já hæ! við erum ennþá á lífi, höfum bara ekkert bloggað því ekkert spennandi hefur gerst. Svo vorum við líka að bíða eftir að tölvan mín kæmi frá Íslandi og nú er hún komin þannig að við getum sett inn myndir von bráðar.. Þannig að fylgist vel með kæru lesendur!
Stutt í þetta skiptið!
Ástarkveðjur frá DK
Baldur og Guðrún
Monday, January 26, 2009
Wednesday, January 7, 2009
Heil og sæl!
Nú erum við komin aftur í Álaborgina eftir gott og notalegt jólafrí á Íslandi. Ég vil byrja á því að afsaka lygarnar sem við sögðum í bloggunum mánuði fyrir heimför. Þannig er mál með vexti að í lok október fékk Baldur þær fréttir að hann færi fyrr í jólafrí. Við ákváðum að við nenntum ekkert að hanga hér í viku og fórum beinustu leið á netið að breyta ferðinni okkar. Svo ákváðum við að segja engum það (mamma mín og pabbi fengu reyndar að vita það, og Sunneva) og koma öllum á óvart. það gekk svona líka vel! Engann grunaði neitt og við héldum af stað til Kaupmannahafnar þann 16. desember í stað 22. des. Þar gistum við eina nótt, fórum út að borða og skoðuðum mannlífið. Svo morguninn eftir flugum við til Íslands, s.s. 17. des en ekki 23. eins og áætlað var. Þar byrjaði fjörið. Við fórum heim til Baldurs og komum fjölskyldunni hans á óvart. þau voru heldur betur í skýjunum, vissu ekki hvernig þau áttu að vera og voru eins og þau hefðu séð draug! svo héldum við áfram að koma fólki á óvart alveg fram til föstudagsins 19.des þar sem við fórum í partý til Sigurgeirs vinar Baldurs og komum öllum á óvart. Þetta var heldur betur skemmtilegt allt saman. Og nú er þetta allt skyndilega búið, við komin til baka í grámygluna og nístingskuldann hér í Álaborg. Baldur byrjaði í skólanum strax á mánudaginn en ég byrja ekki fyrr en 26. janúar. Þangað til hef ég það notalegt :) Annars er ekkert merkilegt að frétta, við erum bara strax farin að sakna allra heima. Svo í dag fengum við pakka frá Íslandi, prentara sem við keyptum okkur fyrir jólagjafapeninga. Magnað hvað hann var fljótur á leiðinni! Mamma Drífa og pabbi Maggi sendu hann á mánudaginn og núna er miðvikudagur og hann er strax kominn! þannig að það er greinilega ekkert mál að senda á milli :) ekki það að við þurfum á sendingum að halda, við tókum helling með okkur. tókum t.d. pítusósu, piparosta og ýsu með okkur :) ekkert smá gott að fá fisk annað slagið :) en jæja, ætli þetta dugi ekki svona fyrst um sinn. Setjum inn myndir um leið og tölvan mín kemur frá Íslandi (hún var send í viðgerð og það var þvílíkt vesen útaf henni).
Hafið það sem allra best dúllur og takk fyrir æðislegt jólafrí!!
kv. Baldur og Guðrún
Hafið það sem allra best dúllur og takk fyrir æðislegt jólafrí!!
kv. Baldur og Guðrún
Subscribe to:
Posts (Atom)