Jæja þá fer stóri dagurinn að renna upp, 7. ágúst er í næstu viku! Það er mikil spenna í fólki og jafnvel smá stress líka. En við erum bara að bíða eftir að fara sko, það er allt tilbúið, búin að senda dótið okkar og svona. Herbergið mitt er ekkert smá tómt núna! En kveðjupartýið var um síðustu helgi og heppnaðist ekkert smá vel. Allir voru voða kátir, glaðir og fullir! Húsið var ekkert rosalega skítugt eftir það, þurftum bara að skúra smá :) En það var ekkert smá gaman að hitta nánast ALLA vini okkar á einu kvöldi! Það var æðislegt :) Það er leiðinlegast að þurfa að fara frá þeim.. en við hittumst vonandi um jólin þegar við komum heim! nú eða einhverjir geta kíkt í heimsókn ;)
En verslunarmannahelgin á næsta leyti og allt að verða vitlaust. Ætli við verðum ekki bara heima í bænum síðustu helgina okkar á landinu og njótum Reykjavíkur og nágrennis :) Kveðjum þá sem kveðja þarf og svona..
en jæja, nú þarf ég að skunda og vesenast smá :) Við látum vita af okkur þegar við verðum komin út og komin í internetsamband!
BÆBÆ,
Guðrún