus sem er í 2 klukkustunda fjarlægð! Og nú þurfum við að finna leið til að koma rúminu á áfangastað! Það heppnast vonandi alveg ágætlega, mamma, pabbi og amma Bára ætla að koma með okkur og þau eru nú ansi reynd í svona flutningaveseni og ég vona að þau geti nú hjálpað okkur! Næsta mál á dagskrá er að reyna að ná á the landlord til að láta hann vita að við komum ekki 1.júlí (við eigum að fá afhenta lyklana þá en við mætum ekki á svæðið fyrr en 7. ágúst..) heldur svona mánuði seinna. Ég reyndi að hringja í hann í gær en það kom bara símsvari, frekar súrt. Skrifstofutíminn hans er frá 7:00-7:15 og símatíminn frá 10:00-10:30! Greinilega mjög bissí maður þar á ferð!

En svo eru 27 dagar í kveðjupartýið okkar sem verður s.s. þann 25. júlí, svaka stuð! Þá verður fyrsta fylleríið í sumar þar sem við höfum ekki drukkið síðan á hvítasunnunni! við erum að missa okkur í Bootcamp, erum búin að skipta um lífsstíl og svona! orðin rosa holl og hrein. Hætt að drekka, bara nammi á laugardögum, hreyfum okkur rosa mikið, förum út að hjóla og hlaupa og í sund á FULLU. Ætlum að sjálfsögðu að halda því áfram í Danmörku. Erum bæði búin að grennast helling og bara orðin miklu hressari og orkumeiri en við vorum. Mæli með þessu ;)

jæja, þá er fyrsta bloggið að klárast, ég hef voða fátt að segja. Þetta blogg er aðallega hugsað til að leyfa fólkinu heima að fylgjast með okkur þegar við verðum flutt, en það er líka gaman að blogga um undirbúninginn :)

Þangað til næst,
Guðrún

2 comments:

Gummi said...

veiiiiii, getur maður núna aldeilis fylgst með guggu syz og balla funk í veldi danans:)

Kristin Lilja said...

Þið eruð æðisleg.. og frábært með nýja lífstílinn! Snillingar :)

Ykkar verður sárt saknað hér á fróni en mér finnst samt töff hvernig þið fórnið ykkur fyrir málstaðinn svo við getum haldið annað DK-kokteilboð.
Er komið nafn á nýja bæinn?

Ekki hafa áhyggjur með húsgagnaflutninga því IKEA er snilld. Vinkona mín dröslaði Ikeasófa og ég veit ekki hvað í lest út um alla parís og sat síðan vel það sem eftir var..

Þetta blogg fer í favorits..